Spegillinn - 01.07.1955, Page 13
SPEGILLINN
157
VESTMANNAEYINGAR
hafa sem kunnugt er, átt við héraðsbann að búa undanfarið, og
þykir mönnum allillt, segjandi sem svo, að nóg sé að hafa Helga Ben.
Hefur þess nú verið krafizt, að ný atkvæðagreiðsla fari fram um
bannið og jafnframt hefur verið sótt um aukaskammt fyrir atkvæða-
greiðsluna, svo að menn geti gengið hressir að kjörborðinu.
SPÁNARSTJÓRN
hefur tiikynnt hátíðlega í Lögbirting sínum, að hún hyggist hefja
herför mikla gegn ólæsi í landinu, en ef einhver skilur þetta ekki,
má skýra það þannig, að stjórnin ætli að beita sér fyrir lesvæðingu
þjóðarinnar, en fjórði hver Spanjóli telst vera ólæs og þaðan af
verr skrifandi; þessvegna er ólestur á ýmsu þar í landi. Fregn þessi
hefur valdið óhug hjá ólæsingunum, en sökum fáfræði hafa þeir
ekki vit á að leggja þetta loforð Francos að liku við nýársloforð frá
Ólafi Thórs.
í SOVÉJTTINU
hefur verið augl'st ný finnnáraáætlun, en eftirtektarvert er, að
valdamcnn þar virðast nú hafa heykzt á þvi að leggja aðaláhrezluna
á þungaiðnaðinn, en vilja nú framleiða fæði, klæði og skæði handa
mannskapnum. Vér vorkennum vorum eigin kommum mest að þurfa
að vera að svissa svona til í sífellu; hamingjan má vita, hve mikið
þeir eru þegar búnir aðleggja í kostnað, með aðaláherziuna á þunga-
iðnaðinn fyrir aagum.
MORGUNBLAÐIÐ
er eitthvað miður sín yfir því,
að Tíminn, samherji hans hefur
haft við orð að sprengja Morgun-
blaðshöllina i loft upp og liðka
þannig um trafíkina í Miðbænum,
sem allir vita, að á við þrengsli og
erfiðleika að stríða. Hefðir þú,
kollega sæll, haft sinnu á því,
i raunum þínum, að koma til vor,
hefðum vér getað kennt þér ó-
brigðult ráð til að fá samherja
þinn til að skammast sín. Ekki
hefði nú þurft annað en bjóða
Sambandinu höllina til kaups og
sjá svo til, hvort hún hefði verið mikið sprengd í loft upp.
STÓRSTÚKUÞING,
sem fyrir skemmstu sat á rökstólum hér í höfuðstaðnum, liafði j'mis-
legt að athuga við ástand i áfengismálum vorum — og ér ekki ný
bóla. Einkum var því lítið gefið um merkisdaga og afmæli og taldi
slíkt spilla fyrir bindindisstarfsemi í landinu, ekki síður en hitt, að
starfsmenn ríkisins neyttu áfengis í vinnutíma sínum. Virðist sem
þjngið vilji spara ríkinu útgjöld eða hitt þó he’dur með því að láta
embættismenn drekka í yfirvinnu.
hinn brezki þúsundþjalasmiður, sem er svo vinsæll hjá kollegum
sínum, að söngvararnir kalla hann leikara, leikararnir söngvara,
leikritahöfundarnir tónskáld og tónskáldin leikritahöfund, og hinir
allir fúskara — hefur nýskeð ráðizt til spilavítis eins í Las Vegas
í Nevada, til þess að skemmta þeim, sem tapa þar, og nemur þóknun
hans fyrir þessa starfsemi 40 þúsund dollurum á viku. Bendir allt
þetta til þess, að vítið séu nokkuð viss með að græða af viðskipta-
mönnum sínum. Heyrt höfum vér, að þetta sama víti hafi í hyggju að
ráða_ íslenzka landsliðið í bridge til þess að skemmta gestunum,
þegar ráðningu Noels lýkur.
handteknir vegna ölvunar s. 1. ár“, lesum vér í Þjóðviljanum fyrir
nokkru. Sýnilegt er, að hér er á ferðinni framsóknarmaður —
L'klega einn hinna óánægðu — sem auk þess er gúttapeli (og senni-
lega brotlegur). Einfaldara og sannleikanum samkvæmara hefði verið
að segja: „94% Reykvíkinga sluppu við handtöku vegna ölvunar
s. 1. ár. Tala þessi er þó ekki nógu há, þar eð meðal hinna handteknu
eru taldir aðkomumenn, sem hér hafa verið að flækjast og ekki þolað
gleðskap höfuðborgarinnar“.
„KLAKKSVÍKINGAR
verjast allra frétta", segir Moggi vor í fyrirsögn fyrir nokkru.
Oss finnst ekki nema eðlilegt, að þessir minnstu fi-ændur vorir
verði eitthvað að hafa til að verjast, úr því danskurinn er hættur að
herja á þá, en þeir hinsvegar enn vel birgir að vopnum og verjum,
sem leiðinlegt er, að þurfi að grotna niður, engum til gagns.
ÞRÍR SKIPSTJÓRAR
hafa verið sektaðir um samtals 80 þúsund krónur til Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins, fyrir smygl, og er vel við eigandi, að
óvinir þjóðarinnar verði í einum hvelli einu vinirnir, sem gagn er í
Sem betur fer, þénar jústitkassinn einnig allverulega á þessu, þar
sem hann hlýtur allt upptæka sprúttið, og ekki spillir það til, að
stjórnin skyldi hafa hugsun á að stórhækka allt sprúttverð, meðan á
rekstri málsins stóð, og getur þannig selt upptæka huggarann við
hækkuðu verði.
LÖGREGLUNNI
var 'fyrir nokkru tilkynnt á
næturþeli, að minkur gengi amok
suður í „Þorfinnshólma" og væri
góður með að drepa álftahjónin,
sem þar hefðust við, eða að
minnsta kosti unga þeirra. Var
skytta send á vettvang og kom að
vörmu spori aftur með dauðan
kött, sem mönnum ber saman um,
að hafi verið illvættur sú, er uppá
var klagað. Má búast við eftirmál-
um, bæði af hendi katttareiganda
og eins af hendi skyttunnar, sem
auðvitað heimtar sínar 60 krónur,
en sú upphæð er lögð til höfuðs minkinum. Hinsvegar er enginn laga-
bókstafur fyrir verðlaunum fyrir kattardráp, svo að viðbúið er, að
málaferlin geta orðið nokkuð flókin.