Spegillinn - 01.02.1959, Side 6
3D
SPEGILLINN
getið, hvemig þessi vittíhið hafi verkað á
konxmana, en viðbúið þykir, að maður
þessi verði eftir í Sovéttinu, til að gegna
þar „sérstökum störfum í samræmi við
hæfileika sína“.
VILLIHESTUR
ættaður frá Grímsstöðum á Fjöllum, slapp
vestur yfir Jökulsá fyrir fjórum árum og
hefur ekki orðið handsamaður síðan, þar
til nú fyrir skömmu, að hestamaður einn
á Húsavík keypti í honum vonina, og gerði
síðan út leiðangur með tíu hjóla trukk og
snjóbíl þar ofan á. Var klárinn eltur í sjö
klukkustundir áður en hann náðist, og síð-
an fluttur til byggða, en svo er skepnan
villt, að ekkert verður við hana tjónkað.
Er nú helzt talað um að fá Gunnar Bjama-
son til að sansa hann með dálitlu hest-
mannarabbi, og dugi það ekki á að kalla
Sigurð frá Brún til hjálpar.
AKUREYRINGAR
em famir að hugsa um það í fullri al-
vöm að sameina löggæzlu og brunavörzlu
í höfuðstað Norðurlands. Oss finnst þetta
liugmynd, sem allir bæir landsins ættu að
taka upp nú þegar, þar sem það hlýtur
að veda jhinn mesti vinnusparnaður að
geta nappað brennuvargana mn leið og
slökkt er í kofunum.
DANSKUR GUÐFRÆÐINGUR
hefur birt ritgerð í fagtímariti þar í landi,
er hann nefnir „Grasafræði Biblíunnar“.
Bendir liann fyrst og fremst á það, að í
elztu textum heilagrar ritningar sé hvergi
sagt, að það hafi verið epli, sem Eva dobl-
aði Adam með, enda vaxi þau hvergi í ná-
grenni við Edensgarðinn, heldur hljóti það
að liafa verið apríkósa, sem varð mann-
kyninu svo> örlagaríkur ávöxtur. Með til-
liti til þess, hvílíkum mglingi það getur
valdið í trúarlífi heilla þjóða, að koma
með svona nýjungar, finnst oss svona menn
eigi ekki að ganga lausir, en auk þess er
nú granur vor sá, að klerkur eigi hluta í
ávaxtabúð, sem liggur með birgðir af ó-
seljanlegum apríkósum, og sé svo, fara vís-
indin strax að verða skiljanlegri og alþýð-
legri.
EYSTEINN
spurðist nýlega fyrir um það á sjálfu Al-
þingi, hvort kasta ætti greiðsluafgangi V-
stjómarinnar í gin verðbólgunnar. Þótti
þetta óþarfa kurteisi, þar sem jafnvel Ey-
steinn vissi, að þetta hafði þegar verið
gert, vegna þess að nýja stjórnin vildi ekk-
ert hafa með að gera aura frá tíð Eysteins,
og kallaði þá jafnvel blóðpeninga.
FIDEL CASTRO,
hinn ágæti byltingarforingi Kúbrunanna,
lxefur látið hafa það eftir sér, að gefnu
tilefni, að spilavíti verði alls ekki lögð nið-
ur þar í landi, heldur verði þau rekin
áfram, en aðeins fyrir túrista, og landsins
eigin börnum bannaður aðgangur að þeim,
líkt og gerist í Mónakó. Hins vegar mun
landsins eigin börnum alls ekki harðbann-
að að myrða útlendingana, þegar þeir
ganga út úr vítunum með gróðann upp
á vasann, og mun því ráðlegra fyrir þá,
sem tapað hafa að vera ekki að setja upp
neinn lireystisvip, þar eð slíkt gæti valdið
hinum mestu vonbrigðum fyrir tvo aðila.
í DÖNSKU ÞORPI
bar svo til undir nýbyrjaðri messu, að
söngfólkið ásamt organistanum leið út af
og söng þá að sjálfsögðu ekki meira í bili.
Var það kolsýrlingur frá kirkjuofninum,
sem þama var að verlti. Þegar allar gátt-
ir kirkjunnar höfðu verið opnaðar tók
mannskapurinn nokkuð að hressast, svo að
messan hafði sinn gang, enda þótt nú væri
orðið illvært í kirkjunni sökum kulda,
nema hvað presturinn gat talað sér til liita.
Er sá grunur manna, að einmitt hann hafi
att sök a kolsyrlingnum, og viljað sýna
sóknarbömimum ofurlítinn forsmekk þess,
sem biði þeirra hinumegin, ef þau höguðu
sér ekki skikkanlega hémamegin.
RAINIER FURSTI
í Mónakó — maðurinn hennar Greis, þið
vitið — liefur heldur en ekki hrist úr
klaufunum nýlega, með því að leysa upp
bæði þingið og íhaldsbæjarstjómina í
Monte Carlo og þannig létt stórlega á
fóðrunum í ríki sínu. Kveðst liann ekki
láta af hendi tangur eða tötur af einræðis-
valdi sínu. Margir hafa orðið hissa á þess-
um snögglega skörungsskap furstans, og
skæðar tungur segja, að tengdamamma
hans í Ameríkunni muni standa fyrir
þessu.
LÖGFRÆÐINGAR
hafa á fjölmenniun fundi í félagi sínu orð-
ið mikið til sammála um nauðsyn þess að
stofna embætti opinbers saksóknara hér á
landi, í stað þess að nú er ákæruvaldið í
liendi pólitísks ráðherra. Benda þeir á þá
óneitanlegu staðreynd, að aUtaf sé hægt
að tefja framgang mála mánuðum og ár-
um saman, með tiltölulega lítilli fyrirhöfn
og geti delínkventamir þannig heðið þang-
að til þeirra maður verður dómsmálaráð-
herra og þannig sloppið billegar en efni
standa til. Sagt er að núverandi og tilvon-
andi glæponar séu lítt hrifnir af þessari
nýjungagirni lögfræðinganna.
HAUSAVEIÐARAR
á Borneo, sem lengi hafa verið illræmdir
og tafið á einn og annan hátt fyrir eðli-
legri fólksfjölgun þar í landi, munu nú
vera að syngja sitt síðasta og segja fræði-
menn, að kynflokkur þessi sé nú varla
meira en 18 þúsund manns, og það með,
að menn þessir — ef menn skyldi kalla —
séu á fullkomnu steinaldarstigi og þar til
smávaxnir og illa á sig komnir líkamlega.
Má af þessu ráða, að þeim hafi ekki allt-
af orðið gott af sviðunum, enda hafa þau
víst aldrei verið borin fram í verðlauna-
trogi.
VESTUR í MICHIGAN
fannst fyrir nokkm gaddfreðinn maður
úti á víðavangi, en fyrir einhverja rælni
manna vom samt gerðar lífgunartilraunir
á hræinu og með þeim árangri, að það
lifnaði við, öllrnn viðstöddum til hinnar
mestu furðu. Kom það í Ijós, að maður-
inn hafði verið svo prýðilega hífaður, að
blóðið gat bara alls ekki frosið í honum,
sökum hinnar ríflegu alkóhólprósentu.
Láta bindindismenn sér fátt um finnast,
en lögreglumenn urðu harla glaðir og ætla
framvegis að framkvæma spírapmfu á
mönnum með því að hraðfrysta þá, og
dæmast þeir þá hafa verið undir áhrifum
ef þeir lifna aftur, en saklausir ef þeir
halda áfram að vera dauðir.