Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 18
10 STÚDENTABLAÐ 1924 valdi Kaldalóns gaf 3000 eint. af sönglagi, er hann hefir ort við: „pú nafnkunna landið“, og helgað Stúdentagarðinum. Söluverð kr. 1,50. íslendingar í Vesturheimi. Skv. tilmæl- um nefndarinnar tók pjóðræknisfél. Vest- ur-Islendinga að sér fjársöfnun meðal landa vestra. Sala happdrættisseðla er lögbönnuð í Canada. Sumarið 1923 fór próf. dr. phil. Ág. H. Bjarnason vestur. Flutti hann þar mál nefndarinnar. Hafa þegar borist þaðan kr. 874,00. Heldur fjár- söfnun þar áfram. íslendingar í Danmörku hafa sýnt góð- an skilning og lofsverðan dugnað í þessu máli I stúdentagarðsnefndinni í Kbh. tóku sæti: stórkaupm. þór. E. Tulinius, form., sendiherra Sveinn Björnsson, gjaldkeri, stud. mag. Pálmi Hannesson, ritari, próf. Finnur Jónsson, mag. B. K. þórólfsson og hr. H. J. Hólmjárn. Við heimför hr. Sveins Björnssonar tók við starfi hans í nefndinni hr. Jón Krabbe, sendiráðsstjóri. Hefir nefndin þegar sent heim rúml. 10,000 kr. Ennfremur á hún í loforðum c. kr. 5600,00 (auk ef til vill d. kr. 5000,00). Auk þessa gáfu konungshjónin kr. d. 1000,00 og erfðaprinsinn kr. d. 500,00. Herbergjagjafir. Sá er greiðir kr. 5000,00 til stúdentagarðsins, fær að ráða nafni eins herbergis og getur trygt þeim, er hann ákveður, forrétt til þess og sér- réttindi. — Málaleitun þessa efnis var send bæjar- og sýslufélögum. Siglufjarðar kaupstaður reið á vaðið og greiddi kr. 5000,00 fyrir eitt herbergi handa stúd- ent þaðan. Víðar góðar undirtektir, þótt enn sé eigi lengra komið. Hr. útgerðarm. Thor Jensen og frú hans Margrét Jensen gáfu kr. 10,000,00. Ákvað nefndin, að tvö herbergi skuli bera nöfn þeirra hjóna, og afkom- endur þeirra, sem þurfandi kunna að verða, hafa forgangsrétt að þeim, að öðru jöfnu. Enn hefir hr. verksmiðjueigandi Jón Jóhannesson í Kbh. gefið stúdenta- garðinum kr. 5000,00 til minningar um látinn föður sinn, lir. verksmiðjueiganda Sigurð Jóhannesson. Gjafaloforð. Á meðan á happdrættinu stóð og hingað til, hefir lítið verið unnið hér að söfnun beinna gjafa eða gjafalof- orða. þó hefir nefndin fengið loforð fyrir kr. 2050,00. þessar gjafir greiðast á ákveðnu árabili með jöfnum árl. greiðsl- um. Auk þessa hefir hr. læknir Hinrik Er- lendsson, Hornafirði, lofað að gefa kr. 100,00 á hverju ári til dauðadags,og kandí- dat, sem eigi vill láta nafns síns getið, kr. 50,00 á ári til æfiloka (áheit). Selskinna. S.l. haust lét nefndin gera bók mikla, bundna í selskinn og spjöldin prýdd og styrkt greyptum málmspjöldum og hornhlífum. Ber bókin nafnið íslend- ingabók; á að safna í hana rithöndum Is- lendinga. Sá er ritar þar nafn sitt, greiði um leið kr. 1,00 til stúdentagarðsins. Skemtanir o. fl. Nokkuð fé hefir safnast við skemtanahöld, sjónleiki stúdenta, söngskemtanir, fyrirlestra o. s. frv. Minnismerki fullveldisins. Hr. stór- kaupm. þór. E. Tulinius bar fram þá till., að stúdentagarðurinn yrði reistur sem minnismerki fengins fullveldis ísl. þjóðar- innar. Nefndin samþykti, fyrir sitt leyti, tillögu þessa. Fjárhagsútkoman er nú þessi: 1. a. Pen. í Landsbank. kr. 41,468,09 b. Peij. í Landsb. yfirf. frá Kbh...............— 9987,13 --------- 51,455,22 2. Iljá gjaldkera, að mestu í skulda- bréfum.......................... 17,627,00 3. a. Óseld 278 eint. Pan kr. 2,502,00 1). Óseld 659 eint. lag Iíaldalóns............— 741,37 c. aðrar eignir.........— 344,70 ----------- 3588,07 4. Útistandandi hjá útsölumönnum

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.