Spegillinn - 01.02.1959, Qupperneq 17
SPEGILLINN
41
^patnaiatjíankaf
Nú eru bjargráð Emilíu farin að
láta til sín taka í efnahags- og
verðlagsmálunum, og er nú allt
verðlag og kaupgjald á hraðri nið-
urleið. Sumir voru lengi tortryggn-
ir í garð Emilíu, og létu í ljósi
efasemdir um, að verðlagið mundi
lækka nokkuð, heldur bara kaupið,
en þeir hinir sömu hafa nú þegar
keypt marga hluti og nytsama á
lækkaða verðinu, og orðið furðu
lostnir, er þeir sáu, hve lækkunin
var mikil. Eru nú jafnvel birtir
daglega í blöðum nákvæmir út-
reikningar á því, hve mikið fólk
„sparar“ er það kaupir vörur á
nýja verðinu í matinn. Stjómar-
málgagnið Alþýðublaðið segir frá
ungri húsmóður, sem gerði eftir-
farandi innkaup einn morguninn,
er lækkunin var nýskollin á: 4
lítra mjólk, %kg. smjör; 1 kg.
súpuket, 2 kg. kartöflur, 1 kg.
mjólkurostur, 1 kg. molasykur, 5
lbs. hveiti, eitt fransbrauð, eitt rúg-
brauð og 1 kg. skyr. Á þessum inn-
kaupum sparar unga frúin 21,40
kr. miðað við það, sem þessar vör-
ur kostuðu fyrir lækkunina.
Þetta þykja oss gleðileg tíðindi,
einkum þó þar sem blaðið reiknar
út fyrir oss, að sparnaðurinn nemi
allt að 7000 krónum á ári. í beinu
framhaldi af þeim upplýsingum
dettur oss í hug, að ef konukindin
hefði nú keypt einum lítra meira
af mjólk, pundi meira af súpu-
ketinu og 2 fransbrauð, hefði
sparnaðurinn kannski náð 30 krón-
um á dag og þá trúlega um 10
þúsundum á ári. Og þá hlýtur sú
spurnig að vakna, hversvegna kon-
an kaupir ekki helmingi meira og
sparar 20 þúsund á ári, eða segjum
fimm sinnum meira og spari 50
þúsund. Þá virðist oss að nærri léti,
að hún sparaði árskaup bónda síns,
aðeins með því að kaupa í matinn,
og gætu þau hjónin þá heldur bet-
ur gert sér glaðan dag um næstu
áramót.
Aftur á móti þorum vér ekki fyr-
ir vort litla líf að reikna út, hve
mikla peninga konan þarf að hafa
í innkaupabuddunni, til þess að
geta keypt sitt kílóið af hvoru á
dag, smjöri og súpuketi, auk 5 lítra
mjólkur, kartaflna, mjólkurosts og
skyr-kílós að ógleymdum brauðum
og skyri. Sem sagt: möguleikarnir
til að spara virðast allt að því ó-
tæmandi.
Eggin ku hafa lækkað um 50
aura kílóið og með því að kaupa
eitt kg. á dag, getur vísitölufjöl-
skyldan sparað sér 15 krónur á
mánuði, eða 180 krónur á ári; en
þá upphæð getur hún svo auðvitað
doblað að vild með því að herða
enn meira á eggjaátinu. Hrísgrjóna-
pakkinn lækkar um 5 aura; þar á
vísitölufjölskyldan heldur betur
leik á borði að spara ca. 20 krónur
á ári og kannski meira, ef hún er
lystug á grjónin. Ekki eru sparn-
aðarmöguleikarnir minni, þegar
innkaup á álnavöru eru gerð.
Vinnuföt bóndans lækka um ca:
3 krónur, svo að með því að kaupa
ein vinnuföt á dag gæti hann spar-
að allt að 11 hundruð krónum á
ári. Dálagleg fúlga það. Annað eins
og vel það sparar karl svo í skó-
kaupum, og sirka 800 krónur í
manséttskyrtukaupum. Eru þar
komnar 3000 krónur samansparað-
ar. Þá lækkar kápuefni frúarinnar
um einar 10 krónur, þannig að með
því að gefa henni daglega nýja
kápu, slær bóndinn tvær stórar
ræðumann. Páll vildi gera sitt
bezta og hafði skrifað upp langa
kafla úr dálkum Tímans, sem
hann las dálaglega upp. En hann
hafði hvergi nærri lokið máli
sínu, þegar Eysteinn Jónsson fór
mjög að ókyrrast í sæti sínu, þar
til hann eirði þar ekki lengur,
heldur óð upp að ræðustólnum
og rétti Páli miða. Skömmu síðai
hrökklaðist Páll frá hljóðnem-
anum,