Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 8
4 STÚDENTABLAÐ kostað hafa of fjár. En það, sem öll jarð- rækt fyrst og fremst byggist á, efnasam- setning- jarðvegsins og gerlagróðurinn í hon- um, má heita að vera órannsakað mál, og enn er enginn kominn til að segja, hve mik- ið fé árlega fer í súginn fyrir það. Árið Í932 kom hingað einn hinn fremsti kunn- áttumaður Dana í jarðvegsfræði, próf. Fre- derík Weis, maður, sem unnið hafði mikið nytjaverk með rannsóknum sínum og fund- ið nýjar og auðveldari aðferðir til að rækta upp óræktarlöndin í heimalandi sínu, heið- arnar józku. Hann skoðaði jarðveg hér og lét svo um mælt, að hann vildi vera orðinn ungur í annað sinn og mega gefa sig við rannsóknum á íslenskri mold, svo mörg og merkileg viðfangsefni sagðist hann sjá, að þar biðu úrlausnar. Hann tók með sér mörg sýnishorn af mold, en entist ekki aldur ti! að rannsaka þau til hlítar. Viðfangsefnin í moldinni bíða enn úrlausnar, úrlausnar ís- iendinga sjálfra, sem sú mold hefir borið, og höfum vér ráð á að láta þau bíða lengur? Það er með þetta fyrir augum, sem hér hefir verið sagt, að ýmsir menn frá Há- skólanum hafa um skeið vakið máls á því, að komið yrði á stofn við Háskólann deild, er hefði með höndum hagnýtar rannsóknir í þarfir atvinnuvega þjóðarinnar. Þeir hafa viljað, að vér tækjum oss til fyrirmyndar ungu háskólana frá síðustu ái'atugum, sem n.argir hafa slíkar rannsóknardeildir. Þetta mál er nú komið á þann i-ekspöl, að háskóla- ráðið hefir sent landsstjórninni frumvarp til laga um stofnun þessarar deildar, og hefir frumvarpið verið borið fram á Al- þingi. Kemur nú til kasta Alþingis um af- drif þessa máls. Ilver sem þau verða, þá hefir Háskólinn með þessu sýnt, að hann vill taka ærinn þátt í baráttu þjóðarinnar fyrir lífinu, fyrir tilveru sinni. Þá baráttu befir þjóðin að vísu áður háð, en líklega aldrei tvísýnni eða alvarlegri en nú. 14. nóv. 1934. Stúdentagarðurinn í haust er stórmáli, sem' stúdentar hafa barist fyrir um margra ára skeið, vikið heilu í höfn. Stúdentagarðurinn, sem hefir kostað svo mikla baráttu og erfiðleika, er kominn upp. Eigi er hér rúm til að °eta allra þeirra, sem stutt hafa að byggingu Garðs, en þar liafa margir unnið ósleitilega og verið gefn- ar stórgjafir, og fyrir dugnaö og drenglund slíkra manna, er nú til heimili fyrir 34 stúd- enta, sem hafa þar ódýrt og gott húsnæði og um leið betri skilyrði til að búa sig undir þau störf, sem bíða þeirra. Ennfremur mun allt félagslíf stúdenta glæðast mikið, því húsleysið hefir staðið því tilfinnanlega fyrir þrifum. Á Garði búa nú 37 stúdentar og fluttu flestir þangað 1. okt., en þá var Garður <?i <y— Herbergi á Garðj

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.