Spegillinn - 01.01.1953, Síða 10
6
SPEGILLINN
UTANFARIR ENN
Motto:
„Varla má þér, vesœlt hross,
veitast hei'Sur meiri . . .“
Jón Þorláksson.
Það var ekki furða þó að mér dyttu þessar ljóðlínur í
hug, um daginn, þegar ég las í blaði allra landsmanna,
Alþýðublaðinu — áður AB — að tvö merfolöld af Rangár-
völlum austan, væru nú á leið til háskóla í Þýzkalandi.
Þetta skeði sem næst sama daginn og sendiherra kom hingað
frá Vestur-Þjóðverjum, svo að ekki hallast nú á í dipló-
matíinu.
Utþráin hefur frá öndverðu verið snar þáttur í sálar-
innréttingu vorri, Islendinga. Alla leið fram að Spánarför
Heklu, að minnsta kosti, þótti það frami að vera sigldur,
og það svo, að óforframaðir menn voru einmitt oft kallaðir
lítilsigldir. Jafnvel Brimarhólmssiglingar manna og kola-
námusiglingar hesta þóttu frami. En hvað er slíkt og þvílíkt í
samanburði við það, er merfolöld sigla til erlendra háskóla?
Ef nánar er aðgætt, þarf þetta samt alls ekki að koma
eins og þjófur úr heiðskíru lofti, heldur á allt málið sinn
rökrétta undirbúning og aðdraganda. Með tilkomu dráttar-
véla og annarrar slíkrar menningar virtist um eitt skeið sem
hross myndu verða aldauða á Islandi, ef svo færi lengi
fram. En það kom bara brátt í ljós, að hrossin áttu sér enn
formælendur marga, auk allra þeirra, sem um aldaraðir
höfðu formælt þeim fyrir leti og kergju. Risu hinir rit-
færustu úr þessum hópi nú á afturfæturna, einn af öðrum,
► og sulluðu saman bókum, hrossunum til lofs og dýrðar, og
svo var um hnútana búið, að enginn þorði að bera brigður
á, að þetta væri hinar ágætustu bókmenntir, en um út-
breiðsluna má segja, að þar sem áhuga landsmanna sjálfra
þraut, tók SlS við og keyrði bókmenntirnar ofan í mann-
skapinn, nauðugan viljugan.
Eigi má því heldur gleyma, að hestamannafélög eru þegar
orðin aldarfjórðungs gömul í landinu — og vasapelarnir
þó miklu eldri. Auk þess hafa, á síðustu árum komið upp
sérstök hrossaræktarbú, og einmitt frá einu slíku komu
hin ungu glugghross, sem nú leggja leið sína til erlendra
menntastofnana, með árnaðaróskir gjörvallrar þjóðarinnar
í drápsklyfjmn. Nefna má og það, þótt vart megi fréttir telja.
að aldrei hafa hrossakaup þingmanna fallið niður með öllu,
heldur einmitt verið eini atvinnuvegur í landinu, sem telja
má sæmilega árvissan.
Alþýðublaðið getur þess í skrifum sínum um þetta mál,
að þetta síðasta skref íslenzkra hrossa á framfarabrautinni
sé, eins og flestar framfarir síðustu ára í hrossaheiminum,
að þakka hinum áhugasama hrossaræktarráðunaut vorum,
sem sé orðinn allumsvifamikill á alheims-hrossamarkaðnum
og hafi, fyrir rúmu ári, stofnað einskonar sameinuðu þjóðir
lirossa, þ. e. hinna smærri, en þau eru nú mest kúrant hjá
erlendum þjóðum, og þeirra er framtíðin, en hinsvegar
munu bíða liinna stærri lirossa örlög mammútsins og risa-
eðlanna. Verður þess vandlega gætt, að hinar ungu stúdínur
kynnist ekki nema hinum smærri, er þær koma til háskólans.
Fari það allt slysalaust, er enginn vafi á, að hér verður um
að ræða hina æskilegustu landkynningu, — jafnvel austan
járntjalds, þegar stundir líða fram.
Hrosskell.