Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 1

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 1
STUDENTABLAH 2. TÖLUBLAÐ REYKJAVÍK, DKTÖBER 195B XXXV. ÁRG. +Siyui*&ur oCíndal\ BTUD. JUR.: ^yduamóta^a^na^au ótádenta 0 4; ANODYRI IIASKOLANS I. Árið 1940 var að tilhlutan stúdentaráðs stofnað Skemmti- félag háskólastúdenta, og var tilgangur þess sá að sjá háskóla- stúdentum fyrir ódýrum og hentugum skemmtunum. Þá eins og nú var eitt helzta vanda- málið að finna slikum samkom- um hentugan samastað, en for- ráðamenn þessa félags unnu sér það til ágætis að leysa þetta vandamál á snjallari og eftir- minnilegri hátt en áður hafði tekizt. Lausnin var í því fólgin, að efnt var til áramótafagnaðar i anddyri háskólans á gaml- árskvöld 1941. Yar fram- kvæmdastjóri félagsins þáver- andi stud. jur. Gunnlaugur Þórðarson og mun liann hafa átt liugmyndina að ])essari lausn. Urðu síðan áramótadans- leikir þessir fastir liðir í há- skólalífinu næstu árin. Er það einróma álit þeirra, sem sam- komur þessar sóttu, að þær liafi verið með miklum glæsibrag og farið vel fram, enda urðu þær stúdentum brátt örugg tekju- lind. Ekki stóð þó friðurinn lengi, því að áður en varði voru þau öfl komin á stúfana, sem ein- Iiverra hluta vegna hafa kjörið sér það hlutverk að leggja stúd- enta í einelti með rógi og ill- mælum. Þjóðviljinn reið á vaðið 8. janúar 1944 og birti næsta ófagra lýsingu á samlcomunni, en „frú ein“ var fyrir frásögn- inni horin. Fullyrt var, að meg- inþorri stúdentanna hefði verið svo ölvaður, að hann hefði með öllu gleymt þeirri háttprýði, sem af stúdentum verður að krefjast og prófessorar hefðu verið þar á sama stigi og ögrað stúdent- um til að þreyta drykkjuna sem fastast. „Andstyggilegt fylliríis- skrall“ voru ályktarorðin í grein þessari. Hér var þó ekki látið staðar numið, því að skyndilega bætt- ist þessum siðgæðisvörðum nýr liðsmaður og hann úr hópi há- skólastúdenta sjálfra. Samhand bindindisfélaga i skólum gekkst fyrir svokölluðu bindindismála- kvöldi í útvarpinu 30. janúar þetta ár og flutti þar stud. theol. Guðmundur Sveinsson ræðu, og SIGUROUR LINDaL var áramótadansleiknum lýst sem fullkonmum drykkjuærsl- um, þar sem fjöldi manna hefði legið ósjálfbjarga í ölvímu, borðum verið velt og önnur her- virki framin. Vegna þessarar ræðu birti stúdentaráð yfirlýs- ingu, þar sem sögusagnir ræðu- manns voru lýstar ýkjur eða lireinn uppspuni, jafnframt því, sem það var liarmað, að mað- ur úr hópi háskólastúdenta skyldi ganga fram fyrir skjöldu í því að rýra lieiður háskólans og sverta skólafélaga sína í aug- um landsmanna að ástæðulausu. Þessi yfirlýsing var birt í út- varpi og öllum blöðum fyrstu dagana í febrúar 1944, en Þjóð- viljinn endurtók árásir sínar á stúdenta sem svar við yfirlýs- ingunni og gaf lýsingu Guð- mundar Sveinssonar þann vitn- isburð, að hún hefði verið rétt í höfuðatriðum. Málinu var ekki þar með lok-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.