Spegillinn - 01.02.1957, Side 14

Spegillinn - 01.02.1957, Side 14
38 SPEGILLINN ekki að fást neitt við þetta vand- ræðaspursmál um eftirmann hans. — Mér finnst nú, að ef það er vandræðaspursmál, hljóti þeir, sem með það fara að vera vandræða- gemlingar. Þá er orðið lítið eftir af sexappílinu hjá frammámönnum Alþýðuflokksins, ef þeir geta ekki með töfrum sínum fengið Rann- veigu til að setjast í sætið hans Haraldar. — Gylfi ku hafa reynt en komið fyrir ekki. En annars skil ég nú aldrei þetta uppátæki hjá Rann- veigu að vera að svissa úr Fram- sókn yfir í Alþýðuflokkinn. — Hún getur vel hafa ætlað sér að verða forseti á því, en svo sleg- ið því frá sér aftur og þá ekki haft neitt í flokknum að gera leng- ur. — Hún gæti þó alltaf haft upp úr bví þingmannskaup í þessu til- felli. — Þingmannskaup, þó, þó! Þú ættir að heyra, hvernig framsókn- arþingmennirnir láta yfir því, þeg- ar þeir eru að reyna að fá afslátt á klippingunni hjá mér. Þetta hlýt- ur að vera eitt heimsins örreyti. — Að vísu, en það vill nú stund- um slæðast sitthvað með, fyrir ut- an guðsblessunina. Þeir gætu t. d. látið hana hafa eitthvað af bitling- unum hans Vilhjálms míns Þorn, ef hann fer að verða sendiherra, eins og nú er helzt á döfinni. — Enga trú hef ég á því. Ég hef látið mér fortelja, að Bensi heimti þá alla og óskerta, til þess að skað- ast ekki á að hætta við „Heima er bezt“. — Ég hef aftur á móti heyrt, að það sé Vilhjálmur, sem segi „heima er bezt“ og þverneiti að fara. — Þá finnst mér það nú fara að stíga, ef hann er farinn að þver- neita. — Svo lengi lærir sem lifir. Rarkarinn minn hvissaði klipp- unum gegn um síðasta toppinn, sem eftir var á höfðinu á mér. Ég gat aðeins litið við. Gylfi var að koma inn úr dyrunum og líktist mest sundurliðuðum reikningi. — Hver fjandinn gengur að manninum, hvíslaði ég svo að rak- arinn einn mátti heyra. — Veiztu það ekki? hvíslaði hann á móti. — Ég var að lesa í Mogganum áður en þú komst inn, að vinstristjórnin væri lömuð eftir útvarpsumræðurnar. Það virðist ekki vera nein Tímalýgi. — Þú ættir að vera að æfa þia; á píanóið, Maja mín. - Ég er að því, mamma. Ég er að æfa þagnirnar. —o— Hljómsveitin var að æfa langt og leiðin- legt verk, og allt í einu kom höfuudur þess óvænt á vettvang. — Hvað er þetta? Hversvegna eru blás- aramir ekki með? — Þeir geta ekki blásið og geispað sam- tímis, svaraði bljómsveitarstjórinn. —o— — Konan mín hefur þann slæma vana að tala við sjálfa sig. — Það gerir mín líka, en hún heldur bara, að ég lilusti á hana. — Sástu svipinn á henni frú Jensen, þegar ég sagði, að hún sýndist alls ekki eldri en dóttir hennar? — Nei, ég hafði nóg að gera að horfa á svipinn á dótturinni. — Sússa sagði mér, að hún væri að nálg- ast þrítugt. — Nefndi hún nokkuð úr hvorri átt- inni? —o—- — Þér hafið heyrt ákæruna. Emð þér sekur eða saklaus? — Það þýðir nú lítið að spyrja mig að því. Ég er ekki óvilhallur aðili. — Er Villi mikið umsetinn? — Ég hefði nú haldið það. Þegar hanu fór úr bænum, komu þrjátíu stelpur aftur í umferð. —o— — Ég sagði nú aldrei, að hann væri nízkur, en liitt sagði ég, að hann er örv- Iientur og geymir peningana í hægri rass- vasanum. — Ég er svo nærsýnn, að ég er bráðum búinn að slíta mér alveg út. —- Hvernig stendur á því? -— Ég gat aldrei séð, hvort húsbóndinn horfði á mig eða ekki, svo að ég þorði aldrei að líta upp úr.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.