Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 26

Stúdentablaðið - 01.12.1934, Síða 26
22 STÚDENTABLAÐ ln memoriam Helgi Scheving Dáinn — horfinn; Þegar ég heyrði þá dapurlegu fregn, að Helgi Scheving stud. jur., hefði farizt á voveiflegan hátt, ætlaði ég varla að trúa mínum eigin eyrum, — ég gat varla fengið mig til að viðurkenna þessa staðreynd fyrir sjálfum mér. Svo ótrúlegt fannst mér og ósanngjarnt, að liann, sem fyrir tiltölulega skömmum tíma var í okkar hóp — lífmikill og fullur af fjöri — skyldi hverfa okkur svona snemma — allt of snemma. I senn gramdist mér og sárnaði. Mér gTamdist, að örlögin skyldu hafa leikið hann svona giúmmilega, og mér sámaði — sárnaði svo mjög að hafa misst hann. En hvað er það, sem menu mega ekki sætta sig við — öllu heldur þola! •Jú, um það var ekki að villast, hann var farinn frá okku-r fyrir fullt og allt. Með Helga heitnum er fallinn í valinn gúður drengur, sem veruleg eftirsjá er að. Þó að honum yrði ekki langrar æfi auðið, mátti þó greinilega sjá það, að hann hafði marga þá hæfileika til að bera, sem líklegir vóru til að ryðja honum braut til vegs og frama, ef honum hefði aldur enzt. Hann hafði þegar sýnt það, að hann var óvenju- iega áhugasamur — brennandi af áhuga um þau mál, er hann beitti sér fyrir. T. d. vann hann óvenju mikið og gott starf í þ-águ bindindismálanna, og á hann þakkir skilið fyrir það. — Helgi heit. var með af- brigðum fjörmikill og fullur af óbilandi lífsþrótti og viljakrafti. Og einmitt þessi viljakraftur og lífsþróttur hans, samfara góðum og fjörlegum gáfum, voru það, sem höfðu gert okkur félögum hans þær vonir, að hann myndi síðar verða áhrifamaður í þjóðfélagi okkar og geta sér orðstír að ýmsu góðu. En það mátti því miður ekki verða. Helgi heit. var mjög frjálslyndur í skoðunum og laus við hindurvitni og þröng- sýni, og skilningsgóður var hann á mann- leg málefni. Þess vegna var hann fyrst og fremst milcill sem félagi, enda var hanr, traustur sem bjarg og einlægur í kunnings- skap og vináttu. Vegna allra hinna góðu kosta hans harma hann nú allir félagar hans og þeir sárast, sem þekktu hann bezt. Vinir þínir og félagar kveðja þig með söknuði, Helgi. Farðu vel og farðu heill, vin- ur og félagi. J. S. Stúdentakort. Fyrverandi Stúdentaráð hefir fengið því fram- gengt, að háskólastfidentar fái í ýmsum verzlun- urn afslátt af vörum þeim, sem þeir kaupa. Er- lendis er algengt, að stúdentar fái afslátt af nauð- synjavörum sínum, svo og aðgöngumiðum að ?kemmtistöðum. Hafa þeir spjald með mynd af sér, sem þeir frumvisa í hvert sinn. Stúdentaráðið cr sem stendur að undirbúa slíkt fyrirkomulag hér. Treystum vér verzlunum og forstöðumönn- um skemmtistaða að bregðast vel við þessu máli.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.