Spegillinn - 30.06.1944, Side 8

Spegillinn - 30.06.1944, Side 8
SPEGILLINN Alltaf r hann bcztur boróinn pajnie nitstjóri: PÁLL SKÚLASOM lUtstjórn og afgrciðsla: Sináragötu 14, Reykjavík. Sími 2702 (kl. 12- 13 dagk). Arganguriim er 24 tbl. — um 230 bls. — Áskriltarverö: Kr. 25.00 i Einstök tbl. kr. 1.50. Áskriftir greiðist fyrirfram. Blaðið cr prentað í ísafoldarprentsmiöju h.f. XIX. 13. IIMMMIMMIMMMmiMIHIUMMMMIMMjmd immmiinMimUIIMIIIIIIMMIIHJMIIMIIIMlIII• IIMMIIMMIIIIIM111MlIIIIIMMMMMMIIII11II111• MII11IIIII111IIIIIMIIIIII11II111111• MIMI<I.I|M11• .• • • ÍÞagur er iiðinn Frú Hallbjörg Blindskers haíði átt erfiða daga, en þó ánægjulega. Auðvitað var hún á hátíðinni og vöknaði dálítið af tárum him- insins. Svo var hún í mikilli veizlu á Hótel Dimmalimm, ásamt æðstu mönnum hers og flota, Í.S.Í. og I.O.G.T. etc. Hún hafði setið fundi á baugalinukongressinum og fagnað- arsamsæti í Siðfágunarfélaginu. Nú var hún komin í sumarbústaðinn sinn, til þess að hvíla sig og safna nýjum kröftum í stað þcirra, sem hún hafði tapað. Allar áhyggj- ur hafði hún skilið eftir heima á Gróðamel 13, en elcki gestrisnina, því að nú sátu nokkr- ar rnaddömur ad hoc með henni úti á verönd- inni og drukku fævóklokkkaffi með gyðinga- kökum. — Mikið var nú inndælt að hlusta á lagið „Ég vil elska mitt land“, eins og hann Abra- ham lét syngja það. Textinn í hinu laginu fcll mér ekki í geð. Ár var alda, sem eigi var. Við höfum nú vitað það síðan á nýjári, að nú er ár alda, sem alltaf verður. Það fellur mér eitthvað betur. — Alveg var ég hissa, þegar ég sá að hann Hálfdán hafði gleymst þann 3. júní. Hann hefur þó verzlað með ýmislegt nytsamt, þótt hann hafi elcki selt mikið af sjóhöttum, en þetta var líka síðasta úthlutunin á fullveldis- tímabilinu. — Það er ekki svo mikið varið í fálka með lcórónu nú orðið. Mér þætti sanngjarnt að hafa fjórar orður og kenna sína við hvern landyætt. Ekki mun af veita og gott að geta haft nokkurn stigmun á því eins og öðru. Þá þætti mér illa úthlutað, ef Blindskershjónin fengju ekki sína risaorðuna hvort. En, Hall- björg mín, þú hefur vitanlega verið við lista- sýningaropnunina, ég' þarf svo sem ekki að spyrja að því. — Æinei. Ég sleppti ]iví alveg. Það var bara hann Matthías, sem opnaði. En hann er nú samt nógu sniðugur, því að hann hef- ur fundið dýrgrip í Héðinshöfða, þegar hann fann fund Mósesar. Vonandi finnst þetta fræga málverk aftur, þar sem það verður nú falið. Annars er sýningin ekki svo spenn- ándi. Þorgeirsboli er þar að vísu, en þá vant- ar kúna hans Gunnlaugs. Gáfnaljósin hans i tenórbátnum, ég meina bassabátnum, vega ekki upp á móti henni. Og hann Jón hefur ekki svo mikið sem „Gengið til mjalta“, sem honum Ragnari þótti svo athyglisvert lista- verk. Dettifossinn er að vísu stór, eins og Orri tekur réttilega fram, en hann Freymóð- ur ætti nú samt að láta hann detta upp fyr- ir, ég meina auðvitað málaða fossinn. — Vitið þið til hvers ég er farin að hlalcka? Auðvitað til næsta forsetakjörs. Þá cigum við og öll þjóðin að kjósa og þá cr betra að hafa séð og heyrt aðferðina. Sú kosning ætti sennilega að geta farið vel og oiðið cllum til sóma. Ef einhverjum þykir eitthvað á skorta, þá má bara intervjúa ein- hvern ágætan mann og láta hann afsanna að um slíkt sé að ræða, heldur þvert á móti. — Eitt þótti mér vanta á hátíðinni, sem ég bjóst ekki við að vantaði, og það var, að hann Eggert óð ekki í útvarpið. Ó, fyrirgef- ið, ég meina skiljanlega, að hann flutti eng- an óð í útvarpið, nýjan óð, sem svo mætti gefa út í fallegri kápu. Það er svo huggulegt að láta svoleiðis óð liggja frammi á litlum, skrautlegum lorðaborðum. En það hefur má- ske þótt nóg, sem lagt var á útvarpsmennina og ekki svona miklu á bætandi. Ekki skil ég í honum Jónasi að halda því svcna mikið á lofti hvað þeir voru útjaskaðir, eins og hann er í rauninni ágætur maður. — Já, bæði þeir og fleiri hefðu þurft að fá ærlega hvíld og hressingu á eftir En þcgar mest liggur á, þá eigum viö svo margt ógert. Það hefði komið sér vel núna að eiga bað- staðinn í tjarnarendanum, fullbúinn og tek- inn til notkunar með ræðu forseta Í.S.Í. og svoleiðis hátíðlegheitum. Þá hefðum við get- að látið alla þreytta hátíðarstarfsmenn hvíl- ast þar í glóðvolgum sandinum milli baða í bárum tjarnarinnar. Og þannig héldu þær áfram samtalinu lengi kvölds. í þessum kafla er þess ekki get- ið hver sagði hvað, en það gerir ekki svo mikið til. Bob. 112

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.