Spegillinn - 01.04.1967, Síða 11
Glötuðu
synirnir
megu
snúu heim
Jón Þorsteinsson, þingmað-
ur krata lýsti því fjálglega yfir
á eldhúsdegi, að allir þeir Al-
þýðuflokksmenn, sem villzt
hefðu yfir til Alþýðubanda-
lagsins á undanförnum árum,
væru innilega velkomnir í sinn
gamla fiokk aftur.
Minnir þetta mjög á dæmi-
söguna um glataða soninn og
göfuglynda föðurinn, og er
ekki að efa að Emil lætur
slátra alikálfinum þegar þeir
Hannibal og Alfreð koma iðr-
unarfullir til fornra föður-
húsa, eftir að hafa etið draf
með svínurn.
„HVAÐ A BARNIÐ
AÐ HEITA'?
Hið virðulega kaffisölufirma
O. Johnson & Kaaber á nú við
miklar aðventuraunir að stríða
— er í vandræðum með að skira
nýja kaffiblöndu, sem kölluð
liefur verið „Vacuumpakkað“
kaffi.
Þetta nafn hefur farið mjög
1 fínu taugarnar á málmvöndun-
arpostulum. Fyrirtækið segir
sjálft frá vandræðum sínum í
blaðagrein:
„Leitað var til færustu mál-
vísindasérfræðinga Háskólans,
°g ennfremur til annara tækni-
legra málsmekksmanna. En eng-
in viðunandi lausn fannst.
Til leiðbeiningar vildum við
benda á að orðum og orðasam-
böndum, eins og þeim sem hér
fara á eftir, hefur nú þegar ver-
ið hafnað, sem ónothæfum.
1. Lofttómspakkað.
2. Pakkað með lofttæmingar-
aðferð.
3. Loftdregið.
4. Loftsogspakkað.
5. Lofttæmingarpakkað.
Fleiri tillögur gætum við
nefnt, en gerum það ekki, vegna
þess hvað þær eru fjarstæðu-
kenndar.
Já, ekki er gaman að guðspjöll-
unum! Spegillinn skipaði þegar
í stað málvísindanefnd, og hún
leysti vandann fljótlega, og fann
það rétta mest viðeigandi heiti
á kaffiglundrinu og umbúðum
þess. Nefndin leggur til að kaff-
ið verði kallað einfaldlega: —
TÓMAS.
ÞRALATUR
DAUÐI
Blöð hafa að undanförnu klif-
að mjög á því sem hverri ann-
arri rosafregn, að rússneskum
læknum hafi tekizt að lífga
manngarm nokkurn eigi sjaldn-
ar en 35 sinnum, og á hann að
hafa verið steindauður á milli.
En eftir alla þessa meðferð ku
maðurinn vera lifandi enn.
Það eitt þykir oss fréttnæmt
við þetta, að Rússar skuli hafa
lagt þessa fyrirhöfn á sig við
að halda lífi í manninum. Þeir
eru þekktari fyrir það, að kála
mönnum, og hafa þá sízt áhuga
á því að lífga þá.
Annars finnst okkur þetta lít-
il tíðindi. Vér höfum þekkt
menn, sem dáið hafa tvisvar
þrisvar á dag mánuðum saman
og alltaf verið llfgaðir aftur ým-
ist á Arnarhóli, Kjallaranum
eða Súðumúla og þótti engum
mikið.
Heildsölubirgðir:
Kristjón Ó. Skagfjörð
S p e g i 11 i n n 1T