Spegillinn - 30.06.1944, Page 3

Spegillinn - 30.06.1944, Page 3
XIX. 13. SPEGILLINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiliiiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiM(iiiiiiiiiiiiiiiii-<iiiiiiiiiir ............................................................ EFTBM SLAGSNN Allii' sannir íslendingar eru — sem slík- ir — glaðir í anda þessa dagana yfir hinu nýstofnaða lýðveldi voru, enda þótt gleðin sé ef til vill ekki byggð á sömu forsendum hjá öllum. Sumir fagna því að geta nú farið að rífast aftur, því að eins og skiljanlegt er, hefur ekki öllum liðið jafnvel i friðarengils- hamnum, þótt þeir annars bæru hann með sóma meðan þess var krafizt og þjóðin mátti hreint ekki eiga meira en eina sál; ekki einu- sinni aðra til skiptanna eftir lýðveldisrign- inguna þann 17. .júní. Aðrir fagna því, að hinum erfiða undirbúningi skuli nú vera lok- ið og að mcnn skuli aftur geta hlustað á sitt vandaða útvarpstæki án þess að heyra, að hin og þessi svindilfélög séu eindregið með stofnun lýðvcldis ekki síðar en 17. júní, en satt að segja var þetta atriði eitt hið mæðu- samasta í undirbúningi og fór snöggt um verr með eyrun og sálina en meðalþungi dilka hafði áður gert í útvarpinu. Og þannig mætti halda áfram að telja, en mest er um vert, að flestir ef ekki allir nkuli vera fegnir. Það verður heldur ekki annað sagt en stofnunin hafi tekizt með hinum mestu ágæt- um, þrátt fyrir ytri aðstæðurnar hans Hjörv- ars (hann sjálfan innifalinn). Að minnsta kosti hefur þótt ástæða til að endurtaka at- höfnina í útvarpjnu, og tókst prýðilega; sér- staklega kornu bilanirnar og truflanirnar elnkar eðlilega út. Þessi endurtekning mun annars mest hafa verið til þess gerð að sanna hinn rnikla þátt útvarpsins í hátíðahöldunum og árétta þannig svart á hvítu útvarpsstjóra- bréf, er gefið var út um það efni, skömmu eftir hátíðina, þegar blöðin ætluðu að verða samtaka um að hundsa þessa ágætu stofnun. Síðan lýðveldið var stofnað, hefur rílds- sími vor haft nóg að gera að flytja oss heilla- óskir og það frá hinum ótrúlegustu hornum heims. Bera skeyti þessi með sér, að annað- hvort eru sendendurnir hreinustu maraþons- hræsnarar eða vér þá einhver mesta önd- vegisþjóð heimsins, og mun það síðara sanni nær, enda hafa spakir menn spáð því, að vér eigum eftir að frelsa heiminn, og má bæta því við frá voru eigin brjósti, að vér munum eiga það lengi eftir. Að minnsta kosti bendir það til síðari skýringarinnar, hversu menn af hinum ólíkustu þjóðum geta verið sam- mála um þetta, og í öllu falli má alltaf halda svo lengi áfram, að vér látum sannfærast, og er það vel. Einnig hafa Forseta vorum borizt heillaóskaskeyti víðsvegar að og ber þar hæst á tveimur, öðru frá Roosevelt koll- ega hans cg hinu frá íbúum Bessastaða- hrepps. Er hið síðara einkum eftirtektar- vert og bendir á höfðingsskap þann, er leyn- ist með þjóð vorri og getur komið fram þeg- ar við á, svo sem í þetta sinn hjá Álftnesing- Jivegar | Egill Arnason j Hafnarh úsinu, Reykjavík Sími 4310 Húsgögn HÚSOÖGN, ýrmar rjorðir, ÐÚSÁHDLD Héðinshöfði h.f. AOahlrnli 6. B 107

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.