Spegillinn - 01.07.1955, Side 12
156
SPEGILLINN
BÆJARRÁÐ REYKJAVÍKUR
vill nú allt í einu hraða breikk-
un Aðalstrætis, sem allra mest, en
ætlunin mun vera að láta það
sameinast Tjarnargötunni og
verða 44 metrar á breidd. Eigi er
vitað, hvað veldur þessu snögg-
lega óðagoti ráðsins, sem hingað
til hefur frekar þótt líkjast Sýrak
með seinlætið, en getið er þess til,
að það hafi fengið hnippingu frá
hæstu stöðum um það, að göngu-
lag gestanna, sem kom úr stjóm-
arkokkteilum í Tjarnargötu 32,
krefjist aukinns slagrúms.
SKÁLHOLTSNEFND
hefur auglýst eftir hátíðaljóðum til að syngja og lesa á 900 ára
afmæli biskupsstólsins, næsta ár, og verða hæstu verðlaunin 15 þúsund
krónur, en eigi er enn vitað, hvort þetta er með eða án vísitölu. Auk
þess áskilur nefndin sér útgáfurétt á öllum leirnum, sem berast kann.
án þess að verðlaun hljóti. Mörgum finnst þetta síðastnefnda benda
til þess að nefndin viti ekki hvað hún gerir, en vér hyggjum, að þarna
ætli hún einmitt að vera glúrin og hyggist geyma lakari kvæðin þangað
til Hólastóll fer að júbílera.
FRJÁLS ÞJÓÐ
var með einhverjar dylgjur um það, kring um miðjan sl. mánuð, að
benzínverð í landinu væri í þann veginn að hækka upp í 3 krónur
líterinn, sem verður að teljast rausnarlegt, ef satt reynist. I bili getum
vér hvorki játað þessu né neitað, en heyrt höfum vér, að Eysteinn
hafi vaknað einn morgunin með fjárkláða í vinstri lófa, og allir vita,
hvað það þýðir. Nú er bara eftir að vita, hvort eigendur bíla og
heimilisdráttarvéla hafa vaknað þennan sama morgun með kláða
í hægri lófa, en það þjðir aukin útgjöld, sem kunnugt er.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
getur þess með nokkrum trega, að rússnesk-tékkneska sýningin í
Miðbæjarskólanum verði óupplýst, og kennir þetta verkfalli rafvirkja,
sem þó varð æði skammvinnt. Vér hyggjum rafvirkjana vera saklausa
af þessu, eða svo til. Engum dettur væntanlega í hug að fara að
kenna þeim þótt erindi Ólafs Thórs til útlanda fyrir skömmu sé
— og verði — óupplýst.
BÓKASÝNING
hefur verið opin hér í höfuðstaðnum undanfarnar vikur, á vegum
Sambands Norrænna Samvinnufélaga, og þarf varla að taka fram,
að landinn setti þar öll metin, hvort sem miðað er við fólksfjölda eða
annað. Mun og engin þjóð nema íslendingar hafa unnið það afrek
að gefa út þýdda sveita-rómantíkur-reyfara frá nágrannaþjóðunum
í 90-króna útgáfu og á myndapappír — og það í pappirshallæri.
SENDIHERRA
Brasilíu hér á landi, sem ekki ætlar að verða hér á landi, var samt
á ferðinni hér á landi fyrir nokkru, þeirra erinda að afhenda forseta
vorum trúnaðarbréf sín, en svo nefnast leyniskjöl, sem slíkir
embættismenn ganga alltaf með fulla vasa af. Oss finnst það nú fyrst
og fremst vantraust á póstveseni voru að setja ekki slíka pappíra
í ábyrgðarpóst stað þess að vera að skondra með þau sjálfir. Má
benda á, að veseninu er trúað fyrir því, sem d'rmætara er, þar
sem eru stórar sendingar af vönduðu og dýru áfengi, og virðist ekki
koma að sök, nema hvað það fer í taugarnar á stórstúkuþinginu ■—-
sem má telja kost fremur en galla.
MOLOTOFF
var fyrir skömmu eitthvað að
flækjast vestur í Ameríku, líklega
fyrst og fremst til að hlusta á
Thor tala fyrir minni S. Þ., en
þegar vestur kom, virtist samt að-
alerindið vera að ganga alveg
fram af detktívunum, sem áttu að
passa hann, með fádæma glanna-
skap. Gekk hann um allar götur
eins og venjulegur borgari og
skælbrosti jafnvel framan í
gangstera, en þeir urðu svo hrifn-
ir af þessu hugrekki, að nú hefur
Toffi verið gerður heiðursfélagi í nokkrum merkum óaldarflokkum þar
vestra. Loksins beit hann höfuðið af skömminni með því að fara á
abstraktsýningu, en þar ku hafa liðið yfir hann; til mikillar hrellingar
fyrir atómskáldin, sem höfðu ætlað sér heiðurinn af þessu yfirliði.
GUÐMUNDUR í.
hefur verið settur bæjarfógeti í Kópavogarkaupstað, sem áður
hafði verið limaður frá lögsagnarumdæmi hans, sökum annríkis yfir-
valdsins. Líklega hefur Guðmundur þegar séð sitt óvænna, sökum
agasemi í héraði, að minnsta kosti hefur embættið nú verið auglýst
til umsóknar. Eru því allar horfur á, að fyrrvei-andi valdaménn
plássins, Þórður hreppstjóri og Rútur oddviti, verði framvegis að
berjast upp á eigin kostnað, eða í bezta falli uppá eftirlaun.
HAGSTOFA KAUPMANNAHAFNAR
hefur um langt skeið haft með höndum ýtarlega rannsókn á
hjónaböndum og útkomu þeirra og fundið út, að hjónabönd séu einna
stabílust þar sem bæði hjónin vinna utan heimilis; m. a. séu í slíkum
hjónaböndum oftast helmingi færri börn, sem getur verið mjög að
vonum ef maðurinn er t. d. næturvörður. Telur stofan æskilegast,
uppá samkomulagið og lukkulegheitin til að gera, að hjónin hittist
sem allra sjaldnast. Oss finnst þetta hafa verið alþekktur sann-
leikur, löngu áður en nokkur hagstofa var til, en vitanlega spillir
ekki að uppgötva það öðru hvoru.
KNATTSPYRNULIÐIÐ
frá Néðra-Saxlandi hefur verið hér á ferðinni fyrir nokkru, og
þarf væntanlega ekki að taka fram, að það svínburstaði innfædda,
svo að þeir urðu að láta sér nægja að læra einhver ósköp af heim-
sókninni, eins og vant er þegar svo stendur á, en annars eru margir
orðnir langeygðir eftir að sjá einhver merki alls þessa lærdóms í
auknum markafjölda. Vér verðum að láta oss nægja að gleðjast yfir
því, að ekki skyldi koma neitt lið frá Efra-Saxlandi, því að þá er
viðbúið að stjörnufræðingar einir hefðu getað botnað í tölunum
í markaskránni.