Spegillinn - 01.02.1959, Blaðsíða 5
2. TÖLUBLAÐ
Febrúar 1959
34. ÁRGANGUR
KÍNVERSKIR
stjömuspekingar gera ráð fyrir miklum
náttúmhamförum á svokölluðu galtarári,
en það mun einmitt vera að hefjast nú.
Oss finnst nú ekki mikið við bætandi nátt-
úruhamfarir þær, er verið hafa í fólkinu
á síðustu árum, en kannske meina þeir kín-
versku það með þessu nafni á árinu, að
svínaríið eigi þá að ná hámarki.
ÖLDUN G ADEILD
fylkisþingsins í Suður-Dakota hefur sam-
þykkt lagafrumvarp, er mælir svo fyrir,
að á hverjum sígarettupakka, sem í rík-
inu er seldur, skuli vera hið einkar vin-
sæla hauskúpu- og leggjamerki, sem sjó-
ræningjar notuðu forðum daga, þegar at-
vinna þeirra stóð í blóma, en síðar lyf-
salar, og táknar merkið í báðum tilfellum
dauðann og djöfulinn. Er tilgangurinn með
þessu sá að venja fólk af sígarettunum eða
líkkistunöglunum, eins og þær em stund-
um nefndar. Eigi hefur oss tekizt að hlera,
hvort skógræktin í ríkinu á að fá prósent-
ur af spillingunni, eins og sumstaðar gerist.
YFIRHERSHÖFÐINGI
flughers Bandaríkjanna hefur trúað Þjóð-
viljanum fyrir því, að atómstríð mundi
ekki standa nema tvo-þrjá daga. Kemur
mörgum undarlega fyrir sjónir, að einmitt
þetta blað skuli auglýsa það sem helzt
mætti segja svona stríði til afbötunar, og
sést nú bezt hvort ekki var rétt að hleypa
Magnúsi vestur, en þó ber að víta, að hann
skyldi liggja á þessum fróðleik svona lengi
og láta þannig Emil vera að bjástra í vísi-
tölutildrauningum og öðm slíku stússi, sem
allt er gert á þeim forsendum, að atóm-
stríð taki að minnsta kosti mánuð.
RÍKISÚTGÁFA NÁMSBÓKA
ákvað fyrir svo sem tveim ámm að koma
upp sérstöku skólasafni, er hafi inni að
halda allskonar námsbækur og kennslu-
áhöld. Mun hér fyrst og fremst um að
ræða bækur þær og áhöld, sem skólar
landsins hafa alls ekki efni á að eiga og
mun til þess ætlazt, að kennarar komi til
höfuðstaðarins svo sem einu sinni á ári og
segi svo nemendum sínum frá þessum
furðuáhöldum, þegar heim kemur. Er hér
um að ræða hina beztu sparnaðarspekúla-
sjón.
FRÁ KUBU
bárast oss þær fregnir fyrir nokkru, að
Fidel Castro lægi bakk með háan hita, og
væri talið, að hann hefði lagt sér til in-
flúenzu. Auðvitað spurðumst vér nánar
fyrir um líðan landsreddarans og kemur
þá í ljós, að hann er með enga inflúenzu,
heldur finnst honum, að nú þegar bylt-
ingin er lukkulega af staðin, sé honum ó-
hætt að viðurkenna, að hann sé ekki eins
kaldur og menn höfðu haldið.
TÍMINN
(hin hlutlausa stjómarandstaða) upplýsir
oss um það fyrir nokkm, að þá sé annar
hvor Akureyringur á skautum, og er það
einkum að ágætum haft, að þar í bland
séu jafnvel ráðsettar frúr. Svo margt hef-
ur blaðið sagt oss á imdanförnum árum
af lauslæti sauðskepnanna í Eyjaíirði og
nágrenni, að nú þorir það ekki annað en
taka það sérstakiega írarn, að frúrnar séu
ráðsettar. Auðvitað var vamagli þessi aliur
hinn þarfasti, en hafði hara þær afleið-
ingar, að stórlega hefur dregiö úr skauta-
sókn karlmanna norður þar, að því er
fréttaritari vor tjáir oss.
ÁRÓÐURSMAÐUR
trúleysingja austin: í Sovétti, Fadeyeff að
nafni, hetur af mikilli hreykni bent á þá
staðreynd, að gervihnettir kommanna hafi
ekki orðið neins varir á flakki sínu er geti
sannað tilvem guðs. Sagt er, að mann-
greyið hafi fengið bágt fyrir þetta hjá hús-
hændum sínum, sem hentu honum á það,
að ennþá smðugra hetði það verið upp á
orðstír spúttnikkanna, ef þeir hefðu getað
sannað svo ómögulegan hlut sem tiiveru
gusð.
KRUSEFF
flutti á nýafstöðnu ílokksþingi kommanna
í Moskvu ræðu eina, sem tók sex klukku-
stimdir stifar, en áður haíði hann þó verið
svo salla-aimennilegur að ráðleggja áheyr-
endum sínum að taka með sér nestisbita
til að nadda í undir ræðunni. Flestir
hlýddu þessari ráðleggingu og meira að
segja er sagt, að einn sendifulltrúi úr lepp-
ríkjunum hafi verið svo forsjáll að taka
með sér yfirsæng og kodda. Eigi er þess