Stúdentablaðið - 01.12.1926, Síða 24
18
STÚDENTABLAÐ
1926
Þoka.
Ævintýri.
Gamla fólkið segir, að þokan sé kóngs-
dóttir í álögum og sá smali geti leyst
hana úr álögunum, er stilli sig um að bölva
henni í fimtán ár.
En eg veit ofurlítið meira. Eg hef heyrt
söguna eins og hún gerðist. Iieimildir mín
ar eru öldurnar, sem hlæjandi hjala við
fjöruborðið, þokan sjálf, sem líður yfir
kolsvarta sandana og loks hefur drangur-
inn uppi í hlíðinni sagt mér sína sögu.
Sagan er á þessa leið:
Við ströndina voru háar brekkur. Þær
voru grasi grónar og skreyttar með blá-
gresi og lyngi. Birkirunnar og reynitré
sveifluðu greinunum, þegar vindurinn þaut,
og kliðurinn heyrðist langar leiðir, þegar
laufin slógust saman.
Smalinn úr Garðshorni var vanur að
halda ám sínum þar til beitar. Þær dreifðu
sér um brekkurnar og hámuðu í sig grasið.
En niðri við ströndina voru svartar
klappir. Þar nauðaði hafaldan nótt og nýt-
an dag. Og þegar stormviðri geysuðu, sax-
aði brimið þarann og þeytti honum upp
á land. Þar sölnaði hann og dó. Þegar
bárurnar ýfðu kambana, var eins og hvít-
sigldum skipum væri stýrt að landi. En
ef sólin skein og sjórinn var kyrr og lygn,
kom lítil hafmey upp að klöppunum. Hún
velti sér í vatnsskorpunni og let jarpa
lokkana flaxast. Limaburðurinn var mjúk-
ur og liðlegur, hver hreyfing annari feg-
urri.
Uppi á ströndinni sat smalinn og horfði
á hafmeyna. Honum fanst hún vera opin-
berun yndis og fegurðar úr einhverri ver-
öld, sem honum væri lokuð. Hann horfði
yfir hafið, silfurgrátt og sindrandi, en
kuldalegt. Honum fanst það vera að skora
á sig að sækja í hendur sér alla þá dýr-
gripi, sem lægju fólgnir í undirdjúpum.
Smalinn gekk ofan á klappirnar. Iíaf-
meyjan þeytti sjóinn, svo að hann freyddi.
— Hann settist niður. Hún nálgaðist klapp-
irnar.
Þegar sólin vermdi klappirnar og
hreinskær morgundöggin þornaði af gras-
inu, sátu þau saman við sjóinn, smalinn
úr Garðshorni og einkadóttir sjávarkóngs-
ins.
öldurnar hvísluðu: „Þið fáið aldrei að
njótastu. Laufið á trjánum sagði lágt: „Ást
ykkar þornar upp eins og dögginu.
En smalinn úr Garðshorni sagði: „Eg
elska þig. Við mætumst hér á klöppunum
á hverjum degi þangað til haddur þinn
verður hvítur eins og særokið, en höfuð
mitt eins og jökultindur. Hefurðu séð þeg-
ar sólin skín á rjúkandi hafið og fölvan
gadd. Þannig skín ástin á okkur fram á síð-
ustu stundu.
Hafmeyjan litla titraði í faðmi hans.
„Þú kemst ekki lengra inn í ríki mitt og
eg ekki heldur inn í þína veröld. Ást
okkar hnýtir saman land og sjó. En eg er
ekki hafið alt og ást mín er ekki hið eina
sem ræður. Faðir minn er voldugur, en
hjarta hans kalt eins og ís. Ef hann heyr-
ir um ást okkar, fæ eg aldrei leyfi til að
koma“.
„Þú kemur samt“, sagði smalinn.
„En það getur í'arið veru, sagði haf-
meyjan. „í sjónum eru töframenn miklir
og álög þung. Hugsaðu þér, að nornirnar
breyttu mér í dýr, fisk, sem biti á öngul
þinn, eða fugl, sem þú rotaðir með steini“.
„Eg mun ætíð þekkja þig“, sagði smal-
inn. „I augum þínum mætast himinn og
haf. Þig mun eg ætíð þekkja“.
Iíafmeyjan grét. Brjóstið lyftist eins og
undiraldan.
„Sérðu steindrangana uppi í hlíðinni?“
hélt hann áfram. „Þeir eru kaldir og harð-
ir. Eg legg svo á sjalfur og mæli um, að á
þeirri stundu, sem eg ekki þekki þig, skuli
eg verða að steini hvar sem eg stend“.