Stúdentablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Qupperneq 18

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Qupperneq 18
12 STÚDENTABLAÐ 1926 asta lagi. — Svo kvað Sneglu-Halli til Haralds konungs Sigurðssonar: „Selja mun’k við sufli sverð mitt, konungr, verða, ok, rymskyndir randa, rauðan skjöld við brauði; hungrar hilmis drengi, heldr gangu vér svangir; mér dregr hrygg at hverju (Haraldr sveltir mik) belti.“ Og í Halldórs þætti Snorrasonar segir svo um málasilfur konungs: „Þat silfr var kallat Haralds-slátta; þat var meiri hluti koparu. Svo virðist, sem menn hafi hvorki sótt til hans góða matarvist né fé, en þó varð honum ekki verra til hirðmanna en öðrum konungum þeirra tíma. En hversvegna breyta menn þannig, án þess að skynsemin bjóði þeim það, og oft þvert á móti henni? Hvað er það, sem knýr bæði menn, og ýms dýr líka, til þess að leita félagsskapar við einstaklinga sömu tegundar? Þessum spurningum reynír sálarfræðin að svara með kennin^u sinni um eðlis- hvatir. Ilún gerir ráð fyrir því, að bæði hjá mönnum og æðri dýrum hafi þróast nokkrar frumhvatir. Þessar iivatir eða þrár lýsa sér í því, að ef þeim er ekki full- nægt, finnur lífsveran til óánægju með þau lífskjör, sem hún á við að búa, en fær löngun eða þrá eftir einhverju öðru, sem hún veit oft ekki hvað er. Það er þá óákveðin þrá til einhverra breytinga. En ef hvötinni er fullnægt, hverfa áhrif henn- ar sem dögg fyrir sólu. Ein þessara hvata er hjarðhvötin svo- nefnda eða félagshvötin. Hún er sameigin- leg bæði fyrir menn og sum æðri dýr. Á elstu tímum, meðan löndin voru lítið bygð, hefir hún átt miklnn þátt í því að halda mönnunum saman í flokkum eða hjörðum og þannig stutt að þróun félagslífsins. Hún hefir skapað þéttbýli og þar með þörf fyrir sameiginleg lög, og skilyrði fyr- ir þróun æðra félagslífs. Þegar mennirnir fara að hafa fasta bústaði, taka borgirnar að myndast, með öllum kostum og löstum, sem þeim fylgja. Eftir því sem þær verða stærri vex aðdráttarafl þeirra á fólkið í landinu. Bættar samgöngur gera fólks- strauminn greiðari. Og þær halda áfram að vaxa langt fram yfir það sem holt er fyrir þjóðina, sem landið byggir. — Borg- in verður þjóðfélagsmeinsemd, aðsetur ólæknandi spillingar og lasta, En það fer ekki hjá því, að hún framleiði jafnframt ýmsar fágætar dýrar perlur í menningu þjóðarinnar. Félagshvötin virðist því vera mannin- um jafngömul og runnin honum í merg og bein. Þess vegna er hún svo sterk í manneðlinu og lætur svo mikið til sín taka í athöfnum vorum. — Þeir menn eru fáir í menningarlöndunum nú á dögum, sem eru ekki í einhverjum innri félags- skap, — félagsskap, sem snertir ekki at- vinnurekstur eða hagsmuni meðlimanna beinlínis, góðgerðafél., skemtifél., ung- mennafél., íþróttafél. o. s. frv. Og ekki má gleyma félagsskap milli einstakra manna, sem skapar allskonar vináttubönd, því að varla er sá maður til í víðri ver- öld, að hann eigi sér ekki einhvern félaga, einhvern vin. — En eftir þvi sem menn gefa sig meira við fjölmennum félagsskap minkar þörfin fyrir félagsskap og vináttu einstakra manna. Vinfestið minkar og trygglyndið líka. — Fyrrum, þegar bygðin var strjál, samgöngur erfiðar og samkom- ur fáar, hafa menn orðið að leita félags- hvötinni fullnægingar í fámennum hóp vina. Vinátta þeirra og félagsskapur varð því meira virði, sem hann var torsóttari. Menn voru því vinfastari og trygglyndari. Það kemur skýrt fram í Hávamálum, hve mikils forfeður vorir mátu mannleg- an félagsskap og vináttu: „Ungr vask forðum, fórk einn saman,

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.