Spegillinn - 01.07.1955, Side 14

Spegillinn - 01.07.1955, Side 14
15B SPEGILLINN „. . . . ríðist þér vel ef þú notar annað en bíl . . . . “ Kjarval. Tíminn 39. árg., 137. tlb., bls. 4. Þegar fjöldi fífla vorn orðnir að biðukollum að liðinni Jónsmessu og Brynleifur farinn til Hástúkuþings, þá sat stjórn Klúbbsins á óformlegum fundi og rabbaði um til- veru hans í nútíð og framtíð. Stjórnartaumar skapa venju- lega aðkallandi vandamál og eftir því fleiri, sem meira er að stjórna. Og þessi Klúbbur, sem hér um ræðir, er ekki neinn smáklúbbur lítilla sanda og sæva, heldur ein af drif- fjöðrum íslenzkrar menningar, sem vökukonur lians trekkja jafnharðan upp, ef eitthvað ætlar að slakna á. Þær dotta aldrei á verðinum, en verða að sjálfsögðu að fá sér góðan kaffisopa öðru hverju og máske eitthvað pínulítið sterk- ara stundum, sem enginn telur þó eftir, þar sem það er greitt með afsláttarlausu útsöluverði. En nóg um það, sem og önnur einkamál. — Ykkur, kæru stjórnarsystur, er óefað kunnugt um það, oð okkar ágæti Klúbbur á aldarfjórðungsafmæli innan skamms, sagði Hallbjörg og lagði frá sér bollann eða glasið. — Þessara merku tímamóta verðum við að minnast á við- eigandi hátt, því stofnun Klúbbsins markaði á sínum tíma merkileg tímamót í sögu okkar þjóðlegu og alþjóðlegu menningar. Þessi minningarathöfn verður að sjálfsögðu að hafa á sér fullkominn menningarblæ og ætti okkur ekki að verða skotaskuld úr því, þar sem við höfum aflað okkur margháttaðrar bjálfunar og dýrmætrar reynslu, á hliðstæð- an hátt og íþróttagarpar vorir og brissspilarar, þegar þeir hafa átt við ofurefli að etja. Við ættum máske nú þegar að hefja umræður um væntanlegar hugmyndir í sambandi við afmælið, enda erum við nú að komast í ákjósanlega stemningu. — Agalega finnst mér einn aldarfjórðungur fljótur að líða, sagði Mannbjörg. — Og ég sem fékk þann óvænta heiður að fá að vera ein af stofnkonunum, þótt efnin væru rýr og manninum mínum gengi þá illa að fá kauphækkun. Mér finnst eins og það hafi verið í gær. En við höfum líka yfir mörgu að gleðjast að þessum fjórðungi liðnurn, því á honrrni hefur farsællega saman farið auðsöfnun og auð- jöfnun, eins og liann ólafur okkar sagði svo fagurlega á hátíðinni. — Þessara gagnmerku tímamóta verðum við að minnast á áhrifaríkan hátt, sagði Vittoría, sem er gift einum okkar ágætasta heildsala, er lagði ríflegan skerf til Skúla, vegna aðdáunar á frjálsri verzlun og íslenzkri listmenningu, eins og liann sjálfur orðaði það. — Það gerum við bezt með því, að sýna forystukonu okkar, bæði í Klúbbnum og menningunni, verðskuldaða virðingu og þökk í óbrotlegu bronze. Þá fengi líka okkar stórbrotni listamaður frá Mið- dal verðugt viðfangsefni að Jóni Arasyni fullgerðum. Og nú verður bráðum farið að rýma til kringum Morgunblaðs- höllina, sem Tíminn ætlar að lofa að standa „úr því sem komið er“. Við ættum því að geta fengið viðeigandi pláss. Ég vona bara að það verði ekki listamanninum fjötur um fót, að módelið sjálft er hér ljóslifandi meðal vor og út- lit þess því ekki ráðgáta, hulin í móðu liðinna alda. Þessari snjöllu ræðu frú Vittoríu var tekið með miklum fögnuði og almennu lófataki. — Ætlið þið ekki að halda einhverja útisamkomu, svo venjulegt fólk geti líka glaðst og orðið snortið af fögrum hugsjónum? skaut Díalín inní, en hún var álieyrnarfulltrúi. — Eg geri bað að tillögu minni, að við höldum vel heppnaða samkomu undir berum liimni, svo að allar stétt- ir geti tekið þátt í fögnuði okkar yfir lifandi menningar- starfi á liðnum aldarfjórðungi, sagði Mannbjörg og leit á Díalín eins og hverja aðra slettireku. Það er betra að allt sé formlegt. — Við verðum að hafa tímann fyrir okkur, einkum með tilliti til úthlutunar lóða undir sölutjöld og verðum við þá líka að tryggja okkur nægilegt landrými. Samkomu, þar sem ekkert fæst til að gleðja magann, verður að telja fyrirfram dæmda sem hreina háðung. -— Vitanlega verðum við að sjá fyrir þörfum líkamans á samkomunni, sagði Hallbjörg. — En viturlegt væri að taka tillit til þeirra háværu radda er fram hafa komið frá þeim, sem aldrei kaupa sígarettur, að þeir verði líka plokkaðir svolítið í þágu menningarmálanna og fái þannig óskorað

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.