Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 12

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 12
6 STTJDENTABLAÐ 1926 Kvæði eftir Ijóðskáldið Hamet ben-Engelln, Dervisjar sjö á sandi syngja um Mahómet, þeir tyggja ópíum óspart, alt eins og lambaket. Líkaminn legst í dvala, þá lifnar sálin við og ,líður‘ á ,ljósvakans bylgjum1 ,svo ljúft' gegnum ,víðblámans svið‘*). Hún líður í fiðrildislíki og lendir við mánans horn, þar var hún svo oftlega áður, þar er óasi mikill og forn. Þar er ódáins akur með ótal grasa fjöld, burkninn er hár eins og bæjarþil og blómin standa þar öld. Þar vex a s p h o d e 1-urtin og atalanticum, en best er hin purpuraprúða papaver lunaticum. Fiðrildi fljúga í lofti, fögur sem pantópón, og sjúga safa úr blómum og suða í ,ljóðrænum‘ tón. Fiðrildi suðar og segir: „Svo eru skipin gjörð: ) liftir öðru liandriti: og liðiir á ctersins öldum, sem Einstcin neitar sé tii. í dag mig dreymdi ég væri dervisji niður á jörð“. Dervisjar vakna af dvala: „Ó, drottinn Mahómet! vér höfum dervisja-drauma þann dag, er vér etum ket. En vér erum fiðrildi’ og fljúgum um fagran ódáinsheim þann dag, er vér ópíum etum. Inn oss frá gátum þeim: Segðu’ okkur, ástvinur Allahs, hvort erum vér fiðrildahjörð í landinu Dingadóa eða dervisjar niður á jörð?“ Dervisjar sorgbitnir segja: „Ó, s a 1 e m Mahómet! intu nú oss hvort er betra ópíum eða ket“. Salem aleikum! bræður, sofið í Allahs frið leystir af öllum efa við ungra meyja hlið! Margt er skjótt og skrítið Skammadalsmýrinni í, oft braut ég heilan og hálfan heilann út af því, að s á 1 i n n i er ekki sama — ó, s a 1 e m Mahómet — hvort 1 í k a m i n n ópíum etur ellegar lambaket. E. Ó. S. ----o----

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.