Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1926, Blaðsíða 21
1926 STÚDENTABLAÐ 15 Næsta dag (hinn 1. júní) var gengið til dagskrár. Um ínorguninn var fyrirlestur hjá ríkisskjalaverðinum í Lúbeck, dr. Georg Fink um sögu Lu- becks og Norðurlanda, en seinni hluta dagsins var farin ferð til að skoða járnsmiðjur miklar, sem eru utan við borg- ina. Um kvöldið hafði stú- dentunum verið boðið til bjór- drykkju í Scbiffergesellscbaft- haus — hafði Lúbeckcr Alt- herrenvereinigungen (fél.eldri stúdenta í Lúbeck) það boð inni. Þegar hér er komið sögu, var eg enn ekki kominn til borgarinnar. En skemtileg til- viljun réð því, að einmitt á þessum stað hitti eg stúdent- ana, þar sem þeir sungu hinn fornfræga stúdentasöng: Gau- deamus igitur-yfir mjögforn- legum bjórkollum. Tóku þeir mér með miklum fagnaðarlát- um og kváðust hafa verið teknir að örvænta um mína þangaðkomu. Var þegar í stað drukkin skál Islands í hinum víðfræga þýska miði, en mag- ister bibendi setti mig sér til hægri handar og spurði mig tiðinda. Síðar varð eg að ganga fyrir fulltrúa hvers lands fyrir sig og segja þeim nokkuð af Islandi og virtust mér fáir þaulkunnugir uin land vort; jafnvel einna síst vorir nánustu frændur. Haus der Schiffergesellschaft er æfa- fornt að öllum húsbúnaði, útskornar brik- ur, bakháir bekkir og lítt hefluð langborð. Þar loguðu kyndlar að fornum sið og voru myndirnar og áletranirnar á veggjunum Tveir seiðmenn Sigurður Skúlason stud. mag. mjög teknar að sortna af reyk. Var lík- ast því sem maður gengi beina leið inn í miðaldirnar, er komið var innjí þetta einkennilega, en þó skemtilega hús. Hér giltu enn hin fornu kappdrykkjulög. Var Licentiat Dag Strömback og

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.