Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.02.1957, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 39 Ferð inn í framtíðina Við stóðum og horfðum á Tjörn- ina, drengurinn og ég. Ráðhúsið speglaðist glæsilega í grænmórauð- um vatnsfletinum. Þannig nýtur það sín bezt, einkum ef vatnið gár- ast mátulega. Á torginu stendur táknrænt minnismerki með svo- felldri áletrun: ,,Hér hefur verið mest dansað á Islandi". Áðan skein kvöldsólin á það, en nú er hún að hverfa bak við turn útvarpshallar- innar og geislar hennar mynda gloríu um höfuð þessarar miklu menningarstofnunar. — Eigum við að ganga hér suð- ur fyrir þar sem Fríkirkjan var? spurði drengurinn. Svo löbbuðum við við í hægðum okkar, því ég er orðinn gamall og mæðinn. — Heyrðu Kibbi, sagði drengur- Var ekki óttalega leiðin- mn. um í óperuskólann og verða svo hetjutenor í óperunni. Ekki er það neitt vandamál en bara voðalega gaman. — Ja svona er þróunin skal ég segja þér. Okkur þótti voðalega gaman að lifa og starfa þegar stóru menningarmálin, er svo góða raun hafa gefið, voru í deiglunni. Það er alltaf gaman að sjá eitthvað stórt verða til. Hugmyndir kvikn- uðu og við gerðum þær að veru- leika með áhuga og fórnar- lund. Það kom okkur líka til hjálp- ar og eftirkomendunum til hag- ræðis, að þá fannst ráð til að lækna helsýkina, sem komin var í efna- hagsmálin og ætlaði þau lifandi að drepa. Við áttum enga óperu, nema smá tilraunir þegar Stina Britta gat komið. En svo komst hún Ragn- hildur á þig og þá fengum við Óperuna, svo að nú getur þú um- svifalaust orðið hetjutenor. Það hefði ég ekki getað, þó að ég hefði haft einhverja rödd til að syngja með. — Ósköp hefurðu nú átt bágt, Kibbi minn, að geta ekki orðið neitt, sagði drengurinn og varð klökkur, því við erum góðir vinir. Við löbbuðum áfram og horfð- um á glæsilegar byggingar. Þetta hefði nú þótt fjárfesting í lagi hér áður fyrr, þegar þrotlaus barátta var háð við braggana og alltaf skorti lán til að koma þeim fyrir kattarnef, þrátt fyrir einlægan vilja. Og litirnir glöddu mína gömlu listrænu sál. Sennilega 40-50 skrifborö á HeiéarfjaHi legt þegar þú varst ungur og menn- ingin frumstæð eða engin, ekki einu sinni ópera, hvað þá annað. — Onei, drengur minn. Við höfð- um okkar vandamál og leystum þau með prýði, eins og raun ber vitni. Ef að þér og þínum jafn- öldrum tekst að ávaxta arfinn og skapa ný menningarverðmæti til jafns við okkur, þá væri gaman að lifa næsta aldamorgun. — Ég held að það hafi verið ósköp leiðinlegt að eiga við þessi vandamál í gamla daga, sagði drengurinn og varð hugsi í skiln- ingsleysi sínu. — Nú ætla ég bráð-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.