Spegillinn - 01.02.1957, Síða 13

Spegillinn - 01.02.1957, Síða 13
SPEGIL.LINN 37 Roknrinn minn sngði... góðan daginn og gott er nú veðrið, þegar ég datt inn til hans á þriðja degi flugmannaverkfallsins. — Gleymdu ekki færðinni, sagði ég. — 0, hún hefur nú ekki svo mikla hernaðarþýðingu fyrir mig, sagði rakarinn minn, og skellti mér niður í stólinn. Ég á ekki svo langt heim og treysti þá bezt mínum tveimur jafnfljótu. — Svo að þú ert ekkert sérlega knekkaður yfir flugverkfallinu ? — Ég hef engan heyrt fjargviðr- ast yfir því nema einn mann, sem ég veit annarsstaðar frá, að þorir ekki upp í flugvél fyrir sitt auma líf. Það er verst fyrir þessa, sem þurfa að fara á kongressana, en fyrir hina, sem borga undir sig sjálfir, er það beinn sparnaður, sem Eysteinn ætti að hafa vit á að skattleggja. — Þú hefur heyrt um þessar rannsóknir skattstofunnar á utan- förum manna, árið sem leið? — Jú, heyrt hef ek víst, sagði rakarinn minn. Þeir eiga víst von á góðu, ha, ha! — Þeir eiga víst hvorki von á neinu góðu eða illu, sagði ég. — Veiztu ekki, að þetta er gert til þess að geta skattlagt hina, sem ekkert hafa hreyft sig. — Hvernig geta þeir það? — Eysteini er ekkert ómáttugt. Hann bendir einfaldlega á það, að sparnaður sé sama sem tekjur; svo er hverjum manni áætluð, segjum, ein utanför á ári, og þeir, sem ekkert hafa farið, eru svo skatt- lagðir fyrir því sem ferðin kostar. — Þá fer ég að skilja betur verk- fallið hjá flugmönnunum. — Mikið var. Þér hefur þó von- andi aldrei dottið í hug, að þeir vildu endilega komast upp í 300 þúsund króna tekjur? — Nei, mér taldist svo til, að þó að þeir fengju þessa hækkun, myndi ekki hækka í þeirra eigin vasa um einn einasta eyri, og að þetta væri klókindabragð hjá Ey- steini til að skattleggja flugfélögin gegn um flugmennina. En nú sé ég, að Eysteinn hefur farið fram úr mínum beztu vorum og að þetta er gert til að skattleggja nokkur þúsund manns, sem sitja á sínum rassi í staðinn fyrir að vera að þeytast út um hvippinn og hvapp- inn. En mér finnst bara, að hann gæti tekið þetta á breiðara grund- velli og stoppað skipin líka. — Það er ekkert upp úr því að hafa, nú orðið. Og svo dugar heldur ekki að stoppa allan innflutning á Færeyingum, þegar verst gegnir. — En segðu mér eitt, sagði rak- arinn minn, um leið og hann klippti skarð í eyrað á mér. Hvernig fóru þeir að þvx að koma Rút á þingið hjá S. Þ. í strækunni? — Það fer nú tvennum sögum af því. Sumir segja, að hann verði far- inn áður en hún byrjar, en aðrir, að Kaninn hafi gert þeim þann greiða að taka hann vestur í sprúttvél, sem var að fara héðan tóm. — Það kemur nú ekki til mála, að hann hafi farið að láta Kanann flytja sig. — O, blessaður vertu, þú veizt, að kommarnir eru hreint ekkert af- undnir við Kanann lengur. Hlust- aðirðu ekki á útvarpsumræðurnar, maður? — Nei, ég lét mér nægja að lesa í blöðunum á eftir, að þar hefðu verið fullkomin rökþrot hjá öllum. En segðu mér annað. Verða þeir nú ekki í vandræðum að koma Haraldi til Osló ? — Jú, og fróðir menn segja, að það hafi verið ein ástæðan í viðbót til þessa verkfalls. Meðan Harald- ur kemst ekki héðan, þurfa þeir En af hverju stafar l>ögn- Tíraans? Stafar hún ef til vill af því að Eysteinn J 'msson f jármálaráðherra á sæti í bankaráði Framkvæmdabank- ans og lagði blessun sína yfir f járausturinn til Glernteyp- unnar? Og af hverju staíar þftgn Aiþýðubiaðsins? Verður hún ef til vill skýrð með því að Gylfi Þ. Gislason inenntamála- ráðherra á sæti í bai«!;gráði Framkvæmdabankans og lagði blessun sína yfir inilljó ftrnar áður en Heimdelliugarnir fengu þær? Og- hvers vegna gefur Framt- kvæmdabankinn ekki út opin- bera skýrslu nm afskipti sin af Glersteypumálinu, fyrsta afrcki bankans í ísienzka at- vinnuJtfi ?

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.