Spegillinn - 01.04.1967, Blaðsíða 25
FINNBJORG
Á FARTINNI
VASAST í PÓLITÍK
Ég var rétt að byrja að kynna mér
hvað hæft væri í fregnunum um óháða
framboðið í Reykjavík og á Suðurnesj-
um, búin að gera tilraun til að pumpa
Aka Jak. og fleiri óánægða utanveltu-
gemsa í pólitíkinni, en þeir vörðust allra
frétta. Áki var að vísu hinn kotroskn-
asti og taldi, að ekki spillti að sýna þess-
um flokksklafapiltum í tvo heimana
með óháðu framboði, það væri jafngott
þótt stjórnarstefnan fengi dálítinn skell.
-— Þú ætlar ekki að launa Krötunum
vel hvað þeir tóku elskulega á rnóti þér,
þegar þig bar á fjörur þeirra sem póli-
tízkan flóttamann úr kommaherbúðun-
um, Áki minn, sagðí ég.
-— Mér hafa alltaf heldur leiðst Krat-
amir, þótt ég væri í slagtogi við þá um
tíma, sagði Áki og glotti kalt.
Þá hafði ég tal af fáeinum útvegs-
mönnum og óánægðum Jósafats-vinum,
en þeir þorðu fjandakornið ekkert að
segja. En ég var sem sé rétt að byrja
á þessurn eftirgrennslunum, þegar
Landsfundur Sjálfstæðismanna hófst,
og ég eins og þota þangað. Bjami minn
blessaður var einmitt í miðri ræðu, þeg-
ar ég kom, og hafði auðsjáanlega lýst
skynsamlegri og vellukkaðri stjórnar-
stefnu af miklum fjálgleik, því að Lands-
fundarfulltrúar göptu bókstaflega upp
til hópa af hrifningu, og jafnvel útgerð-
armennirnir virtust hafa gleymt í bili
að þeir voru í þann veginn að rúlla
yfir, þegar þeir fóru að heiman, og iðn-
rekendurnir, sem fundinn sátu, voru
farnir að ímynda sér, að þessir eilífu
greiðsluerfiðleikar þeirra væm úr sög-
unni, eða hefðu jafnvel aldrei verið
neinir. Svo lauk Bjami formaður máli
sínu, og var þá gefið smá fundarhlé, til
þess að fulltrúunum gæfist kostur á að
ræða saman, áður en sæluvíman, sem
rann á þá undir ræðu formannsins,
rynni af þeim. Ég sætti þá færi að ná
tali af nokkmm fulltrúum utan af
landsbyggðinni. Fyrst náði ég tali af
einum norðan-fulltrúa, skikkelsismanni.
— Sæll vertu, og hvað er títt úr þínu
byggðarlagi, sagði ég hressilega. Mann-
tctrið virti mig fyrir sér, eins og hann
væri að reyna að sjá út, hvort ég væri
kommaspæjari.
—- O, takk fyrir, allt sæmilegt, sagði
hann, svo varfæmislega.
—- Nóg atvinna og kjör fólks dag-
batnandi, er það ekki? spurði ég.
Manntötrið leit í kringum sig, eins
og til að sjá hvort nokkrir áhrifamenn
væru að hlusta á okkur.
— Blessuð vertu, það er engin at-
vinna, og satt að segja farið að þrengja
talsvert að hjá almenningi, hálfhvíslaði
hann að mér.
— Bærilega hefur stjórnarstefnan
blessast þar, sagði ég og hjólaði strax í
næsta fulltrúa.
— Nei, sæll og blessaður og þakka
þér fyrir síðast, sagði ég kumpánlega.
Þessi fulltmi reyndist vera af Suður-
nesjunum.
— Sæl vertu, höfum við sézt áður?,
sagði hann frernur þurr á manninn.
— Við sáumst á síðasta Landsfundi,
maður, sagði ég.
S p e g i 11 i n n 25