Spegillinn - 01.02.1957, Síða 19
SPEGILLINN
43
Frændinn úr flotanum
— Sæll, Villi, sagði ég um leið og ég opnaði dyrnar.
— Hvað í ósköpunum ertu . . .
— Eg stanzaði þarna, því að ég var farinn að tala við
tóman dyraþröskuldinn. Frændi minn hafði aðeins hnerrað
upp úr sér, sem hefur ef til vill átt að vera kveðja, en síðan
þotið fram hjá mér, og var nú kominn að skápnum í stof-
unni og farinn að athuga innihald hans.
— Eg er að flýta mér, sagði hann, og tók út viskíflösku.
— Æ, náðu mér í glas. Þú getur haft þau tvö, ef þig langar
sjálfan í einn lítinn.
— Það er gott, að þú kannt að láta eins og þú sért lieima
hjá þér, urraði ég. — Það er hann Villi, bætti ég við, þótt
ónauðsynlegt væri, við konuna mína, sem kom inn, bros-
andi út undir eyru og bar tvö glös.
Verðisir Hanni-
bal kasfað
fyrir borð?
STERKUR orðrómur hefur
gengiö um þaff undanfariff, aff
til mála hafi komiff innan her-
buffa „vinstri stjórnarinnar"
aff kasta bráffabirgffalagaráff-
herranum, Hannibal Valdi-
jmarssyni, fyrir borff og setja
bróffur lians, Finnboga Rút, í
iráffherrastói hans.
— Ertu búinn að fá frí aftur, Villi? spurði Sjana. — Ég
hélt, að skipið þitt væri einhversstaðar úti á rúmsjó við
lieræfingar.
— Við komum til Portsmouth í morgun, sagði Villi. (Allt
í lagi, ég skal liella í — ég er ekki eins hræddur við glerið
og þú). Það var einhver bilun í vélinni, og með réttri með-
ferð ætti liún að geta dugað okkur í hálfan mánuð.
— Þú lætur ekki á þér standa að fá þér frí, sagði ég.
— Eg er alls ekki í fríi, kall minn. Eg er í Portmouth í
löglegum erindum með skip mitt, svaraði Villi og svelgdist á.
— Ég er að birgja skipið upp með sprútt.
— Ef ég man rétt, er sprúttsalinn ykkar ekki nema nokk-
ur skref frá höfninni. Ég býst við að yfirmaður þinn sé
farinn að líta á klukkuna og tvístíga.
—, O, liann þekkir mig, svaraði Villi, góðlega. — En
það er nú sama um það, ég verð að ná í næstu lest. Ég skrapp
rétt til þess að tala við þig um fríið.
— Ekki get ég gefið þér frí.
— Það hef ég þegar fengið. Langt frí um aðra helgi. En
það var um hitt, hvernig við eigum að haga þessu fríi, sem
ég vildi tala við þig.
— Þú ert velkominn hingað, sagði Sjana.
— Já, en ég vil ekki koma hingað, svaraði Villi.
Sjana setti upp móðgunarsvip en mér létti.
— Nú, ekki það? sagði ég. — Nei, auðvitað er barizt um
þig. En hversu þungt sem okkur fellur það, viljmn við hins-
vegar ekki taka þig frá neinum örðum. Nei, nei, Sjana!
Þú mátt ekki fara að neyða hann Villa . . .
— Ef þið vilduð vera svo væn að leyfa mér að skjóta
inn einu orði á rönd, sagði Villi kuldalega, — ætla ég að
lialda áfram. Eg ætla að fara að segja ykkur frá þeim ráð-
stöfunum, sem ég hef gert. Þið munið eftir kofanum hans
Jóns, í Cornwall. Þið getið fengið hann ef þig viljið.
— Já, en fjandinn hafi ef ég ætla að fara að traska þangað
um hávetur, sagði ég.
Jón og kona hans eru kunningjar okkar. Þau eiga þennan
bannsetta kofa og eru þar fáeinar vikur á hverju sumri, en
að öðru leyti leigja þau hann út við okui*verði. Nema á
veturna leigja þau hann vitanlega fyrir það, sem þau geta
fengið. Venjulega þrjátíu kall á viku.
— Þetta gæti komið til mála, sagði Sjana. En verður kof-
inn bara ekki leigður um aðra helgi?
— Nei, það verður liann ekki, sagði Villi. Ég hringdi í
Jón af stöðinni. Hann ætlar að láta ykkiú* hafa hann yfir
helgina fyrir sextíukall.
Er hanri vitlaus? Ég treysti mér til að fá hann fyrir
helmingi minna.
— Getur vel verið, svaraði Villi. — En ég var nú að flýta
mér og gat ekki farið að standa í neinu þjarki um verðið.