Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 16
12 STÚDENTABLAÐ að gestrisnina á einhverju útlendu máli eða léiegri íslenzku. Sá, sem vill gaumgæfilega kynnast lífsskilyrðum íslendinga, verður að gera sér far um að læra málið til þess að geta séð, hvað í þjóðinni býr og fylgzt með hinum andlegu hreyfingum í ræðu og riti. Af þessari vankunnáttu ferðamanna er það skiljanlegt, að fjöldi útlendra bóka fjalla aðeins um ísland á yfirborðinu. Að vísu er það skemmtilegt að lesa um land, sem er svo sérkennilegt að landslagi og jarð- myndun sem ísland er, og mörgum erlend- um lesöndum mun þykja það frásagnar \ert, að íslendingar borði skyr og eigi bíla og bíó. En slíkar yfirborðsfrásagnir vekja engan skilning- á þeirri lífsbaráttu, sem landið heyir fyrir menningarlegu sjálfstæði sínu. Til þess þarf nána þekkingu á sögu og umfram allt hagsmunalegum möguleikum landsins. Verið hafa þó til menn, sem hafa liaft djúpan skilning á þessum hlutum. Með- al þeirra má nefna próf. Konrad Mauer. Nú á tímum virðist vanta slíka menn. Þess- vegna má sá áhugi, sem nú er vaknaður í Þýzkalandi fyrir íslandi sem öðrum ger- mönskum frændþjóðum þess, vera íslend- ingum gleðiefni. Við þýzka háskóla hafa verið stofnuð embætti fyrir íslenzka sendi- kennara. Þessa breytingu gætu Islendingar notað sér, til þess að vekja athygli á málum sínum. Sjálfstæði Islands. Það er orð, sem nær ekki eingöngu til íslendinga. Sá, sem kemur utan að og kynnist íslenzku þjóðinni nánar, hlýtur einnig að taka þátt 1 baráttu henn- ar fyrir því. íslenzka þjóðin hefir svo marga góða eiginleika, að einnig útlendingurinn óskar þess, að hún megi ætíð vera sjálfstæð heild meðal annarra þjóða, en þessari ósk fyigir þó áhyggjan fyrir því, að sjálfstæðið líði ef til vill undir lok. Island hefir náð pólitísku sjálfstæði. Eftir er að ná fullu fjárhagslegu sjálfstæði. Jarð- argróður iandsins er fátækur, og jafnvel þótt landbúnaður fari batnandi með nýjum aðferðum, mun sjórinn vera eina tryggingin. En það, sem fyrst og fremst á þó að verja, er menningarlegt sjálfstæði Islands. I því tilliti er undravert, hve mikið íslendingum liefir orðið ágengt. Útlendingar hafa undrazt það, að hið forna mál hefir haldizt, þrátt fyrir erlenda kúgun í mörg hundruð ár. Af Norðurlanda- málunum er íslenzkan hreinasta og í sjálfu sér samræmasta málið. Að vísu kem- ur íslenzkan að litlum notum í viðskiptum um víða veröld, en leggi maður stund á hana, er það fögur nautn. Margir eru þeir, sem hafa sett sér það takmark, að halda málinu hreinu og lausu við erlend áhrif. Þeir hafa réttan skilning á því, að hreint og heimagróið mál er grundvöllur allrar sjálfstæðrar menningar. Ég vildi óska, að það væri ekki gamansaga ein, sem ég heyrði einu sinni í Þýzkalandi. I henni er sagt um íslenzka tollvörðinn, að hann framkvæmi ekki aðeins venjuleg störf sín við komur er- iendra skipa, heldur að hann leiti líka að erlendum orðum, seni reyna að smygla sér inn í landið. ísland á tungu, sem það getur verið hreykið af. Því leiðara þykir útlendum mönnum, þegar góðir íslenzkir rithöfundar skrifa bækur sínar á erlendu máli. Það væri óréttlátt að álasa þeim fyrir það, því að Is- land er svo fámennt og getur ekki borið nægi- lega miklar bókmenntir, til þess að tryggja rithöfundum sínum lífvænleg kjör. Hér er sorglegt misvægi á gáfum og möguleikum til að nota þær. Nokkuð væri hægt að ráða bót á þessu, ef kostnaðarmennirnir gætu komið sér saman um að spilla ekki smekk lesandanna með þýðingum lélegra, erlendra bóka, heldur reyndu að bæta hann með vönduðum íslenzkum bókmenntum. Einnig væri það æskilegt, að höfundamir skrifuðu frumrit sín á íslenzku, þó að þeir gæfu ritin einnig út á erlendum málum. Með þessu móti fengju íslendingar ritin beina leið, í stað þýðinga frá annarri hendi. Það leikur enginn efi á því, að skáldgáfan njóti sín bezt á móðurmálinu. — Leikaramir hafa

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.