Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 14

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 14
8 STÚDENTABLAÐ I9a6 leika skopleik lítinn, sem saminn var í þeim tilgangi. Að umræðum loknum hverfa menn yf- ir í veitingasalinn, þar sem „klúbbhöfð- inginn“ sér um, að hverskonar fagnaður sé á borðum og hver geti haft það af mat og drykk, sem honum þykir best og gómi tamast. Á meðan menn matast, er salurinn rýmdur, annaðhvort algerlega, ef dansa skal á eftir, eða borð eru sett um endi- langan sal, sem menn svo bekkjast við að máltíð lokinni, karlar og konur, og stytta sér stundir við misdýrar veigar, það sem eftir er samsætisins. Það eru þessi „sam- kvæmi“, sem gefa stúdentalífinu sinn glaða og frjálslega blæ, þau standa á gömlum merg, frá þeim góðu, gengnu dögum, að stúdentar voru karlmenn ein- ir, og enn lifa þau vel, þótt dansinn keppi við þau, en hann er kominn inn í stúdenta- lífið með konunum. Áður en langt um líður „hækkar stemn- ingin“ og menn taka að kyrja stúdenta- söngva, einn, eða fleiri, stundum allir, Byrja menn þá ósjaldan með að drekka til virðingarmönnum, svo sem umsjónar- manni og þá með þessum formála, er all- ir taka undir og kveða við raust: Det var í vár ungdom den fagraste v&r, man drack varandra till och sá sade man: gut&r! Och alla s& dricka vi nu inspektor till! Inspektor svarar með skjálfandi rödd: Och inspektor svarar icke nej diir ti 11. Ty — det var i v&r ungdom den fagraste v&r man drack varandra till och sft sade man: gut&r! :,: Ja m& han leva, ja m& han leva, ja m& han leva uti hundrade &r! :,: Til þess að minnast eldri mannanna, sem slitið hafa stúdentahúfum sínum og komnir eru út í harðbrák veruleikans, syngja menn vísumar úr „Alt Heidel- berg“: Var áro de som kunde alt blott cj sin ára svika, som voro mán av ákta halt, och vitrldens lierrar lika? De drogs bort fr&n vin och s&ng till vardagsiivets tr&k och tv&ng; o, jerum, jerum, jerum, o, qua: mutatio reruml Heimspekingar: Den ene vetenskap och vett in i scolares mánger, Lögmenn: den andre i sitt anlets svett pá paragrafer vránger, P í' e s t a r: en pl&strar sjálen, som ár skral, Læknar: en lappar liop dess trasiga fodral; o, jerum, jerum, jerum, o, quae mutatio rerum! Standa þá upp allir stúdentar í þeirri röð, sem þeir eru nefndir í vísunni til virð- ingar embættisbræðrum sínum. Nú kom- ast menn í gott skap, og rekur þá hver vísan aðra: stúdentasöngvar eins og Sjung om studentens lyckliga dag! Glunt- og Bellmans-söngvar, þjóðvísur, ekki síst sj ómannavísur, því Nýlendingar elska hafið og skerjagarðinn og sker-garðs- stúlkumar: En sjöman álskar havets v&g, hör v&gornas brus, nár stomien skakar mast och t&g, hör stoiTnarnas sus. Farvál, farvál, förtjusande mö! Vi komma vál snart igen! eða Vinden drar, skeppet far bort till fjarran land, och sjömansgossens lilla, lilla ván st&r sörjande p& strand. Þá em fengnir til menn, sem kunna að

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.