Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Side 18

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Side 18
STÚDENTABLAÐ 14 Magnús Jónsson prófessor 2. október síðastl. andaðist hér á Land- spítalanum Magnús Jónsson, áður prófessor í lögfræði við Háskóla Islands. Hafði hann fyrir nokkru látið af embætti vegna sjúk- leika og legið langar legur hér á sjúkra- lnísum, en meinið var hjartabilun. Hann var 56 ára gamall, fæddur á Úlfljótsvatni í Grafningi 17. júlí 1878, og ólst þar upp, l'yrst hjá foreldrum sínum, en síðan hjá móður sinni eftir að hún missti mann sinn 8. apríl 1885. Magnús var vel kynjaður í báðar ættir. Faðir hans, Jón Þórðarson, og forfeður hans höfðu lengi búið, maður eftir mann, á Úlfljótsvatni. Magnús gekk inn í Latínuskólann vorið 1892 og- útskrifaðist þaðan 1898. Fór þá á háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi í lögfræði 19. febrúar 1904. Var hann talinn afbragðs námsmaður bæði í Latínu- skólanum og við háskólann, sem og nokk- uð má marka af því, að eftir lögfræðis- prófið fór hann að lesa hagfræði og tók próf í henni 10. júní 1907. Er það fágætt, að menn taki háskólapróf í tveimur fræði- greinum, og sýnir mikla námíysi og áhuga. Magnús var á þeim árum hraustur vel og heilsugóður og iðkaði mjög líkamsíþróttir, fór t. d. daglega i sjó sumar og vetur, hvernig sem veður var. Er það sumra ætl- un, að hann hafi gert ofmikið að þessu og spillt með því heilsu sinni. Hann var mikill vexti og sterkur, en fríður sýnum, og var hann talinn hinn mesti efnismaður. Skömmu eftir að hann tók lagaprófið livæntist hann danskri konu, frk. Harriet Bonnesen, og var faðir hennar stórkaup- maður í Kaupmannahöfn, ríkur maður og vel metinn. Varð þetta til þess, að Magnús settist að ytra. Magnús fékk aðstoðar- n:annsstarf í Magistraten í Kaupmannahöfn og gegndi því í mörg ár. Hann varð ritari nefndarinnar, sem fjall- aði um sjálfstæðismál Islands 1918, þegar Danir viðurkenndu fullveldi þess, og var hér heima með dönsku nefndarmönnunum sumarið 1918. Einnig var hann ritari nefnd- ar þeirrar, sem Danir sendu til Genf eftir cfriðarlokin, vegna suðurjózku málanna. Hann var og ritari dansk-íslenzku millilanda- nefndarinnar fyrstu árin eftir fullveldisvið- urkenninguna og var hér méð hinum dönsku nefndarmönnum sumarið 1920. Mun þá hafa kcmið til orða, að hann fengi embætti hér heimia, og næsta ár varð hann prófessor f lögum hér við háskólann. Við stjómarskiptin næsta ár varð hann íjármálaráðherra í ráðuneyti því, sem Sig- urður Eggerz þá myndaði, og var Magnús þar fulltrúi Framsóknarflokksins. En hann var ekki nema rúmt ár í þeirri stöðu, og tók þá aftur við embætti sínu við háskólann. Hefir hann ritað í Árbók háskólans fróð- lega ritgerð um almennar líftryggingar, og er hún hin þarfasta hugvekja og hið helzta, sem fram hefir komið um það mál á okkar tungu. Magnús var mjög hneigður fyrir landbú- skap og vatna-veiðimennsku. Mörg ár bjó hann á sumrum austur við Þingvallavatn á landskika, sem hann átti þar. En fyrir nokkrum árum tók hann við föðurleifð sinni, Úlfljótsvatni, og rak þar búskap,

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.