Spegillinn - 01.02.1957, Page 20
44
BPEGIULINN
— Attu við, að þú sért þegar búinn að leigja kofaskratt-
ann fyrir okkur og í mínu . . .
— Suss, ekki svona orðvondur, svaraði Villi.
— Ég liefði fremur lialdið, að þú vildir eyða þessu smá-
fríi þínu í London þar sem allar skemmtanirnar eru, sagði
Sjana.
— Cronwall er ágætis staður, svaraði Villi. — Fallegt
útsýni yfir sjóinn ágætur rjómi . . .
— Já, sjálfsagt, svaraði ég. — Og er ekki ágætt benzín
þar líka? Hvernig heldurðu, að ég geti . . . ?
— Ég hef séð fyrir því, svaraði Villi. — Talaði við hann
Benna, sem fær benz'ín eins og hann vill. Hann bara fyllir
bílinn hjá sér og svo tappið þið það bara yfir á þinn bíl . . .
—- Eg hef ekkert á móti því, að Benni komi með okkur,
ef þú óskar þess, sagði Sjana.
— Auðvitað óska ég þess.
— Mér datt nú í hug, að það gæti kannske orðið nokkuð
kalt þarna á þessum tíma árs.
— Okkur sjómönnunum verður aldrei kalt. Þú skalt ekki
vorkenna inér. Og þetta verður ótrúleg hressing fyrir ykkur.
En fyrst þetta er nú alltsaman um götur gert, verð ég að
fara að komast af stað.
— Já, en Villi, það var eitt eða tvö smáatriði . . .
— Nei, þau eru engin, svaraði Villi, um leið og hann
hellti sér ríflega í glas og renndi því niður, samstundis.
— Allt ákveðið. Benni kemur hingað um miðjan dag á
föstudag og tekur ykkur með. Það eina, sem þið þurfið
að hugsa um, er maturinn. Þið ættuð að vera þakklát fyrir
að allt ómakið er tekið af ykkur.
— Já, en, Villi . . .
— Lestin er að fara, svaraði Villi. — Ég er á vakt um borð!
Og Villi var horfinn.
— Já, Villi er löngum sjálfum sér líkur, svaraði ég. Fyrir-
gefðu, elskan.
— Mér finnst Villi ágætur, sagði Sjana. — En . . .
vel á minnzt: Hvað um hana Betty James?
— Hvað um hana?
— Já, hann var svo mikið að flýta sér, að hann nefndi
hana ekki einusinni á nafn. Hversvegna notar hann ekki
fríið sitt til að fara út með henni að skemmta sér? Hann
er alveg dauðskotinn í stelpunni, veit ég.
— 0, við skulum lofa lionum að sjá fyrir því. Auðvitað
kemur hann með hana með sér til Cornwall.
— Hann hefði nú getað staðið sig við að nefna það við
okkur, sagði Sjana.
— Ég veit. Það verður ekki á allt kosið.
Já, það var orð að sönnu; það varð ekki á allt kosið.
Þegar fríið kom, var hundaveður og kuldi. Og svo rigning.
Benni kom og tók okkur, en Villi lét bara ekki sjá sig.
— Hvar í fjandanum getur mannfýlan verið? sagði ég
og reyndi að troða í dyragættirnar, til þess að útiloka mesta
súginn.
— 0, fríið hans hefur sennilega verið afturkallað, sagði
Sjana og herti kápuhettuna um höfuðið.
— Hann hefði getað símað.
— Það tæki sennilega vikuna að koma skeyti hingað,
sagði Sjana.
— Kannske liann komi á morgun.
En Villi kom hvorki á morgun né liinn daginn.
Við brutumst svo hnerrandi lieim á mánudag. Um kvöld-
ið sátum við bæði við snarkandi eldinn heima hjá okkur,
þegar síminn liringdi.
Ég lagði frá mér glasið, sem í var heit mjólk og viskí og
stikaði í símann.
— Halló, gamli! sagði Villi.
-— Er það þú? urraði ég. — Sjáðu nú til, Villi . . atch!
— Ha?
— Eg var bara að hnerra. Ilvar hefur þú verið? Hvers-
vegna komstu ekki með okkur í kofann?
— Hvaða kofa? Hvað áttu við, að ég hafi ekki komið?
— Þú veizt mætavel, hvað ég á við. Kofinn, sem þú
leigðir fyrir okkur yfir helgina.
— Já, en, góði maður, sagði Villi, steinhissa, — það
var aldrei sagt eitt orð í þá átt, að ég færi þangað. Bara þú
og Sjana. Og Benni til þess að hjálpa með benzínið. Vel á
minnst: hann hefur vonandi mætt?
— Vitanlega. Og lá ekki sem bezt orð til þín, sem engin
furða var. Svei mér ef ég er ekki alveg gáttaður á þessu
framferði þínu, Villi.
— Já, en góðurinn minn, þú ætlast vonandi ekki til, að
ég fari að eyða dýrmætu fríi í svona hundsrassi. Ég fæ alveg
nóg af Cornwall án þess, þakka þér fyrir.
Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Villi gerði mig orðlausan.
— En hvað meintirðu þá með því að fara að narra okkur
þangað, og koma svo alls ekki sjálfur?
— Það var til þess að koma honum Benna burt úr borg-
inni, vitanlega! Ef þú vilt vita það, er hann óþarflega mikið
á eftir henni Betty, en ég vildi hins vegar hafa hana í friði
þegar ég ætti frí.
Mér svelgdist á. — Ég skil. Og til þess hefurðu stofnað
til þessara þjóðflutninga.
— Vitanlega. En svo bara fór hvorki betur né verr en
svo, að ég nái alls ekki í hana; var allan tímann að hringja
hana upp, en enginn svaraði. Svo að fríið fór sem sagt
fjandans til. Hún hlýtur að hafa farið úr borginni.
— Já, það gerði hún, svaraði ég.
— Hvernig veiztu það?
— Hún var hjá okkur í kofantun. Sjana vildi gera þér
þann greiða að bjóða lienni með okkur.
Hinumeginn við vírinn mátti heyra einhverskonar
sprengingu.
— Það var leiðinlegt, að þú skyldir ekki sjá þér fært
að koma, sagði ég liógværlega. Hún saknaði þín fyrst
til að byrja með, en svo bætti Benni úr því. Ég vil ráðleggja
þér að stryka símanúmerið hennar út úr vasabókinni þinni.
Eg hengdi upp heyrnartólið og labbaði mig í stólinn aft-
ur. Svei mér ef ekki kvefið í mér snarbatnaði.