Stúdentablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 10
2
STÚDENTABLAÐ
1924
Dómkirkjan í Köln
og Stúdentagarðurinn.
það vai skömmu eftir daga Snorra
Sturlusonar (1248), að hornsteinninn var
lagður, á hátíðlegan hátt, í hina miklu
dómkirkju í Köln, eitthvert mesta guðs-
hús Norðurálfunnar. Lengd kirkjunnar
er meiri en ails Austurvallar og breiddin
að því skapi, en turnarnir gnæfa 500 fet í
loft upp.
það þarf ógrynni fjár til þess að byggja
slíkt hús, miljónir í tuga ef ekki hundraða
tali. því veldur ekki stærðin ein, heldur
miklu fremur, að alt er úr besta efni gert
og dýrasta skraut hvergi sparað, líkneskj-
ur og hverskonar dýrð. Trúaðir menn voru
að reisa guði sínum musteri, og það átti að
vera hafið hátt yfir kofa mannanna.
Mikið fé hafa þeir víst haft undir hönd-
um mennirnir, sem réðust í þetta ódæma
mannvirki. Sjálfsagt hefir ríkissjóðurinn
lagt ríflegan skerf. Við þessu myndu
flestir Islendingar búast.
Sagan segir, að byggingarféð hafi verið
ein 500 mörk, eitthvað nálægt 1000 krón-
um. Um ríkisstyrk var þá ekki að tala.
En þeir áttu annað Kölnarbúar, sem
þyngra var á metunum en full tunna gulls.
þeir höfðu fengið uppdrátt af dýrðlegri
kirkju, gerðan af hinna mestu list, og svo
höfðu þeir sterka trú bæði á Guð og sjálfa
sig. Og allir bæjarbúar voru einhuga um
að byggja kirkjuna. Allir, sem gátu, gáfu
eitthvað, fáa aura eða nokkrar krónur, en
aðrir hétu smíði eða dagsverkum.
þeim varð að sinni trú þeim góðu mönn-
um. Áður langt um leið höfðu 500 mörkin
þúsundfaldast. Áratug eftir áratug
streymdu peningamir til kirkjusmíðisins
og sífelt óx hin risavaxna bygging og
hækkaði í lofti. Hver kynslóð dó eftir aðra,
en kirkjan óx, þangað til hún var fullgjör
og gnæfði við himinn í allri sinni risa-
vöxnu dýrð. Nú er hún eitthvert vegleg-
asta minnismerkið, sem alt ])ýskaland á,
og stolt stórþjóðarinnar.
Svo mikið geta ein 500 mörk afrekað,
ef að baki þeirra stendur föst trú og ein-
beittur vilji góðra manna.
þess verður skamt að bíða, að lagður
verði hornsteinn að einu af veglegustu
húsum bæjarins: nýja Stúdentagarðinum.
Bygging hans er bétur trygð en allra
hinna húsanna, sem stendur til að byggja.
Mennirnir, sem standa að henni, hafa
trúna og þeir eiga ekki minna stofnfé en
Kölnarbúar, er þeir lögðu hornsteininn í
kirkjuna sína. þetta mun reynast nægi-
legt nú, engu síður en fyr.
Fjárhagur landsins er valtur, árferðinu
er ekki að treysta, en örugg trú á gott
málefni stendur föst og flytur fjöll.
Stúdentagarðurinn verður bygður af
gjöfum og samskotafé, því ekki geta
stúdentarnir látið mikið af mörkum.
Reykvíkingar gáfu fyrstu krónurnar, en
þeir eru gjafmildastir allra Tslendinga.
Thor Jensens hjónin gáfu 10.000 kr. Einn
af yngstu kaupstöðunum, Siglufjörður,
hefir trygt sér eitt herbergi. Sveitamenn-
imir eru seinfærari, en drjúgir, þegar
þeir fara á stað. þeim er líka málið skyld-
ast, því oft hafa fátækir sveitastúdentar
‘lifað hér á lélegum útigangi og við lítinn
kost, stundum fvrirgert bæði heilsu og
lífi. Hver sýsla þarf að eiga eitt eða tvö
herbergi í stúdentagarðinum fyrir bömin
sín. þegar ein hefir gert hreint fyrir sín-
um dyrum og lagt sinn skerf fram, þá
koma áreiðanlega hinar á eftir. það má
meira að segja ganga að því vísu, að kepni
verði um það milli héraðanna, að gera sín
herbergi sem best úr garði. Stúdentagarð-
urinn á ekki eingöngu að forða stúdentun-
um frá húsnæðisleysi, sulti og seyru, held-
ur á hann að verða besta og göfugasta
heimilið, sem þeir muna eftir á æfinni,
meðan þeir voru á lausum kjala.