Neisti - 27.03.1983, Side 7

Neisti - 27.03.1983, Side 7
35.þing FBK Neisti 3.tbl. 1983, bls.7 Ný stefna tekin i uppbyggingu Fylkingarinnar. vera menntafólk til að starfa i pólitik og taka þátt í félags- starfi. Það eru bara sleggjudóm- ar og blekkingaráróður verka- lýðsforystunnar og stéttasam- vinnuflokkanna að halda slíku fram. Þessir aðilar kenna einmitt óvirkni verkafólksins um vesal- dóm verkalýðshréyfingarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að verkafólkið hefur verið drepið í dróma visvitandi og útilokað frá starfi og áhrifum innan verka- lýðssamtakanna. Það sem skiptir þó höfuðmáli að minu viti er þetta: Ef maður vill raunveru- lega byggja upp sósialískan verkalýðsflokk, er þá ekki væn- legra að vera í verkamannafélag- inu Dagsbrun eða verkakvenna- félaginu Framsókn, heldur en i einhverju kennarafélagi eða ann- ars staðar í jaðri verkalýðshreyf- ingarinnar? Það þýðir þá ekkert að skrifa í blöðin og gefa út eigið blað og halda fundi - bíða svo eftir að verkafólk komi til okkar sjálfkrafa, bara vegna þess hvað við erum svakalega klár og gáfuð og höfum fína stefnu. Við verðum að hafa holdi klætt verkafólk i okkar röðum sem flytur okkar stefnu inn í verka- lýðsfélögin. Svona einfalt er það. Þetta getum við ekki núna, nema eitthvað af félögum Fylk- ingarinnar, helst sem flestir, skipti sem fyrst um vinnu og gangi til liðs við verkalýðshreyf- inguna með þeim hætti. - Er þá félögum fyrirskipað að gerast verkafólk, annars.... ? Nei, nei. Fólk gerir þetta af sannfæringu. Hins vegar þýðir þetta auðvitað að samtökin láta þá félaga sem nema land i verka- lýðshreyfingunni og starf þeirra hafa forgang umfram annað starf út á við á vegum samtak- anna. Fylkingin verður byggð up'p í kringum þetta starf fyrst og fremst. - Má þá búast við öflugra starfi og meiri árangri hjá Fylk- ingunni á næstunni? Starfið verður ábyggilega öflugra en verið hefur. Við skulum gera okkur ljóst, að það hefur ekki verið neitt áhlaups- verk að kryfja bókstaflega inn að merg alla fyrri reynslu Fylking- arinnar, ytra umhverfi samtak- anna, starfsskilyrði þeirra og ákvarða leiðir sem stefna fram á við. Þetta hefur tekið mikinn tima og orku frá mikilvægum félögum í samtökunum, sem hafa varla sinnt öðru. Bara það að losna út úr þingumræðunni eflir annað starf. Hvort árangur i starfi verður mikiil er annað mál. Árangur er ekki bara kom- inn undir okkur sjálfum. Þótt okkar stefna og taktik kunni að vera rétt, er ekki þar með sagt að árangurinn skili sér sjálf- krafa og fljótt í síauknum áhrif- um og fleiri nýjum félögum. Árangurinn byggist meðal ann- ars á aðstæðum sem við ráðum engu um. Mér virðist þó flest benda til þess að möguleikar okkar séu að aukast frekar en hitt. Verkalýðsstéttin virðist hafa yngst núna á seinustu árum, með verkafólki kraumar nú óánægja með aðgerðarleysi verkalýðs- samtakanna og sifelldar kjara- skerðingar, og nú þvælast alls kyns maóistar og slíkt lið ekkert fyrir okkur lengur. Þetta er allt mjög jákvætt fyrir okkar starf og möguleika þess. Við vorum sem sagt að halda þing sem getur skipt sköpum fyrir framtið Fylkingarinnar, vegna þess að þær ákvarðanir sem teknar voru gera okkur kleift að nýta þessa möguleika. (Jakob,18.mars) 35. þing Fylkingarinnar var haldið i Reykjavik dagana 9.- 13. mars s.l. Á dagskrá þingsins voru eftirtalin málefni: Stjórnmálaályktun; uppbygging samtakanna og breytingar á starfsháttum; lög samtakanna og skipulagsreglur; Neisti og önnur útgáfumál; og stefnuskrá Fylk- ingarinnar. Samþykktir þingsins verða allar gefnar út, og verður hafist handa um utgáfu stjórnmála- ályktunar nú þegar, en hún dregur saman hið helsta i afstöðu Fylkingarinnar til mál- efna liðandi stundar, hér á landi og alþjóðlega. Þetta þing hefur átt sér langan aðdraganda. S.l. vetur og vor tók að bera á marg- víslegum árekstrum innan sam- takanna sem snertu flest er þau tóku sér fyrir hendur. Hér var þó að litlu leyti um ágreining um stefnu samtakanna að ræða, heldur var tekist á um starfshætti þeirra og mál- gagnið NEISTA, og það hvemig stefnan var kynnt þar og áróður hafður uppi fyrir henni. Flokksbrot stofnað S.l. sumar tilkynntu siðan nokkrir félagar i samtökunum, að þeir hygðust mynda opin- bert flokksbrot, Flokksbrot 1903, sem starfaði opinskátt án þess þó að keppa við Fylkinguna eða fjandskapast við hana. Flokksbrotið lýsti því yfir, að það myndi ekki taka þátt i 34. þingi Fylkingarinnar, en lagði til að sérstakt sameiningarþing yrði boðað, en fram að því tegði flokksbrotið Fylkingunni lið svo hún gæti sinnt lág- marksverkefnum sinum, m.a. út- gáfu NEISTA. Á þessu stigi málsins kom hineað til lands fulltrúi mið- stöðvar Fjórða Alþjóðasam- bandsins, til að greiða fyrir lausn málsins. Með aðstoð hans gerðu flokksbrotið annars vegar, og aðrir félagar Fylkingarinnar hins vegar, með sér samkomu- lag, sem fól í sér, að haldið yrði þing um mánaðamótin febrúar/mars á þessu ári til að leysa deilurnar innan sam- takanna. Flokksbrotið lét af þeirri ætlan sinni að hefja sérstakt, opinbert starf á sínum vegum, kaus tvo fulltrúa i bráðabirgðamiðstjórn Fylkingar- innar, sem fór með stjórn hennar fram að sameiningarþinginu, tók þátt í pólitískum inngripum Fylkingarinnar, en gerði ekki kröfu til frekari áhrifa á starf hennar á umræðutímabilinu. Siðast en ekki síst varð sam- komulag um það, að umræð- urnar fyrir þingið hefðu algeran forgang í starfi samtakanna meðan þær stæðu yfir. Þingumræðan Þingumræðan var skipulögð í tveimur umferðum og fór fyrri umferðin fram fyrir ára- mót, en seinni umferðin í lok janúar og í febrúar. Sér- stök samstarfsnefnd, sem hvor aðili skipaði tvo fulltrúa i, stýrði umræðunni. I fyrri umferð umræðunnar voru deiluefnin reifuð, og að henni lokinni lagðar fram tillögur að þingsamþykktum. Er fél- ögum hafði gefist ráðrúm til að kynna sér tillögurnar var tekið til við seinni umferð umræð- unnar, og deilumálin rædd á grundvelli þeirra tillagna, sem þá lágu fyrir. Þessari umferð lauk 3 vikum fyrir þing. Það hlé var notað til að endur- vinna tillögur i ljósi umræð- unnar, og svo gátu félagamir hugleitt frekar þau mál, sem þingið hafði á dagskrá, gert nýjar tillögur og sinnt öðrum undirbúningi þingsins. Ritdeilur voru litlar að þessu sinni, en mikið skriflegt efni var eigi að síður lagt fram. Frá áramótum og fram að þingi voru þannig gefnar út 353 síður i «Umræðublaði Fylkingarinnar», fjölrituðu innanfélagsblaði. Þingið Á þinginu voru öll dagskrár- mál enn tekin til umræðu, i þriðja sinn og loks afgreiddar samþykktir undir öllum dag- skrárliðum. Þá var kosin ný miðstjórn. Flokksbrot 1903 var leyst upp i lok þingsins. Eining ríkti á þinginu um öll meginatriði stjómmálaálykt- unarinnar, að því undanteknu hvaða kröfur gera bæri ti Sovétríkjanna um kjarnorku- afvopnun þeirra. Vegna þess að heimsvaldasinnar með Banda- ríkin í fararbroddi eru hreyfi- aflið að baki vígbúnaðarkapp- hlaupinu, neyðast Sovétríkin til þess að halda í við þau að einhverju marki. Það er augljóst að tilvist kjarnorku herafla Sovétríkjanna hefur komið í veg fyrir það, að heims- valdasinnar beittu kjarnorku- vopnum í einhverri hinna ótal styrjalda sem háðar hafa verið undanfama áratugi, t.d. i Viet- nam. Þessu voru allir sammála. Af þessu dregur meirihlutinn þá ályktun, að rangt sé að gera kröfu til þess beinlínis, að Sovétrikin dragi úr kjarnorku- herafla sínum, heldur beri að berjast fyrir einhliða afvopnun heimsvaldasinnuðu landanna, sem gera mundi vígvélar Sovét- rikjanna óþarfar. Minnihlutinn taldi hinsvegar, að það myndi auðvelda baráttu andstæðinga kjarnorkuvígbúnaðarins, ef Sov- étrikin minnkuðu kjarnorkuher- afla sinn, og því bæri að krefj- ast þess af þeim. Uppbygging Fylkingarinna; Á þinginu var gerð samþykkt um næsta áfangann í upp- byggingu Fylkingarinnar, sem byggir á þremur ítarlegum greinargerðum um ástand sam- takanna, ytri aðstæður , og leiðir fram á við. Inntak samþykktarinnar er að Fylkingin verður á næstr árum að beina sér að fimir verkefnum samtimis: - að festa rætur meðal verka- lýðsstéttarinnar og taka virkan þátt i starfí fjöldasamtaka verkalýðsins, - að skipuleggja sérstakt æsku- Iýðsstarf, að skipuleggja pólitiskar herferðir um eigin stefnumál samtakanna, að efla fræðslu og út- gáfustarf samtakanna og leggja þannig varanlegan grundvöll að starfinu og liðsöflun okkar, - að gerast raunvirkir þátttakend- ur i starfi Fjórða Alþjóða- sambandsins. Öllum þessum verkefnum verður að sinna í einu, og miða einstakar framkvæmdir við það, hvernig þær eru til þess fallnar að sameina í eina heild þessi meginmarkmið. Þingið samþykkti einnig ný lög fyrir samtökin, og drög að skipulagsreglum, sem verða rædd frekar í samtökunum í tengslum við starfið á næstunni. Hvorutveggja er til þess“ aetlað, að gera samtökunum kleift að takast á við þau verkefni sem þau settu sér á þinginu. Loks var samþykkt ályktun um NEISTA og aðra útgáfu, sem einnig tók mið af verkefnunum í flokksbyggingarstarfinu. Þá var samþykkt að skipuleggja sérstaka stefnuskrárumræðu, i þvi augnamiði að draga saman stefnu samtakanna sem nú er til á víð og dreif og taka jafnframt á þeim málum sem samtökin hafa ekki tekist á við hingað til en ekki verður sneitt hjá lengur. Siðan verði skrifuð samfelld stefnuskrá. Ný miðstjórn Hin nýja miðstjórn sem kosin var á þinginu var sett þannig saman, að sá meirihluti sem myndaðist á þinginu um upp- byggingu byltingarsinnaðs verkalýðsflokks lagði til meiri- hluta fulltrúa í hina nýju mið- stjórn. Talsmenn úr röðum minnihlutans voru einnig kjörnir í miðstjórnina. Alger eining var á þinginu um þessa skipan mála. Því fer þó fjarri, að með þessari skipan sé verið að framlengja deilunum í samtök- unum. Þeim er lokið, niður- staða hefur fengist og starfað verður samkvæmt henni. í Fylkingunni efast enginn um hollustu i minnihlutans á þinginu né vilja meirihlutans á þinginu til að taka fullt tillit til og ræða í alvöru allar tillögur minnihlutafélaganna um út- færslu á þeirri stefnu sem sam- þykkt var. Framkvæmdanefnd miðstjórnar

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.