Spegillinn - 01.04.1927, Qupperneq 11
SPEGILLINN
31
Hegrinn og Phuglinn Phelix berjast um uölöin uiö höfnina.
C. Ujelamál.
Hýit blað.
Fjelag frjálslyndra íhaldsmanna er tekið
að gefa út nýtt blað, er nefnist fsland, og
■ttun draga nafn sitt af gufuskipinu með
frvi nafni. Virðist það vera kurteist blað
°g vel ritað. Eftir að hafa lesið stefnuskrá
ðlaðsins er oss ei vel Ijóst hvert stefnir.
Góð grein er þar um Gísla Johnsen konsúl
^yrir allar Vestmannaeyjar, í tilefni af haus-
unar- og flatningarvjelunum, er hann hefir
stofnsett hjer. Er ræðismaðurinn lofaður
■ujög, en þó ei um of, og er oss ánægja
að taka undir það, og bæta við frá eigin
brjósti ósk um, að hann megi aldrei lenda
1 vjelum þessum í misgripum.
Frelsishetja Spegílsins.
Símameyjarkuceði.
Þjer fyrirgefið það, fröken,
— jeí) fyrirgef rnjer það sjálfur —
þótt Jcœmi jeg þarna’ um kvöldið.
kannske tœplega hálfur.
Nú sit jcg í rökkrinu svarta,
og sakna, dapur í bragði,
og rriinnist miðstöðvarhitans,
sem mjer þá að hjarta lagði.
Það er nú svona með yður,
þótt upphátt jeg vilji ei kvarta,
að þjer hafið valdið vöku
veiku, mannlegu hjarta.
Jeg gekk, eins og skáldin gera,
við gráta-ndi, stynjandi sceinn
og hugsaði’ um þennan þýska,
sem þjer voruð með um daginn.
Þjer njótið í saklausum svefni
hins ssluhjálplega friðar,
en jeg sendi’ í þögninni þráðlaus
þankaskeyti til yðar.
Því sála mín þráir samband,
ei síður á nóttu en degi ....
.... og, að miðstöð sje sein að svara,
það sannasti nú vonandi eigi.
Jón Krukkur.
HREINS-hvítt
er nýtt þvottaefni, sem
er komið á markaðinn.
HREINS-hvítt er sápa, fram-
leidd sem duft.
HREINS-hvítt inniheldur eng-
in efni, sem skaða þvottinn.
HREINS-hvitt sparar vinnu
og slit á fötum.
8Ö8F- Ef þjer notið
HREINS-hví tt
verður þvotturinn
hreinn og hvitur.
Þegar þjer kaupið þvottaefni,
þá biðjið kaupmanninn, sem þjer
verslið við, um
HREINS-hvítt.