Spegillinn - 01.04.1972, Page 10

Spegillinn - 01.04.1972, Page 10
Færeyska Fiat - umboðið á íslandi hf. Mikið skúffelsi var það fyrir okkur ræflana hjá Speglinum þegar Fíat hélt fram hjá okkur Dabba i gegnum Rússa og Pól- verja með lævisri aðstoð Þóris liógværa og Gvends gullrasss. Þeir voru liálft í hvoru búnir að lofa okkur framhjáhaldinu. Við fengum að sjálfsögðu æði eins og Dahhi, æddum til Ítalíu, heimtuðum skýringar og horfð- lim á Dabba hent út. Dabbi fékk ekkert þrátt fyrir út- litið, en okkur var úthlutað næsta umboði sem ekki reyndist vera af verri endanum, Færeyska- Fiat. Það er sko gella í lagi. Eiginlega er Færeyski-Fíatinn al- veg eins og sá ítalski, nema hvað ýmis þjóðleg einkenni framleið- endanna fá að njóta sin til fulls. Luktirnar, sem eru kringlóttar á þeim Pólska og Rússneska eru ferkantaðar á þeim ítalska. (Oj, bara). Færeyingar leysa vandamálið á snotran, einfaldan og smekkleg- an hátt með þvi að hafa þær inn- byggðar í framrúðurnar, enda þurfa luktirnar að vera stórar og liggja hátt í jafn þokugjörnum löndum og ísland og Færevjar eru. Þar með verður framrúðan að sjálfsögðu ónothæf fyrir öku- manninn, en gefur þess i stað óhemju mikið Ijósmagn. Framrúða ökutækisins er þvi sett þar sem Iuktir ítalska, Pólska og Rússneska-Fiatsins annars eru, en svo slíkt sé framkvæmanlegt verður stjórnandi ökutækisins (orðið bifreiðastjóri á varla við lengur) að liggja á maganum endilangur undir vélarhlífinni. (Ef vélarhlífin yrði hækkuð skyggði hún á hinar voldugu luktir svo þvi var sleppt). Það rými sem áður var nýtt fyrir vél ökutækisins, er því eigi nothæft lengur, þannig að svæðið fyrir ofan og aftan framrúðu er tekið frá fvrir hreyfilinn. Af þessu leiddi vandamál sem erfitt reyndist að levsa án að- stoðar okkar. Vandamálið er, eða var það, að aflúrtak vélar kom út um vinstri framhurð ökutækisins þar sem hentugra reyndist að láta vélina liggja i framsæti, því annars hefði aftursæti þess orðið ónot- liæft. Rentum við þvi á, að hentugra vrði að liafa framhjól ökutækis- ins á þaki þess, enda yrði drif- skaft mun styttra með þeirri að- ferð og stálsparnaður umtals- verður. Augljóst var þvi, að afturhjól ökutækisins yrðu einnig höfð á þaki þess, annað væri hlægilegt. Við reynsluakstur á hinni riýju Fiat hifreið, kom nú í ljós að erf- itt reyndist að færa hana úr stað þar sem hjól liennar náðu eigi niður á akhrautina, og völt með afbrigðum. Til mála kom að breyta henni í vindmyllu, en frá því var horfið á síðustu stundu. Hugsanleg lausn var sú að grafa skurð eftir endilöngu þjóðvega- kerfi landsins og Iáta þannig úl- lit og aksturshæfileika tækisins •njóta sín til fulls, en ineð þvi hefði útsýni auðvitað skerzt. Sjá skýringarmynd. Var nú gripið til þess ráðs að hvolfa ökutækinu. Einu örðugleikar ökumannsins eru því í dag þeir, að hann ligg- ur á bakinu, horfir aftur fyrir sig og stýrir með fótunum. Þetta verða þó að teljast byrjun- arörðugleikar sem fljótlegt er að kippa í lag. Tæknilega aðstoð hefur Múrliúð- araselskapur Föroja góðfúslega veitt án endurgjalds en allt við- hald og eftirlit hér á landi inun bræðrafélag þeirra annast fyrir okkar liönd. Dabbi er ægilega hrifinn og Þór- ir er að losa sig við öll sin um- hoð í þeirri veiku von að hreppa okkar. Ökutækið er sérstaklega stvrkt til aksturs í ís, samkvæmt ströng- ustu kröfum Loyds i Rússlandi og alll ökutækið ryðvarið með sauðatólg. 10

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.