Stúdentablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ
17
Fagra veröld -
Tómas Guðmundsson
Það getur stundum komið fyrir mann,
sem er á rölti hér um miðbæinn, að honum
detti eitthvað í hug’, sem hann heldur, að
ong'um hafi dottið í hug áður, eða sjái eitt-
livað öðruvísi en hann sá hað í gær eða
fyrradag. Og honum er um megn að víkja
þessu úr huga sér, fyrr en hann getur látið
hað í ljós á einhvera hátt, í tónum, mynd
eða ljóði. Og hið undarlega getur hent, að
yrkisefnið verði svo tengt höfundinum, að
maður geti naumast hugsað sér annað án
liins. Að minnsta kosti get ég ekki munað
lengur, hvort ég kynntist Tómási Guð-
mundssyni fyrst í Austurstræti eða Aust-
urstræti fyrst hjá Tómási Guðmundssyni.
En eitt er \ast, að ég get varla hugsað
mér Austurstræti án T(Smásar eða Tómás
án Austurstrætis.
Tómás kann mikið í heimspeki Austur-
strætis. Þar hefir hann fundið unnustur
sínar á stjömubjörtum kvöldum, hegar
máninn stóð hálfur yfir Esjunni, og har
hefir hann týnt heim aftur, eitthvað út í
rökkrið, og eftir situr bara skugginn eins
og kolsvartur hrafn á hvítri Pallasmynd úr
ieir. Og hrafninn rekur nefið inn í hlust
lionum og grenjar: — Aldrei meir! Annars
veit ég ekki hvernig á hví stendur, að heg-
ar ég las hið skemmtilega kvæði Tómásar
um Austurstræti, há datt mér í hug franskt
kvæði, sem ég var búinn að gleyma, eða
réttara sagt, sem ég gat aldrei almennilega
lært, utan eina vísu. Hún er um hinn guð-
dómlega gleðileik, lífið sjálft, har sem allar
persónumar deyja í fimmta h^tti, og er
eitthvað á hessa leið:
On entre, on crie;
c’est la vie.
On crie, on sort;
c’est la mort.
Kvæðið um Austurstræti er kvæðið um
hina hraðfleygu æsku hins hverfula sum-
ars. Og við vitum, að eftir fer dauðinn,
hinn rnikli magister bibendi, sem að lokum
segir slitið hinni dásamlegu orgíu lífs vors,
og há sjáum við mest eftir hví, að hafa
ekki vakað dálítið lengur.
Ekki verður sagt, að landnám Tómásar
sé víðfeðmt. Af hinu forna landnámi Ing-
ólfs hefir hann ekki helgað sér annað en
Reykjavík, frá Vatnsniýrinni að Vestur-
bænum, að báðum stöðum meðtöldum. En á
hessu svæði er hann líka kunnugur. Eina
nótt, hegar borgin svaf við opna glugga,
hefir hann dvalið við Vatnsmýrina í minn-
ingu heirra söngva, sem eru löngu dánir og
hlustað á lóuna, sem var að æfa lögin sín
undir konsertinn, sem hún ætlaði að halda
daginn eftir. En hann er minnugur hess,
að allt er hverfult, og hinar björtu nætur
sumarsins hverfa bráðum inn í sorta
skammdegisnóttanna:
Ó, sál mín, sál mín! Svona komu forðum
sumurin öll, sem horfin eru í bláinn.
Og hað sem hann sér og heyrir, verður
honum um megn; hann rís hljóður á fætur
og dregur tjöldin fyrir gluggann.
Svo koma hessar ljóðlínur úr kvæðinu
„Sumargestir", sem ég veit ekki almennilega,
hvort eru heldur ljóð, lag eða málverk: