Spegillinn - 01.02.1959, Síða 16

Spegillinn - 01.02.1959, Síða 16
4D SPEGILLINN Framh. af bls. 37. okkur svo allt á segulböndum með fyrstu ferð. Tottenham varð allur Ijómandi af hrifningu og spenningi. — Ó, Hallbjörg, stundi hann upp, en þá stóð í honum að sinni. — Ég vona bara að útvarpið sendi hann Sig- urð, eins og venjulega þegar keppt er um þjóðarheiður vorn á erlend- um vettvangi. Og þá skal ég sýna ykkur hvort ég get ekki haft í fullu tré við hann í spennandi frá ■ sögn og þarf þó mikið til. Við vorum öll mjög ánægð með þessi málalok og þótti okkur rausn Hallbjargar mikil og kom þó ekki á óvart, því svo stórkostleg hefur hún verið árum saman, að vart mun lengra komizt. Mannbjörg flutti stutta en gáfulega ræðu og nefndi sem dæmi, að útvarpið hefði varið 15000 mínútum til er- indaflutnings á liðnu ári, sam- kvæmt skýrslu Vilhjálms, en Hall- björgu væri það fjarri skapi að reikna menningarstarf sitt í mín- útum, sem eiginlega væru ótelj- andi, en hver mínúta væri sem klukkustund hjá öðrum, miðað við gæði og árangur. Var máli henn- ar ákaflega fagnað af áheyrendum. Svo kom Lajka inn og aldeilis ekki tómhent og fórum við þá að ræða um þá kenningu regluboðans okkar, að öll okkar menning væri reist á bjargi bindindis og stúku- starfs. Bob á beygjunni. Framh. af hls. 37. Ofan úr Holstein Ólafur var sendur, uppstrokinn, hýr og pínulítið kenndur. Kraftaverk skeði þennan Þorláksdag. — Alþýðuhylli óhræddur ég fórna, íhaldið sagðist lofa mér að stjóma. Nú skal ég svei mér hækka Strympu hag. Nú fæ ég bíl og blómagarð og villu, bústað í sveit og veiðistöng og trillu. Upp að mér koma yfirstéttarvíf. — Kokkteil og gin og konijak og viskí með kóngafólki drekk, en engu hyski. Þið skuluð vita — Þetta verður líf. Ég held mér verði bezt að heiðra skálkinn og hætta að veðja á gamla kratajálkinn, sem alla daga ólánsbykkja var. — Ég skal nú sjálfur skammta mér á diskinn. Skrattinn má hirða vettlingana og pískinn, sem liggja þarna — á fjósvegg Framsóknar. LANDHELGISGÆZLAN hefur nú ákveðið að hafa framvegis einn froskmann á hverju varðskipanna, en þeir eiga að gera sama gagn og kafbátar hjá öðrum þjóðum. Munu þeir kafa að hrezk- um togurum og herskipum, en synda síðan til baka að varðskipinu og gefa skýrslu sína, sem þá verður tekin upp á segulband. Eru þegar útlærðir þrír froskmenn og þykja gefa svo góða raun, að rétt sé að halda áfram að fjölga þeim. Síðasta próf- raunin, sm þeir leysa af hendi, er að sækja prófskírteinið sitt niður á mararbotn, áður en marhnútamir nái í það og noti síðan til að villa á sér heimildir. KVIKMYND AJ ÖFUR einn vestanhafs ætlar nú að fara að gera mynd af ævisögu Gipsy Rose Lee, sem á sínum tíma var fræg þar í álfu fyrir tak- markaða fatanotkun. Gáfu 150 meira og minna berar kvensur sig fram til að leika í myndinni, þar á meðal ein, sem hafði það til síns ágætis að vera lögfræðingur, auk þess sem liún var íklædd gúmmíblöðr- um og einu blaði úr Stjórnartíðindunum. Aðeins tólf umsækjendur urðu fyrir val- inu — enda ekki þörf á fleirum — og á að íklæða þær þremur rósum í myndinni. Að sjálfsögðu verða rósimar settar á þrjár þær ljótustu. Ritstjóri: Páll Skúlason — Teiknari: Halldór Pétursson — Ritstjórn og afgreiðsla: Smára- götu 14, Reykjavík — Sími 12702 — Árgangur- inn er 12 blöð; um 220 bls. efni — Áskriftar- verð kr. 100.00 — erlendis kr. 110.00; greiðist fyrirfram — Áritun: SPEGILLINN, Pósfhólf 594, Reykjavík. Blaðið er prentað í Isafoldarprentsmiðju k.L

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.