Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 17

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 17
1924 STÚDENTABLAÐ 9 pú, sem ætlar þér að leiða aðra til Guðs — byrjaðu á sjálíum þér! Vei þeim þjóni Guðs, sem viljandi vík- ur aí' braut Krists! Vei þeim presti, sem meira metur metorð og fé en Guðs ríki! Vei þeim kennimanni, sem svívirðir Guðs orð með illri breytni sinni! Vinir mínir! þessar hugsjónir hafið þið valið ykkur að leiðarstjörnum, hver eftir séreðli sínu og sérnámi. En sem manni ber þér þó, hver sem sér- grein þín kann að vera, að fylgja hinu æðsta dæmi, sem vér þekkjum, dæmi Krists! Islensku stúdentar! Vinnum heit: helg- um Kristi og eilífðinni alt vort líf! þá mun oss takast að lyfta þjóð vorri upp í hæðir andans. „Ó Guð, ó Guð, vér föllum fram og íórnum þér brennandi, brennandi sál, Guð faðir, vor Drottinn frá kyni til kyns og vér kvökum vort helgasta mál; vér kvökum og þökkum í þúsund ár, því þú ert vort einasta skjól; vér kvökum og þökkum með titrandi tár, þvi þú tilbjóst vort forlaga lijól.“. ——0------ Stúdentagarðssjóðurinn. Yfirlit yfir störf stúdentagarðs- nefndarinnar. Forsaga stúdentagarðsins verður síðar skráð. Hér er eigi rúm til þess. Verður nú aðeins getið helstu framkvæmda á síðastl. tveim árum og árangurs þeirra. Haustið 1922 tók Stúdentaráðið að sér stúdentagarðsmálið; hafði það þá legið í dái í 5 ár. Með bréfi lögreglustj óra dags. 30. nóv. 1922 veitti landsstjórnin leyfi til útgáfu 100,000 happdrættisseðla. Verð hvers seðils kr. 1,00. Vinningar 35; virð- ingarverð þeirra kr. 13,985,00. Var þá stofnað til happdrættisins. Seðlasala og alm. fjársöfnun hófst á fullveldisdaginn, 1. des. 1922, en sá dagur er jaínframt hátíð- isdagur stúdenta og háskólans. Sex manna nefnd var falin fjársöfnun og framkvæmd- ir í málinu.Valdir voru: hæstaréttardómari L. H. Bjarnason, próf., dr. phil. G. Finn- bogason, dr. phil. Alex. Jóhannesson, stud. jur. Astþór Matthíasson, gjaldkeri nefnd- arinnar, stud. med. Ludvig Guðm., form. nefndarinnar, og stud. theol. þorst. Jó- hannesson, ritari nefnd. Haustið 1923 gengu úr nefndinni hr. hrd. L. H. B. og stud. theol. þ. Jóh. í stað þeirra tóku sæti í nefndinni stud. jur. Thor Thors og stud. jur, Tómas Jónsson, gjaldk., en Á. M. tók við ritarastörfum. Illæri var til lands og sjávar, er nefndin hóf starf sitt. þrátt fyrir það safnaðist svo mikið fé, að kleift ætti að vei’ða að reisa nokkurn hluta stúdentagarðsins á næsta sumri. Happdrættið var stærsta fyrirtækið. það kom skriði á málið. 100 þús. seðlum var dreift urn allar sveitir af meir en 600 útsölumönnum, embættismönnum, stúd- entum og öðrum. þ. 16. febr. s.l. var dreg- ið og númer vinninga birt. Lántaka. Nefndin leitaði til Alþ. 1923 um styrk eða lán til stúdentagarðsins. Veitti Alþ. ríkisstjóminni heimild til þess að ábyrgjast lán alt að 100,000 kr. til hússins gegn tryggingu í II. veðrétti. Bókaútgáfa. Ilr. skrifstofustj. Alþ. Jón Sig., gaf nefndinni þýðingu sína á Pan eft- ir K. Hamsun. S.l. haust kom bókin út í mjög vandaðri útgáfu, 1000 eint., þar af 500 tölusett. Söluverð kr. 12,00. Hr. rith. Sig. Kr. Pét. gaf þýðingu sína á Abdallah, skáldsögu frá Austurlöndum eftir E. La- boulay. Sá nefndin sér eigi fært að ráðast í útg. á þeim tíma. Gaf þá L. Guðm. bók- ina út á eigin kostnað; væntanl. tekjur renna í Stúdentagarðssjóðinn. Sönglag. Hr. læknir og tónskáld Sig-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.