Spegillinn - 01.01.1953, Side 13
SPEGILLINN
9
TRÚBOÐSSTÖÐ
ætlum vér íslendingar nú að fara að reka suður í Etíópíu (og Afríku,
bætir Vísir við). Mun ætlunin að afsetja þannig allan þann kristindóm,
sem vér getum ekki torgað á innlenda markaðnum. Oss fyndist það
gæti gert sama gagn að senda villimönnunum heldur nokkra ugga af
óseljanlegum saltfiski, sem menningarþjóðirnar fást ekki til að éta.
•FISKIFRÆÐINGUR
í Suður-Afríku, Smith að nafni, hefur fundið sprelllifandi fisk, sem
annars var talinn dauður fyrir 50 milljónum ára, og mun þetta vera
met í seinlæti með leiðréttingu dánarfregna. Fiskur þessi heitir ein-
hverju fínu vísindanafni, en Smith hefur skirt hann upp og látið hann
heita í höfuðið á sjálfum Malan. Mun hann vilja gefa fínt í skyn, að
Malan mætti gjarna vera dauður fyrir 50 milljónum ára.
TÓNSKÁLDAFÉLAG
íslands hefur sent Alþingi er-
indi eða áskorun um að veita Jóni
Leifs heiðurslaun úr ríkissjóði,
og er hógværlega gefið í skyn, að
þau megi vera heldur við vöxt.
Mun þetta standa í sambandi við
nýafstaðna útborgun hjá STEFI,
og virðast viðskiptamennirnir
hafa sleikt upp alla innheimtuna.
(Gæti það verið Mjólkursamsöl-
unni til fyrirmyndar.) Hins vegar
er það haft eftir Eysteini, að
hann hafi nóg að greiða niður,
þó að Jón bætist ekki við.
°kKlJR GOAÚABl HANN uT "
SÉk. GLtYMDí
ÞJÓÐVILJINN
upplýsir, hinn 3. þ. m., að Stefáni Jóhanni hafi verið „sparkað, fyrir
þrýsting neðan frá“. Gefur þetta í skyn, að ekki hafi kratarnir farið
varhluta af gubbupestinni, sem var að ganga í höfuðstaðnum einmitt
um það leyti. Hefur jafnvel heyrzt, að flokkurinn ætli að taka sér kjör-
orðið: „Uppsala er bezt“.
ÍSRAELSRÍKI
skuldar nú embættismönnum sínum sem svarar rúmum 20 milljónum
sterlingspunda og sér fram á eins mikinn eða meiri tekjuhalla á fjár-
lögunum hjá sér. Er fjármálaráðherrann því heldur betur svartgellinn
yfir tómum kassanum, þar sem hann veit, að allt hans heimafólk er
STAÐA ÚTVARPSSTJÓRA
var auglýst til umsóknar í sjálfu útvarpinu, í öndverðum þessum
mánuði, og kom auglýsingin næst á eftir erindi Vilhjálms Þ. um út-
varpsrekstur í Ameríku, er hann hafði kynnt sér í nýafstaðinni ferð
sinni vestur. Sumir eru að skamma ríkisstjórnina fyrir að vera að eyða
peningum í auglýsingar, en segja má, að þar sé tekið úr einum vasan-
um og látið í annan, ef auglýst er í útvarpinu. En fyrst og fremst má
telja það nærgætni við aðra væntanlega umsækjendur að læða því að
þeim, að þeir geti sparað sér blek, pappír og fyrirhöfn.
JOHN FOSTER DULLES,
verðandi utanríkisráðherra Eisenhowers, er sagður ætla, er hann
Júðar, og ekki til einskis. Helzta von hans er, að ástandið skáni eitt-
hvað, þegar Islendingar fara að borga honum Kaiserbílana, og hann
getur farið að borga embættislýðnum í saltfiski. Hvað snertir tekju-
hallann, væri ekkert úr vegi að lána Júðunum Eystein um tíma; þó að
því tilskildu, að hann læri ekki alltof mikið i ferðinni.
BORGARSTJÓRI
hefur farið þess á flot að fá umræðum um fjárhagsáætlun Reykja-
víkur útvarpað. Er h'ugmyndin komin frá fulltrúa Framsóknarflokks-
ins í bæjarstjórn, en þar var tillögunni visað til bæjarráðs og nú hefur
borgarstjóri þegar skrifað bréf í samræmi við tillöguna. Mun það eins
dæmi, að mál, sem vísað er til bæjarráðs, sjái dagsins ljós, næstu árin
á eftir, og er hér um hreina byltingu að ræða.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis, að það eigi engan þátt í glæpa-
kvikmynd þeirri, er sýnd hefur verið hér undanfarið, við lítinn orðstír.
Þetta finnst oss svona fín stofnun þurfi ekki að taka fram, þar sem hún
gerir aðallega í hryggðarmyndum. En það var glæpamyndin einmitt,
öðrum þræði, og réttlætir það framkomu yfirlýsingarinnar.
VÍSINDAMENN
eru nú farnir að dunda við það heldur en ekki neitt að finna út,
hverskonar fyrirbæri hin góðkunna Betlehemsstjarna hafi verið. Geta
sumir þess til, að þetta hafi verið halastjarna — en í þá daga sáust
þær ekki nema fyrir stórtiðindum — aðrir telja hana hafa verið ný-
stirni, eða þá tvær stjörnur séðar saman. Vér munum ekki láta málið
til vor taka, fyrr en þeir fara að geta upp á konjaksstjörnu.
kemur í ríki sitt, að leggja niður Voice of America — útvarpið, sem
notað hefur verið undanfarið til að skafa með eyru útlendinga. Kveðst
gera þetta í sparnaðar skyni, en meiri uppsláttur hefði honum verið að
gera það í menningar skyni. En úr því að svona er komið, ættum vér
að biðja hann að lofa Keflavíkurútvarpinu að fljóta með, úr því ís-
lendingar hafa ekki nægilega menningu í sér til þess að hlusta ekki
á það.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
telur það hina mestu ósvinnu og dýrtiðaraukningu, að hafnsögugjöld
í Reykjavík hafa verið hækkuð. Gæti blaðið ekki hugsað sér það sem
fræðilegan möguleika, að hér væri betri lóssar nú, síðan Jón Axel hætti,
og hækkunin því fullkomlega sanngjörn.
KRÓKÓDÍLAR
suður í Afríku unnu sér það til
ágætis fyrir skömmu að rífa í sig
frægan veiðimann, sem þar var
að iðju sinni, og var ekki svo
mikið sem einn gúmmíhæll eftir
af honum um það leyti sem krókó-
dílarnir þurrkuðu sér um munn-
inn, að lokinni máltíð. Vér höf-
um lengi öfundað Afríkumenn af
hinu einkar geðþekka húsdýri
þeirra, krókódilnum, og jafnframt
harmað, að laxar skuli ekki vera
mannætur.