Spegillinn - 01.01.1953, Qupperneq 11
SPEEILLINN
V
SPRENQINa I ALÞÝÐUrLOKKNUM
HVER VEIT?
Þá er ég nú kominn til ykkar aftur, eins og þið heyrið,
og vil ég byrja á að þakka öll bréfin, sem mér liafa borizt
á milli þátta. Eru þetta að sjálfsögðu mest spurningar.
Einn hlustandi spyr, hvaða númer ég noti af skóm, annar
í hvaða skóla ég bafi lært, þriðji (það er líka kvenmaður)
spyr, hvort ég brjóti á nóttunni. Eg vii taka það fram, eins
og í fyrri þáttum, að ég svara ekki fyrirspurnum sjálfur og
verða því þessir ágætu fyrirspyrjendur að leita sér upp-
lýsinga annars staðar. Þó eru 29 hlustendur með sömu
spurninguna, sem ég treysti mér til að svara. Þeir (eða
réttara sagt þær) spyrja, hvort ég sé giftur. Ég vil gera þá
athugasemd, að á réttu máli á að spyrja karlmann, hvort
hann sé kvongaður. Ef spurningin er þannig rétt skilin, þá
verð ég að hryggja fyrirspyrjendurna með því að svara því
játandi. Þá hafa mér borizt bréf um að spurningarnar séu
of þungar. Aðrir kvarta undan því, að þeir sem svara séu
of lærðir. Einum finnst fyrir spyrjandinn sjálfur of ólærður.
Við þessu er ekkert að gera og snúum vér oss því að þætt-
inum í kvöld. Hér eru mættir Vesturbæingar og Austur-
bæingar og ætti því ekki að hallast á um vísdóminn. Fyrsta
spurning, spm ég ber upp í kvöld er þá þessi:
Hvers konar fyrirbæri eru það, sem kallaðir eru fljúgandi
diskar? — Vesturbæingar, hvað segið þið um það?
1. Vestur: Heima hjá mér eru það dýrustu postulíns-
diskar.
2. Vestur: Postulínsdiskar ættu að vera teknir inn í
vísitöluna.
Nei — þetta er nú ekki rétt hjá ykkur. Munið þið ekki
eftir öðrum diskum?
3. Vestur (lágt): Það eru þá helzt súpudiskar.
— Nei, þetta er nú ekki rétt.
Hvað segja Austurbæingar?
1. Austur: Okkur hefur komið saman um, að þetta séu
eins konar geimför.
Alveg rétt. Getið þér lýst þeim nánar?
2. Austur: Þau eru annaðhvort frá Marsbúum eða
Rússum.
Ekki er það nú alveg rétt.
3. Austur: Þau eru frá Júpiter. Ég las um það í Mánu-
dagsblaðinu.
1. Austur: Já, það er alveg rétt. Ég las það líka í Mánu-
dagsblaðinu.
Ég veit það ekki, ég hef ekki lesið Mánudagsblaðið. Hins
vegar fór ég niður á bókasafn og las um þetta í amerísku
tímariti. Þar stóð ekkert um Júpiter.
2. Austur: En Venus?
Alveg rétt. Geymförin eru frá Venus. Eftir fyrstu spurn-
ingu hefur Austur 4 en Vestur 0. Þá er það önnur spurning.
Hver kom á siðaskiptunum hér á landi. Austur byrjai'.
I. Austur: Bjarni Benediktsson.