Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 23
1 926
STÚDENTABLAÐ
17
dauða og',gerði 60—80 þúsund stúdentum
fært að halda áfram og lúka námi.
íþróttahreyfingin hefir sprottið af bardaga-
eðlinu. Hverskonar líkamsmenning hefir
stórum eflst fyrir aðgerðir Stúdentasam-
bandsins, eigi einungis meðal stúdenta
sjálfra, heldur þjóðarinnar í heild. Hafa
stúdentar gert þá allsherjarsamþykt sín á
millum, að enginn skuli fá að taka em-
bættispróf, nema hann hafi áður stundað
líkamsæfingar að staðaldri í tvö ár. Er
þetta einskonar uppbót fyrir heræfingar
þeirrar almennu varnarskyldu, sem afnum-
in var með friðarsamningunum og vitan-
lega var afbragðs-skóli líkainlegrar hreysti.
En menningarbarátta stúdentaforingjanna
hefir leitt til víðtækra umbóta á háskól-
unum. Reynt er nú að efla meir alhliða
þekkingu stúdentanna en áður hefir tíðk-
ast og hjálpa þeim til að skapa sér sem
fullkomnasta heimsskoðun. — Var erindi
þetta mjög athyglisvert og hið fróðlegasta,
þótt hér verði fátt eitt af því sagt. Hr.
Gerloff var sjálfur einn af frumstofnend-
um þessarar stórkostlegu sjálfsbjargarvið
leitni stúdentanna.
Loks talaði cand. jur. Bergli-Malmö
(sænskur maður) og lýsti norrænu stúd-
entalífi af mikilli fyndni og andríki. Panst
Þjóðverjum mikið til um ræðu hans, enda
voru þeir alls ófróðir um það efni.
í umræðunum á eftir var gerð svohljóð-
andi samþykt:
„Stúdentar þeir frá Svíþjóð, Danmörk,
Noregi, Pinnlandi, íslandi og Þýskalandi,
sem nú eru samankomnir í Lúbeck, tjá
sig þess fúsa, að viðhalda í framtíðinni
þeim persónulega kunningsskap, sem
stofnað hefir verið til á mótinu. Tilraun
væntanlegrar samvinnu verður hagað
sem hér segir:
1. Utgáfa fréttablaða fyrir stúdenta.
2. Gagnkvæm aðstoð við útgáfu þessara
blaða.
3. Upplýsingar um stúdentalíf við ein-
staka háskóla og skýrslur um erlenda
stúdenta við hvern skóla.11
Var þá dagskránni lokið. En einn full-
trúi frá hverju landi mælti nokkrum þakk-
arorðum til þeirra, sem veitt höfðu mót-
inu svo ágæta forstöðu og sömuleiðis fyr-
ir hinar gestrisnu viðtökur í Lúbeck. Lauk
mótinu með hraustlegu „Gaudeamus igitur“.
öllum þeim, er sóttu mót þetta mun
verða það minnisstætt á margan hátt, ekki
síst vegna þess, að um leið og þvi lauk,
liófst 700 ára hátíð Lybiku, er stóð yfir
þrjá daga. Dvaldist allur þorri stúdent-
anna í Lúbeck meðan á hátíðahöldunum
stóð, svo að þeim gafst enn mikill kostur
á að kynnast betur.
Nordische Gesellschaft hafði boðið full-
trúunum til hljómleika i Maríukirkjunni um
kvöldið. Sem einskonar preludium að hátíð-
inni höfðu verið valdir til meðferðar snill-
ingarnir Buxtehude og Bach. Hinir vold-
ugu hljómar: Gloria in excelsis og Singet
dem Herrn ein neues Lied, virtust blása
lífi í kalda steinveggi þessarar merkilegu
kirkju og lyfta sálunum upp í heim róm-
antískra drauma. Hin fornfræga Kansa-
borg íklæddist enn ljóma ævintýrsins.
Hinar forkunnar-stílfögru byggingar voru
skrautlýstar og rauði og hvíti borgarfán-
inn blakti úti fyrir hverjum glugga. En
úti á höfninni lá nýtísku bryndrekinn
„Emden“ og varp geisisterku kastljósi
yfir turnana sjö, sem eru höfuðstolt og
prýði borgarinnar.
Benjamín Kristjánsson.
-----o----