Stúdentablaðið - 01.12.1926, Page 27
1926
STÚDENTABLAÐ
21
Stúdentagarðurinn.
Eins og lesendum Stúdentablaðsins er
kunnugt, hófu stúdentar fjársöfnun til
stúdentagarðsbyggingar fyrir réttum fjór-
um árum. Fjársöfnunin hefir gengið von-
um framar. í sjóði eigum vér nál. 90 þús.
kr. og í gjafaloforðum, sem væntanlega
greiðast á næstu 2—5 árum, um 45 þús.
Frá ríkissjóði fær sjóðurinn á næsta ári
50 þús. kr., samkv. fjárlögum. Nemur þetta
alls um 185 þús. kr. Samkv. undirtektum
síðasta Alþingis og ríkisstjórnar teljum vér
sjóðnum vissar 50 þús. kr. frá ríkinu á
fjárlögum 1928. Verða þá allar eignir og
vonir sjóðsins nál. 235 þús. kr.
En betur má, ef duga skal. Gert er ráð
fyrir, að garðurinn kosti uppkominn 300
—350 þús. kr. Það fé, sem enn vantar á
þessa fjárupphæð, vonum vér að fá með
frjálsum framlögum einstakra manna og
félaga, og þá einkum bæja- og sýslufélaga.
Nokkrar sýslur og bæir hafa nú þegai
► ákveðið að „kaupa“ herbergi í garðinum,
er beri nafn sýslunnar eða bæjarins og
hafl stúdent þaðan forgangsrétt til þess
herbergis. Vér stúdentar berum ríkar von-
ir í brjósti, að skilningur íslensku þjóðar-
innar fari enn vaxandi á þessu nauðsynja-
máli voru, og á þessum vetri bætist í hóp-
inn allar þœr nýdur og bœir, sem enn sitja
hjá.
Frá Vestur-íslendingum eigum vér og
fjárvon. Ný selskinna var gjörð í fyrra
og send vestur um haf. Heitir hún Vestur-
íslendingabók. Hver Vestur-íslendingur,
er þar skráir nafn sitt, geldur J/2 dollar
til bókarinnar. Rennur helmingur þess
beint til garðsins, en hinn helmingurinn í
sjóð, sem varið skal til styrktar vestur-
ísl. stúdentum, er vilja stunda nám við
Háskólann hér.
Enn er eigi fullráðið, hvar Stúdenta-
garðurinn verði reistur. Stúdentagarðs-
nefndin hefir beðið bæjarstjórn Reykjavík-
ur um lóð undir garðinn í Skólavörðuhæð-
inni. Margt mælir með þessum stað, með-
al annars er þar afburðafagurt og vitt út-
sýni, Landsspítalinn er þar skamt frá, og
ekki væri það síst hagkvæmt fyrir garð-
inn að njóta góðs af laugavatninu, sem í
ráði er að leiða til Landsspítalans og barna-
skólans og nota til upphitunar. Loks má
minna á háborgarhugmyndina, sem stöðugt
festir dýpri rætur í hugum manna, þótthún
hafi mætt nokkurri andúð, vegna óheppi-
legra tillagna, sem komið hafa fram frá
ráðandi mönnum.
Stúdentagarðsnefndin hefir ákveðið að
bjóða út teikninguna að garðinum og gefa
öllum, er vilja, kost á að keppa. Var ráð-
gert að tilkynna samkepnina í byrjun sl.
mánaðar, en vegna einhverra tafa, höfum
vér enn ekki fengið endanlegt svar frá
bæjarstjórn Rvíkur við beiðni vorri um
lóðina. Dragist það ekki lengi enn, reis-
um vér garðinn, eða hluta af honum, næsta
sumar.
Vér höfum þegar nægilegt fé til þess
að geta hafist handa og byrjað á verkinu.
Og Stúdentagarðurinn verður að rísa sem
fyrst, traustur og fagur, stúdentum til
heilla og þjóðinni allri til sæmdar.
Lúdvig Gubmund8Son,
----o----
Hrapið.
Eg var sem í hugljómun hæstri,
hendi mín skrifaði greitt.
Eg hálfur í himninum lifði,
um hinn partinn vissi’ eg ei neitt.
Eg skrifaði, en hugurinn hálfur,
sem himnanna dvaldi í rann,
hendinni skipaði’ að skrifa;
í skínandi gleði eg vann.
Mig bar sem 1 ljúfustu leiðslu
svo langt yfir dægurstríð