Spegillinn - 01.01.1953, Side 18
14
SPEGILLINN
Jafnframt laetur Á K. R. H.
i ljósi ánægju sína yfir þeirri
ákvörðun dómsmálaráóuneyt-
isins. að taka fyrir öl! vínveit-
ingalevfi á skemmti'num
Ballett ársins 1953
Ég hef lengi alið þá þrá í brjósti mér eða nánar til tekið
síðan ég var 3ja og hálfs árs að semja ballett eða kóreografíu,
sem túlkaði allan skáldskap heimsins. En vegna anna lief
ég ekki getað sinnt því fyrr en nú. Mér hefur lengi verið ljóst,
að hinni dýpstu sælu, hinni innstu þrá og liinni æðstu speki
verður aldrei með orðum lýst. Þess vegna er eingöngu hægt
að túlka þetta með fótunum. Með fótunum er yfirleitt hægt
að gera allt, sem máli skiptir. Vér eigum fullt af skáldskap
allt frá Ólafs rímu Haraldssonar gefin út af Vilhjálmi
kraka og niður í Það blæðir úr morgunsárinu eftir Jónas
Svafár sem hægt er að semja ballett úr. Alls staðar liggja
yrkisefnin fyrir fótum manns, ef maður bara nennir að
rétta h-öndina eftir þeim: Hugsið ykkur bara, livað það
væri gott að semja ballett úr Yfir kaldan eyðisand. Og um
leið væri mikið hægt að spara. Eyðisandurinn er alautt
sviðið, nema livað það þarf að strá á það einum poka af
að borga sæmilega fyrir hana við næstu úthlutun. Mér
verður nefnilega oft hugsað til velmegunarinnar í sambandi
við listirnar, því einhver fróður maður hefur sagt, að þar
sem velmegun sé þróist þær bezt. En hvernig hlutföllin
eiga að vera mér ekki vel ljóst enn. Málararnir, sem líka
eru listamenn, hafa t. d. ekkert Stef sér til stuðnings og
verða því að fara aðrar leiðir með ýmsum ráðum. Þetta
getur verið óþægilegt að ýmsu leyti og í því tilfelli skilst
mér, að velmegunin þurfi frekar að vera hjá væntanlegum
kaupendum. Þess vegna eggjaði ég marga kunningja mína
og vini, sem allir eru velmegandi, að kaupa eitthvað fallegt
af honum Veturliða, til prýðis í stofurnar sínar og þetta gaf
góða raun og nú er hann líklega kominn til Parísar. Bara
sandi. Það getur aldrei kostað nein ósköp. Þá er það ég í
„Einn um nótt ég sveima“ leikinn af Baldri Hólmgeirssyni.
Það er annar þáttur. Þá er nótt og þá sparar maður bæði
ljós og rafmagn. Þá er nóg að Baldur hafi hjólalugt í hend-
inni til að detta ekki ofan í liljómlistargryfjuna. Nú ef hann
dettur, þá sparar maður fleiri sýningar. Síðan koma 3. og
4. þáttur: „Nú er horfið Norðurland, nú á éghvergi lieima“.
Þá dregur maður tjaldið fyrir til að sýna að allt sé búið,
horfið, Norðurland líka, með Baldri Hólmgeirssyni. Þetta
gæti orðið áhrifamikil ballett sýning. Eða þá Kátir voru
kallar, Litla flugan eða Ég vildi ég væri. Úr þessu öllu
væri hægt að gera balletta á heimsmælikvarða. En vegna
tímaskorts, hef ég aðeins rissað upp kóreugrafíu ársins 1953.
Menn kalla svoleiðis listaverk kóreugrafíu, þó að þau séu
ekki síður grafin liér lieima og listaskáldin líka. Ballett
ársins hefur þann eina ókost að hann er nokkuð dýr
að hann taki nú ekki upp á því að verða abstrakt. En það
sem mér þykir áhrifamest við ljóðaflokkinn er, að hann
skuli vera með sinfóníuundirleik er sýnir stórhug skáldsins.
Mikið hefur það nú verið erfitt brautryðjendastarf, að koma
sínfóníunni svona vel á laggirnar. En liann Guðlaugur minn
hefur sjálfsagt verið þar góður haukur í horni, sem oftar
þegar um menningarmál er að ræða.
— Nú er tíminn víst alveg á þrotum og það hefur verið
skemmtilegt og fróðlegt að heyra yður tala um þessi efni,
en eitt ágætt lag ættuð þér samt að velja að síðustu.
— Þá langar mig til að heyra eftirlætis lagið mitt. Það er
um fuglinn í fjörunni, en fuglinn í fjörunni, hefur alltaf
verið vinur minn. Bob á beygjunni.