Spegillinn - 01.04.1967, Síða 10
Ur
borðkróknum
— Við erum boðin í fermingarveizlu
hjá henni Magnúsínu frænku á sunnu-
daginn, sagði frúin formálalaust, þegar
ég kom heim í hádegismatinn dag nokk-
urn í miðri viku, rétt fyrir sumarmálin.
-—■ Ja, hver fjandinn, — ég meina,
það var verst að vita það ckki fyrr,
sagði ég.
— Nú, við gátum svo sem alltaf búizt
við því að verða boðin þangað, við viss-
um að það átti að ferma hjá henni,
sagði frúin.
-— Já, náttúrulega vissum við það,
það hefur nú ekki verið neitt leyndar-
mál hjá henni, blessaðri, ég held maður
hafi heyrt bollaleggingarnar um veizl-
una, sagði ég.
— Já, hún er nú einu sinni svona,
þetta er svoddan fjas og vesen í kring
um alla hluti hjá henni, aumingja kon-
unni, sagði frúin.
— Verðum við ekki að ná í einhvern
skrattann til að gefa í fermingargjöf,
eða eigum við bara að setja peninga
innan í kortið, hjá sálmversinu, sagði
ég-
— Mér finnst nú alltaf skemmtilegra
að gefa eitthvað annað en peninga, það
er eitthvað svo óhátíðlegt, sagði frúin.
— Ojá, það má nú segja! Það er
ekki hátíðleikanum fyrir að fara í þessu
peningavafstri. En hvem skrattann get-
um við gefið? Á ekki strákurinn alla
skapaða hluti? sagði ég.
— Strákurinn! Hvað er þetta mað-
ur, veiztu ekki, að það er telpan henn-
ar Magnúsínu, sem á að ferma núna?
sagði frúin stórhneyksluð.
■— Nú, er það stelpan núna og strák-
urinn þá næsta ár. Jæja, það kemur út
á eitt. En hvern fjandann er helzt hægt
að gefa henni?, sagði ég.
Frúin hafði ýmsar tillögur fram að
færa, hún nefndi bæði hálsmen, hringi,
undirföt, svefnpoka, myndavél og vind-
sæng.
— Og hvað af þessu ættum við helzt
að kaupa, eða ertu að hugsa um að
skenkja telpukorninu þetta allt saman?
sagði ég.
— Onei, ekki átti ég nú við það, en
við getum varla verið þekkt fyrir annað
en gefa henni sæmilega fermingargjöf,
svo oft hefur nú hún Hansína rétt okk-
ur hendi, og svo er hún nú náfrænka
okkar, sagði frúin.
— Náfrænka þín, hún er ekkert skyld
mér, leiðrétti ég.
— Já, jæja, það kemur nú í sama
stað niður, eitthvað verðum við að gefa
telpunni, mér finnst hálsmen alltaf fal-
leg gjöf, sagði frúin.
— Þá höfum við það bara hálsmen,
en getur þú ekki valið það, ég hef ekki
nógu gott vit á þess háttar, sagði ég.
— Jú, ég skrepp í bæinn á morgun
og kaupi laglegt men, þú lætur mig
hafa peninga fyrir því, ég þarf að fá
mér skó og sokka líka, helzt hefði ég
þurft að fá kjól, en það er ekki tími til
þess að sauma hann, sagði frúin.
Eg jánkaði annars hugar og sá fram
á að minnsta kosti tvö þúsund króna
aukaútgjöld þennan mánuðinn.
— Heyrðu, já, svo þarf hún Gunna
litla að fá fjögur hundruð krónur til að
borga tannlækninum, hún á að fara til
hans í dag, sagði frúin eftir stundar-
þögn.
— Hvað, einu sinni enn; hvað eru
eiginlega margar tennur í barninu, og
voru þær allar skemmdar. Hún er búin
að ganga til tannlæknis einu sinni í
viku í allan vetur og borga þrjú og fjög-
ur hundruð í hvert sinn, sagði ég æfur.
— Hverslags er þetta maður, ekki
getur telpan gert að því, þótt tannlækn-
irinn segi henni að koma aftur, og ekki
ræður hún verðlaginu á tannviðgerð-
um; en það er satt, þetta er ókristilega
dýrt, enda eiga allir tannlæknar dýrind-
is íbúðir og lúxusbíla, sagði frúin.
— Er það furða, þegar það kostar
hátt í bílverð að gera við tennur í ein-
um krakka, anzaði ég og fleygði fjórum
hundrað köllum á borðið sem notast
skyldu til að greiða vikulegan tannvið-
gerðakostnað telpunnar.
GRÆNMETI
HAIINIIT I IOMA1SOSU
lAHIIAHHI y
ri ANnAimr avi x iib
r.RÆNAB RAIINIB
Hl ANIIAR C.UAF NMI II
nill RAtTIIB
Heildsölubirgðir:
Kristján Ó. Skagfjörð
10 S p e g i I li n n