Spegillinn - 01.01.1953, Page 14

Spegillinn - 01.01.1953, Page 14
io SPEGILLINN Nei, ekki var það nú rétt. 2. Austur: Þá hefur það verið Halldór á Kirkjubóli. Það er líka skakkt. Engar fleiri tilgátur? 3. Austur (lágt): Var það ekki Þorlákur biskup helgi? Þakk ykkur fyrir. Hvað segja Vesturbæingar? 1. Vestur: Bjarni Benediktsson. Nei, það var ekki Bjarni Benediktsson. Hann var ekki fæddur þá. 2. Vestur: Ekki var það Eysteinn. Það þori ég að hengja mig upp á. Þetta gerðist miklu fyrr. 1. Vestur: Hver var dómsmálaráðherra þá? Mitt hlutverk er ekki að svara fyrirspurnum. En það var Kristján konungur 4. sem kom á siðaskiptum hér á landi. 3. Vestur: Já, nú man ég það. Það var liann sem hengdi Jón Arason. Takk fyrir. Þá er það þriðja spurning. Fyrir hvað fékk Vilhjálmur Þór krossinn? Vesturbæingar. 1. Vestur: Mér finnst hann hefði ekki átt að fá neinn kross, hann er ekki Vestnrbæingur. Það getur satt verið. En hann fékk nú kross engu að síður. 2. Vestur: Var hann ekki eitthvað viðriðinn olíu? Viðriðinn olíu? Viljið þér útskýra það nánar. 3. Vestur: Nei, hvaða vitleysa. Hann var aðlaður fyrir bílakaup. Spurningin var, fyrir hvað Vilhjálmur Þór var krossaður. 1. Vestur: Nei, við gefumst upp á spurningunni. Takk fyrir. En Austurbæingar? Þið vitið það sjálfsagt. 1. Austur: Hann mun hafa verið krossaður fyrir að koma upp um gjaldeyrissvik í Olíufélaginu h.f. Ne-i. Hann kom ekki upp um svikin. Hann var í stjórn félagsins. 2. Austur: Nú, þá hefur hann svikið sjálfur. Ne-i. Það er heldur ekki rétt. Hann hafði enga fram- kvæmd á hendi. Og auk þess var hann ekki krossaður í sambandi við olíumálið. 3. Austur (lágt): Það má mikið vera. Jæja, þið fáið hvorirtveggja núll. Vilhjálmur Þór var krossaður fyrir afburða fjármálamennsku. 2. Austur: Grunaði ekki Gvend. Þá er það 4. spurning. Hvaða hlutverki á íslenzkur her að gegna, ef honum verður komið á fót? Austurbær. 1. Austur: Atvinnubótavinna. Nei, það er það nú ekki. Þið megið geta þrisvar. 2. Austur: Þá á liann að taka Grænland. Ekki er það rétt. Getið einu sinni til. 3. Austur (lágt): Eg hef eitthvað heyrt um að liægt væri að fá Marshallfé út á hann. Það er líka skakkt. Hvað segja Vesturbæingar. Þið vitið það náttúrlega. 1. Vestur: Marshallaðstoð. Nei, það er ekki Marshallaðstoð, eins og margir virðast halda. 2. Vestur: Má ég koma með fyrirspurn? Það veit ég ekki. Ég er ekki viðbúin að svara fyrir- spurnum. 2. Vestur: Hvað er íslenzkur her? Er það Þorvaldur í Kóreu eða innlendur her. Ég tel sjálfsagt, að hér sé átt við Islendinga sjálfa, lieima fyrir. 2. Vestur: Það gengur enginn Vesturbæingur í herinn. Þú lilýtur að eiga við Austurbæinga. Jæja, þið eigið tvö svör til góða. 1. Vestur: Til að reka Ameríkana af Keflavíkurflug- velli. Hugmvndin er að vísu góð af Vesturbæing, en ekki held ég Bjarni Benediktsson hafi hugsað sér það. 3. Vestur (lágt): Varnarlið. Já, þú ert á réttri leið. Hvaða varnarlið? 3. Vestur: Til að vernda kanana fyrir kvenfólkinu. Því miður hefur enginn getið rétt. Islendingar eiga að taka þátt í sameinuðum vörnum Evrópu, t. d. ef ráðist væri á okkur með atómsprengjum. 3. Vestur: Þá verður að stækka kjallarann. Þá kemur síðasta spurningin og líka sú léttasta, ég hefði getað svarað henni sjálfur. Hvað heitir yngsti listamaðurinn og hvað heitir listaverk hans? Fyrst Vesturbæingar. 1. Vestur: Það er hún Þórunn litla Tryggvadóttir og eitthvað lag eftir Mózart. Afsakið, þið hafið misskilið spurninguna. Ég hef ekki verið nógu skýr. Með yngstu listamanninn á ég ekki við yngstan að árum, heldur nýjasta listamann okkar. Við skulum segja að áttræður öldungur hefði skrifað sína fyrstu skáldsögu, sem komið liefði út í dag, þá væri hann yngsti listamaðurinn. 2. Vestur: Hvenær mundi hann þá skrifa síðustu skáld- sögu sína? Eins og ég gat um í upphafi, er ég ekki hér til að svara fyrirspurnum. En af því að spurningin var óljós, þá gef ég + fyrir svarið, nema annað komi betra. 1. Vestur: Nýjasti listamaðurinn er Jónas Svafár með ljóðabókina það blæðir úr morgunsárinu. 2. Vestur: Kallarðu hann listamann? Nei, þá er það Helgi Sæmundsson með kvæði í Mönnum og menntum. Ónei, það er hvorugur þeirra þótt snjallir séu. Takk fyrir. Ilvað segja Austurbæingar? I. Austur: Verður listamaðurinn að vera viðurkenndur af listfræðingi? Eins og ég sagði, svara ég ekki spurningum. 1. Austur: Okkur kemur þá saman um að nýjasti lista- maðurinn heiti Veturliði Guðmundsson, en við fáum kannske mínus fyrir, að hann kastaði listfræðingi út. 2. Austur (lágt): En hann gerði það nú af mikilli list. Nei, það er ekki Veturliði. Ég hef kynnt mér málið og fengið sönnur fyrir því, að nýjasti listamaður okkar heiti Guðlaugur Rósinkranz. 1. Austur: Alnafni Þjóðleikhússtjóra?

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.