Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 17
STÚDENTABLAÐ
13
sýnt, að afkasta má listrænum afrekum
samfara öðrum störfum, og- er sú viðleitni
mjög lofsverð. Til allrar hamingju njóta
góðir hæfileikar oft viðurkenningar hér á
íslandi, hvað sem líður titlum og stimplum.
Bráðum eignast Island þjóðleikhús, en
það verður þjóðinni hvöt til þess að semja
ný leikrit. Hér er gnóg-t viðfangsefna úr
fortíð og nútíð, og- vissulega má vona, að
erlendum leikritasýningum fækki að mun
frá því, sem nú er. — Ég gat þess áðan, að
leikritagáfan er til, og hún mun betur koma
í ljós, þeg-ar aðstæður batna. Vonandi kem-
ur sá tími, að íslenzk ópera verði sýnd hér.
Það er augljóst mál, að leikhúsið getur
ekki haldið uppi stórri hljómsveit né fjöl-
mennum leikflokki, en eigi að síður má
gera sér vonir um, að hin tiltölulega
mikla gáfa og fórnfýsi leikaranna geti
haldið uppi íslenzkri leiklist. Þessum erf-
iðu kringumstæðum virðist jafnvel fylgja
einn kostur: I stað erlendra leikbragða
nvun leikhúsið geta þroskað innlenda, þjóð-
lega krafta. í því er fólgin von um þjóðlega
list með íslenzkum hætti.
Minni hætta er á því, að myndlistin, högg-
myndalist og málaralist, verði fyrir erlend-
cm áhrifum. Þar liggur vörnin í viðfangs-
efni því,sem listamennirnir velja sér, landinu
sjálfu, með öllum þess einkennum. Sams-
konar tap og verður, þegar ritverk íslenzkra
höfunda eru þýdd af erlendu máli á ís-
lenzku, kemur ekki til greina, meðan lista-
mlennirnir velja sér íslenzk viðfangsefni. Því
miður er hér líka tilfinnanlegur skortur á
útbreiðslumög-uleikum. En framavegur getur
þetta verið: tslenzk myndlist getur eignazt
útlenda aðdáendur, sökum þess að listaverk-
in eru auðskilin og þurfa engrar útlistunar.
Hrifning manna er því meiri, því stórbrotn-
ara sem viðfangsefnið er, og betur í samræmi
við land listamannsins, því að þá setur það
fram eitthvað sérstakt.
Til eru önnur svið, sem virðast hafa
möguleika fyrir sjálfstætt menningarlegt líf
íslendinga. Samt getur manni ekki dulizt
sú hætta, sem stafar af því, að mörgum
liættir til að herma eftir Ameríku og ev-
rópeiskum þjóðum, og getur það spillt
fyrir frumlegi-i íslenzkri list, enda apa menn
það oftast eftir, sem lakast er.
Ýms erlend menning, sem flutt er til Is-
lands, verður hér eins og útbúnaður í brúðu-
etofu. Island verður að velja sér fyrirmynd-
ir og viðfangsefni við sitt hæfi. Háskóli Is-
iands, helzta vísindastofnun landsins, verður
fyrst og fremst að annast rækt og hirðingu
íslenzkrar menningar, ekki sízt nýrri tíma.
Hér er verkefni, sem þessi háskóli verður
aó leysa einn og getur líka leyst: að rækta
arf íslenzkrar menningar. Enginn háskóli er
metinn eftir tölu deilda sinna, heldur þeii’ri
dýpt, sem hann nær á einstökum sviðum.
Það, að halda uppi þjóðlegTÍ menningu og
útbreiða liana, er styrkur fyrir pólitískt
sjálfstæði íslands. Land án hers og vopna
getur því aðeins leitað sér verndar í því, að
það hafi verðskuldað að vera viðurkennt
sem menningarþjóð. Það hefir ætíð verið tal-
inn lítill heiður að kúga þjóð með hárri
menningu og hefir slíkt vakið mótmæli
fiestra siðaðra þjóða. Heiminum er það
mikilsvert að halda uppi margbreytni í lífi
þjóðanna. Væri allt á sömu bókina lært,
blyti það að leiða til andlegrar fátæktar
r. eðal allra menningarþj óða.
Bruno Kress.
Stúdentasöngbókin.
Ix)ks er ný stúdentasöngbók komin út. Er út-
gáfa hennar eitt af afrekum Stúdentafélags
Reykjavíkur. Hafa stúdentar fundið skort henn-
ai tilfinnanlega að undanföniu við orgíur sínar,
j-egar sönggáfan hefir komið yfir þá inter procula.
Nú er því nóg til að syngja, en eftir eru sterku
vinin til að knýja sönggáfuna fram. Skýtur
Stúdentablaðið þeirri athugasemd til liáttvirts
xVlþingis, og vonar að það skilji, að tvennt er
það, sem óaðskiljanlegt er: Sterku vínin og söng-
bókin.