Spegillinn - 01.02.1959, Qupperneq 18
42
BPEGILLINN
flugur í einu tiltölulega fyrirhafn-
arlitlu höggi: hann gleður frúna,
og sparar um leið 3600 krónur á
ári. 200 krónur geta hjónin sparað
á ári í perlonsokkakaupum (miðað
við að einir sokkar séu keyptir á
dag) og annað eins í innkaupum á
léreftum, sirsum og svuntuefnum
ýmiskonar. Eru þá komnar alls
6700 krónur samansparaðar í
metra- eða vefnaðarvörukaupum
vísitölufjölskyldunnar. Nei, fyrir-
gefið, vér gleymdum alveg að
kaupa spjarir á börnin, sem eru
2—3 í umræddri fjölskyldu. Segj-
um að sparnaðurinn af fatakaupum
á þau nemi yfir árið 4300 krónum.
Alls verður sparnaðurinn á þessum
lið þá 11 þúsund krónur yfir árið.
Strætisvagnafargjöld lækka um
5 aura og ef fjölskyldumóðurin fer
tíu sinnum á dag í strætó, sparar
hún 50 aura á dag, eða 180 krónur
á ári. Hagfræðilega útreiknaður og
bókfærður, gæti sparnaðarreikn-
ingur vísitölufjölskyldimnar yfir
árið litið þannig út.
Sparnaðarreikningur:
1. Matvælakaup; beinn
sparnaður ca: 45-50.000.00
2. Vefnaðarvörukaup; 11.000.00
3. Strætisvagnafargjöld 180.00
4. Ýms sparnaður, svo
sem sápur og þvotta-
efni, bón, smávörur
ýmsar, o. fl. 500.00
Árlegur sparnaður alls
ca. kr. 61.680.00
Þannig reiknast oss til, að vísi-
töluhjónin geti lagt árskaup bónd-
ans til hliðar, og ef þau vinna nú
bæði úti, ættu þau að eiga a. m.
k. 80—90 þúsund krónur í kistu-
handraðanum um áramótin 1959—
1960, og legg ég til, að þau kaupi
fyrir þær bíl (milliliðalaust), af
ríkisstjórninni, sem væntanlega
verður þá að selja einn ráðherra-
bílinn enn, til þess að fá aura í
niðurgreiðslurnar á miðasmjörinu.
— En nú spyrjið þið náttúrlega
sem svo: Hvað er þetta maður,
veiztu ekki að kaup vísitölufjöl-
skylduföðursins lækkar um ca. 500
krónur á mánuði, eða 6000 krónur
á ári? En þetta er því miður mjög
fávíslega spurt og sýnir, að þið
eruð skammt á veg komin í við-
reisnarhagfræði síðustu vikna.
Auðvitað veit ég þetta fullvel, en
nota bene, það er einmitt kaup-
lækkunin sem veldur því að vísi-
tölufjölskyldan getur sparað svona
mikið. Sko, kauplækkunin orsakar
lækkaða vísitölu, vísitalan orsakar
lækkað verð landbúnaðarvara. —
Lækkað verð landbúnaðarvara
veldur lækkun á vísitölu. Þetta er
hin fullkomna hringrás frumeind-
anna í efnahagslífinu, og þar sem
lækkað kaup er imdirstaða þessar-
ar hringrásar, ber hreinlega að
telja fólki kauplækkunina til tekna.
Kaupið okkar lækkar um 3 krón-
ur á tímann, segja Dagsbrúnar-
karlarnir angurmæddir, og halda,
að stjórnin sé að pretta þá. En það
er nú eitthvað annað. Þeir þurfa
t. d. ekki annað en kaupa eins og
50 kg. af eggjum á dag, þá fá þeir
endurgreitt í eggjaverðslækkuninni
sem svarar dagkaupslækkuninni.
Ykkur finnst þetta kannski dá-
lítið flókið, en samt er það lauk-
rétt. Spyrjið Gylfa, ef þið trúið
trúið mér ekki.
Rabbi.
------ooOoo-------
Leiðindaskrjóðurinn í klubbnum vai
einkum frægur fyrir fullyrðingar sínar um
eigin óskeikulleik. Þessvegna brá öllmn í
brún, einn daginn, þegar hann játaði að
sér hefði þó einu sinni skjátlazt.
— Hvernig má það ske, að þér hafi
skjátlazt? spurði einn félaginn háðslega.
— Jú, víst skjátlaðist mér, svaraði
skrjóðurinn. — Það var forðum, þegar ég
hélt, að mér hefði skjátlazt, en svo kom
það í ljós, að ég hafði haft á réttu að
standa.
Veggleppi í rá
sem ekki er lil
Geta oorgaryfirvöldin bver-
ska'last við að bvggja yfir vegg
teppi lcvennan-ha? >