Stúdentablaðið - 01.12.1934, Side 12
8
STÚDENTABLAÐ
íkolast áin sumstaðar upp að aldagömlum
múrunum, en hinu megin grænar grundir,
tijáraðir og blómagarðar. Þetta eru hinir
víðfrægu Backs (bakgarðar). Brýr og stein-
bogar, margvíslegir að gerð, tengja stúd-
cntabústaðina við þessa garða og auka á
yndisfegurð árinnar. Einn af stúdentagörð-
unum, St. John's College, liggur á báðum
bökkum árinnar, og er tengdur saman með
yfirbyggðri brú.
Ilverjum stúdentagarði tilheyrir bókasafn,
stórt og fullkomið, og kapella. Eru þæc
margar stórar og afbragðsfagrar. 1 sam-
komusalnum (Hall) ,sem jafnframt ermatsai_
ur, safnast allir stúdentar garðsins og kenn-
arar til máltíða a. m. k. einu sinni á dag.
Hver stúdent hefir jafnan 2 herbergi tii
íbúðar, svefnklefa og stofu. Mjög eru hý-
býli stúdentanna misjöfn, sumstaðar dimm
og þægindalaus smáherbergi, en annars-
staðar stórir og skrautlegir salir með rík-
mannlegum húsgögnum.
Töluvert strangur agi er á stúdentagörð-
unum, og býst ég við, að okkar stúdentar
yndu varla öðrum eins. Engum er leyfð út-
ganga eftir kl. 10 að kvöldi, og fyrir kl. 12
verða allir að vera komnir inn. Dyraverð-
irnir hafa á þessu strangar gætur, og ekki
er árennilegt fyrir þá, sem seinir verða í
tíðinni, að klifra yfir múra'na, sem umlykja
stúdentagarðana og eru oft fleiri mannhæð-
ir, að ofan alsettir göddum eða oddhvössum
glerbrotum. Sama aga hlýta stúdentar þeir,
sem úti í bænum búa. Eru húsmæðurnar oft
Englandsfararnir: Sigurður Samúelsson,
stud. med., Baldur Johnsen, stud. med.,
Auður Auðuns, stud. jur., Lea Eggerts-
dóttir, stud. mag., Páll Hallgrímsson, stud.
jur. og Bjarni Bjarnason, stud. jur.
og tíðum strangari en dyraverðir stúdenta-
garðanna, þar sem þær eiga á hættu að
missa leyfið til að leigja stúdentum, ef
þær eru staðnar að því að gefa rangar
skýrslur um hegðun þeirra. Eftir að rökkva
i'er á kvöldin verða allir stúdentai’ að
klæðast „cap and gown“, en svo er nefndur
cinkennisbúningur þeirra. Umsjónarmenn
frá stúdentagörðunum (proctors) þekkja þá
stúdentana frá öðrum borgarbúum, og séu
]>eir með óspektir eða hávaða á götunum,
sem oft skeður, er hægur vandi að ná í söku_.
dólgana og sjá um, að þeir sæti refsingu,
sem oftast er sekt. Ekki þýðir stúdentun-
um að ætla sér að hlaupa frá þessum refsi-
vöndum háskólaagans, því að þeir hafa með
séi' fóthvata aðstoðarmenn.sem stúdentarnir
kalla ,,bulldogs“, enda hækkar þá refsingin
um helming. Búningur stúdenta er leifar
frá klæðnaði stúdenta á miðöldunum. „The
gown“ er mussa eða skykkja tæplega hné-
síð, með ótal rykkingum og fellingum á
baki og opin að framan. Oftast er hún svört
á lit, einstöku sinnum dökkblá og að öðru
leyti ofurlítið mismunandi fyrir hina ýmsu
stúdentagarða. Á sumum þeirra eimir eftir
af einskonar vasa eða poka rétt hjá erma-
opinu, og betluðu stúdentar forðum sé>-
fæðu í hann. „The cap“ er einkennileg kolL
húfa með ferhyrndu spjaldi á hvirfli og
skúf á því miðju, svört að lit. Sama búning
bera kennarar og M. A.s, en úlpa þeirra er
síðari og skúfurinn lengri á húfunni. Bún-
ing þenna bera og allir við fyrirlestra og