Spegillinn - 01.07.1955, Side 22

Spegillinn - 01.07.1955, Side 22
166 SPEGILLINN „Nú er hann að lenda í höndunum á mínum mönnum", mælti lögreglustjóri. „Héðan af sleppur hann ekki“. Nú kom heil runa af símskeytum frá spæjurum, sem voru víðs vegar í New Jersey og Pensylvaniu, og voru að rekja spor, sem aðal- ega voru brotnar hlöður og verksmiðjur, sunnudagaskólar og þess háttar — allir vongóðir, og það svo að vonirnar nálguðust vissu. Lögreglustjóri mælti: „Ég vildi, að ég gæti komið skeytum til þeirra, og beint þeim norður á bóginn, en það er ómögulegt. Spæjararnir koma ekki á símstöðvarnar, nema rétt til þess að senda skeyti sin, síðan eru þeir á bak og burt og ómögulegt að hafa hendur í hári þeirra“. Þá kom næsta skeyti: Bridgeport, Ct,, 12.15. Bamum býður 4000 dollara fyrir einkaleyfi til að nota filinn þann tlma, sem spæjaramir finna hann ekki. Ætlar að líma á hann cirkus-auglýsingar. Biður um svar um hæl. Boggs. „Þetta er óðs manns æði“, æpti ég. „Auðvitað", svaraði lögreglustjóri. „Sýnilega þekkir Barnum karl- inn mig ekki, þótt hann þykist vita jafn-langt nefi sínu — en ég þekki hann“. — Síðan las hann fyrir svolátandi skeyti: Neita tilboði Barnums. Minnst 7000 dollara, ella ekki neitt. Blunt. „Hana-nú. Við þurfum víst ekki að bíða lengi eftir svari. Mr. Bamum er ekki heima hjá sér, heldur bíður hann á símstöðinni. Hann er vanur því, þegar svona stendur á. Innan þriggja . . .“. Samþykki. — P. T: Barnum. Símritunartólið kom hér inn í samtalið, og áður en ég gat sagt eitt bops til að láta í ljós undrun mína, fékk eftirfarandi símskeyti mér annað og verra að hugsa um: Bolivia, N. Y., 12.50. Fíllinn fór hér um á noröurleið og í áttina til skógarins kl. 11.50, riðlaði líkfylgd um leið, og fækkaöi syrgjendunum um tvo. — Borg- arbúar skutu á hann nokkrum smáum fallbyssukúlum og flýðu síðan. — Burke spæjari og ég lcomum tíu mínútum síðar að norðan, en tókum smágryfjur, sem á leið okkar urðu, fyrir fótaf'ór fílsins, og tafði það okkur talsvert, en lcomumst þó að lokum á rétta sporið, og fylgdum því inn í skóginn. Skriðum á fjórum fótum, til þess að týna ekki sporinu, og komumst þannig inn í runna, og var Burke á undan. Til allrar ógxfu hafði fíllinn stanzað, til að hvíla sig, svo að Burke, sem hafði höfuðið niður við jörð, rakst á afturfætur fílsins, áður en hann vissi af, að hann var þar. Burke stóð þegar upp og greip í rófu fílsins og æpti í gleði sinni: Bg heimta fundarl , . . Lengra komst hann ekki, því þá hafði fílinn þegar sundrað lionum með rananum. £V/ lagði á flótta til baka, en fíllinn elti mig með geysi- hraða, og ég hefði óhjákvæmilega verið dauðans matur, hefði ekki forsjónin sent það sem eftir var af líkfylgdinni í veginn fyrir fílinn, og tafði þannig fyrir honum. Er nýbúinn að heyra, að ekkert sé eftir af líkfylgdinni; en það er enginn skaði skeður, því hér er kappnóg efni til í aðra jarðarför. Fíllinn slapp aftur. Biunt. Nú heyrðum við ekkert frétta, nema rétt frá hinum duglegu spæj- urum, sem vortu dreifðir víðsvegar um New Jarsey, Delaware, Pennsyl- vaniu og Virginiu — og voru allir að elta mikils varðandi spor — fyrr en kl. 2 e. h., er svohljóðandi skeyti kom: Baxter Centre, 2.15. Fíllinn kom hingað allur klístraður með cirkusaúglýsingum. Tvístr- aði bxnasamkomu, og drap og limlesti marga, sem voru í þann vegin að byrja nýtt og betra lif. Borgarbúar komu honum i girðingu og settu um hann vörð. Þegar Brown spæjari kom á vettvang, nokkru síðar, fórum við inn í girðinguna til að bera fílinn saman við myndina og lýsinguna. Oll merki stóðu heima, nema eitt, sem sé örið undir bógnum, en þegar Brown fór til fílsins til að athuga það, sló fíll- inn höfuð hans í mola, svo ekki sást urmull eftir af því. Allir flýðu, einnig fíllinn, er barði frá sér til hægri og vinstri með miklum árangri. Blóðférillinn frá fallbyssuskotsárunum sést eftir liann, svo enginn vafi er á, að hann finnst fljótt. Hélt suður á bóginn, inn í þéttan skóg.... Brent. Sá sem notar KODAK FILMU getur verið öruggur um að fá góða mynd Umboðsmenn fyrir KODAK LIMITED, VERZLUN HANS PETERSEN H.F. Bankastræti 4 Kodolí cr shráö vörumérki. Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór Pétnrsson — Ritstjórn og afgreiðsla: Smáragötu 14, Reykjavík — Sími 2702 — Árgangur- inn er 12 blöð; um 220 bls., efni — ÁskriftarverS kr. 75.00 — er- lendis kr. 85.00; greiðist fyrirfram — Áritun: SPEGILLINN, Póst- hólf 594, Reykjavík — Blaðið er prentað í Isafoldarprentsmlðju hX (Frh. í næsta blaði).

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.