Spegillinn - 01.02.1959, Side 20

Spegillinn - 01.02.1959, Side 20
44 5PEGILLINN draujar sér á ball, ég er orð- inn leiður á þeim. — En hvað um þessi frægu partý og geim? — Jú, maður reynir náttúr- lega að redda geimi öðru hvoru; maður sko hittir kunningja sinn á Laugavegi hálf tólf milli þrjú og þrjú og spyr hvort hann geti dobblað nokkrar skvísur í geim í kvöld, ha, nóg að drekka og stillt á Kanann; nú og venjulega reddast allt geimið. Já, og stimdum lendir maður í partýum með einhverjum pakka, sem maður þekkir ekk- ert; það getur verið flott. Svo fer maður náttúrlega í vinn- una; hvað segirðu, áhuga á vinnunni? Ertu eitthvað klikk- aður, góði? — Nú, og hvað um framtíð- ina? Nokkur ákveðin plön? — Ég ætlaði fyrst í Verzló og skvera mér svo í bissnesinn, en það var tóm tjara; þá dembdi ég mér í rafmagnið, maður, en það er skítadjobb; ætli maður verði ekki ellidauður á einhverri skrifstofu fyrir rest. — Nú var klukkan rúmlega ellefu, og gæinn kvaðst ætla að djamma í Vetrargarðinum til tvö; stóð upp og fór. * * * — Og þá gefur við Rúnu ráð- hollu orðið: Mér hafa borizt nokkur bréf frá ungu fólki, hér er fyrst bréf frá Pásu . . . , sem leitar ráða hjá okkur viðvíkjandi vanda- máli allra vandamála. Kæra Rúna ráðholla! Mig langar mikið til að leita ráða hjá þér í miklu vandamáli. Svo er nú ástatt fyrir mér, að tveir gæjar eru að stíga í væng- inn, gera hosur sínar grænar og fara á fjörumar við mig. Ég get ekki neitað því, að ég er dálítið skotin í báðum og á erf- itt með að gera upp á milli þeirra. Það sem helzt skilur á milli með þeim, er að annar er Heim- dellingin', en hinn Krati. En nú verð ég senn að ráða við mig, hvor á að hreppa hnossið. Báð- ir sækja nefnilega fast eftir að komast innundir hjá mér, elta mig á röndum og keppast um að bjóða mér í bíó, böll, geim og partí. Einkum er kratinn áfjáður og uppáþrengjandi. En pabbi segir að þetta sé engin ást, af hans hálfu, heldur sérhags- munastreita. (Pabbi á nefnilega fína villu og er í stóreigna- skatti). Hann segir að ég skuli heldur láta að vilja Heimdell- ingsins, því að mestar líkur sé til að kratamir komi engum manni á þing við næstu kosn- ingar eða nokkum tíma framar. En mamma segir að ég skuli heldur halla mér að kratanum, því að þeir séu svo útsmognir að ná sér í feitar stöður og embætti, og ég verði áreiðan- lega orðin ráðherrafrú eftir eitt ár og ambassadorsfrú eftir tvö til þrjú ár og það sé þó munur eða vera bara nótabassafrú eins og dóttir nágrannafrúarinnar. En nú er ég eins og milli steins og sleggju.. Getur þú kæra Rúna ráðholla verið ráðunaut mitt í þessu efni og sagt mér hvað hyggilegast mimi að gera í þessu viðkvæma vandamáli vandamálanna? Þín aðþrengda Pása Svar: Já, Pása mín, ég skil vel að þú munir eiga í miklu hugarstríði. Það er leitt, að for- eldrar þínir skuli ekki vera sammála um mannsefnið, held- ur halda sitt með hvorum pilti. Ef þau hefðu verið á eitt sátt, hefði ég eindregið ráðlagt þér að taka þeim piltinum, sem þeim geðjaðist betur að. Ann- ars tel ég, að fólk eigi að hlýða rödd hjartans í þessum efnum, þótt auðvitað sé sjálfsagt að taka tillit til skynseminnar líka, og sem betur fer eru hjartað og skynsemin stimdum á eitt sátt. Það kemur ekki greinilega fram hjá þér, hvorn piltinn þú elskar meira, og ef þú elskar þá nú jafnmikið báða og giftist svo öðrum þeirra, heldurðu að þú hættir þá að elska hinn? Það tel ég, að þú yrðir skilyrð- islaust að gera. Ég er nú ekki mjög vel heima í stjómmálun- um, en ég hef heyrt, að Kratar, einkum þeir hægri, séu manna eftirsóttastir í háar stöður, auk þess eru þeir varla fleiri en svo, að það ættu alltaf að vera til stöður handa þeim. Og það er ekki amalegt fyrir imga stúlku að eiga von í ráðherrafrúar- stöðu eða verða sendiherrafrú. Svo er eitt. Eftir því sem ég hef heyrt, er stutt á milli Krata og Heimdellinga, þ. e. a. s. Kratarnir hafa fengið orð fyrir að geta á tiltölulega skammri stund skipt yfir á Heimdall eða Sjálfstæðisflokkinn, ef meiri framavon var þar í bili. Ég held því að öllu athuguðu, að ég mundi í þínum sporum taka kratanum, en láta Heimdelling- inn róa. * * * Þá er hér eitt bréf úr sveit- inni; heimasæta ein, sem oft hefur skrifað fróðleg og skemmtileg bréf hér í blaðið, sendir okkur línu: Kæri æskulýðsþáttur! Mig langar til að biðja þig fyrir nokkrar línur til hennar Rúnu ráðhollu. Ég á heima upp í sveit, og þar er lítið úrval pilta, sem ég gæti hugsað mér að binda trúss við, en ég er nú komin á trúlofunaraldur. Ætti ég að dvelja eíns og og einn vetur í Reykjavík og vita, hvort ég rekst þar á við- unanlegt mannsefni? Að vísu er einn strákm' hérna í sveit- inni skotinn í mér og hefur dá- lítið reynt að stíga í vænginn við mig, en það hefur verið ó- sköp vandræðalegt, hann vant- ar allan kraft og energí í þetta. Hann er nú ekkert ólaglegur, greyið, og pabbi hans er stór- efnaður bóndi, en ég er samt ekki neitt að ráði skotin í hon- um; hann er ekki nógu sexý fyrir mig. Ætli ég ætti ekki að segja bara pass á hann og reyna að finna annan? Svo er það með brjóstin á mér, ég fæ ekki nóga mýkt og ávala í þau. Sömuleiðis er ég helzt til feit. Ætti ég að reyna að nota morg- unleikfimina í útvarpinu? Ég er jarphærð, með þykkt og strítt hár, sem vill flókna. — Hvemig á ég að fara að því að fá góða liði í hárið? Og hvemig litir kjólar fara bezt við jarpan háralit? Ég vonast eftir svari frá ykkur. Með beztu kveðju. S. J. (Stefanía Jónsdóttir). Svar: Ja, heimasæta góð. Jú, þú ættir tvímælalaust að dvelja um tíma í Reykjavík, ef þú átt hægt með að komast að heim- an, og láta fixa þig dálítið til. Morgunleikfimina er sjálfsagt að stimda. Gulir eða bleikgulir kjólar hugsa ég að klæði þig bezt. Annars færðu betri og ná- kvæmari upplýsingar um þetta allt saman, ef þú kemur suður, og á hárgreiðslustofum færðu lagað til að þér hárið. Ég er ekki í vafa um að ungir piltar hér mimi gefa þér hýrt auga, og ótrúlegt er, að þú rækist ekki fljótlega á einhvern, sem þú yrðir virkilega skotin í. Kær kveðja, Rúna ráðholla. * >1« * Rúna mín! Ég verð að leita til þín í vandræðum mínum. Soleiðis stendur á fyrir mér, að ég hef verið eina þrjá mánuði að spássera með strák. Ég veit nú ekki hvað hann heitir, réttu nafni, en ég kallaði hann alltaf Kela, af því hann var svo kel- inn. Þetta var sem sagt allt í lukkunnar velstandi, þangað til ein vinstúlka mín fór að segja mér af honum allskonar reyf- arasögur, að hann væri á eftir öllum stelpum, væri rangeygð- ur og fleira sagði hún ljótt um hann. Þetta með að hann væri rangeygður, var nú bara bölvuð della, en hún hefur víst bara séð hann gefa mér homauga. Jæja, það er skemmst frá því að segja, að ég hætti alveg við hann og sneri bara upp á mig, þegar hann ætlaði eitthvað að fara að gjugga í mig. En hvað heldurðu. Þegar ég var búin að gefa hann upp á bátinn, held- urðu þá ekki, næst þegar ég sé hann, hafi hann verið kominn með hana vinstúlku mína sjálfa upp á arminn. Hvað á ég nú að gera til þess að ná í hann aft- ur? Þín Dugga Ja, héma, Dugga mín! Þú hefur heldur en ekki látið plata þig. En er þetta nú ekki mest sjálfri þér að kenna, að hafa hlustað á hana vinkonu þína. Þú ættir þó að vita, að siunt fólk má ekki hjá hlut í annars manns eigu — auk heldur kær- asta — svo að það fari ekki að rakka hann niður. Ég sting nú upp á, að þú reynir að ná þér í einhvem annan; það er ekki eins og þetta sé eini gæinn í heiminum. R.r.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.