Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Síða 12

Stúdentablaðið - 01.10.1958, Síða 12
12 SitúclenlahtaÁ ert fé er fyrir hendi til þeirra framkvæmda, jafnvel þótt skuldum þessum væri ekki til aö dreifa. Sama er að segja um félagsheimili stúdenta, en stú- dentar eiga engan samstað fyrir félagsstarfsemi sína. Auk þessa má segja, að fjárskortur standi allri félagsstarfsemi stúdenta fyrir þrifum, hverju nafni sem nefnist. Þetta er staðrejmd, sem allir viðurkenna. Þess hefur livað eftir annað verið farið á leit við háskóla- ráð, að það fyrir sitt leyti leyfði dansleikjaliald í anddyr- inu og yrði ágóðanum þá varið til einhverra nytsamlegra fram. kvæmda, sem það gæti sam- þykkt. En öllu hefur verið synj- að og án þess að nokkur sérstök rök væru færð fyrir synjuninni og án þess að hent væri á nokkr- ar hliðstæðar tekjuöflunarleið- ir. Er ekki að neita því, að þessi afstaða háskólaráðs liefur vald- ið stúdentum allmiklum von- brigðum, því að vitanlega mundi sá hagnaður, sem hér yrði, koma háskólanum að not- um, ekki síður en stúdentum. Vhð þetta hætist svo það, að stú- dentar verða iðulega fyrir að- finningum ráðamanna háskól- ans og þeir sakaðir um fram- taksleysi og devfð við að sinna hagsmunamálum sínum. hln peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal; sú stað- reynd verður ekki umfúin. Til- gangslaust er að krefjast þess að félausir menn standi fyrir verulegum framkvæmdum. Það, sem stúdentar þurfa því öðru fremur að leggja áherzlu á, er að afla fjár. Til þess eru ýmsar leiðir og má nefna þess- ar helztar: 1. Aflað sé fjár hjá almenn- ingi með samskotum, merkja- sölum, happdrættum o. s. frv. 2. Leitað sé til fjárveiting- arvaldsins um framlög. 3. Stúdentar skattlagðir sjálfir. 4. Stúdentar afli fjár með ýmislegri starfsemi sjálfir, og kemur þar lielzt til greina skemmtanahald, sem seldur er aðgangur að o. s. frv. Allar þessar leiðir eru farnar og hafa verið farnar, en hver þeirra um sig hefur sín tak- mörk. Um fyrstu leiðina er það að segja, að þar er við sívaxandi samkeppni að etja. Málefnin, sem sinna þarf, verða æ fleiri og afleiðingin af því eru fleiri merkjasölur, fleiri happdrætti og umfangsmeiri samskot. Áð- ur fyrr var sliku ekki til að dreifa, þá voru málefnin færri og þá var einnig þörf háskólans og stúdenta meiri. Nú hefur þetta gerhreytzt stúdentum í óliag, og það svo, að telja má leið þessa nú ærið tvísýna, enda liefur mörgum reynzt svo Iiin siðari ár, og það þótt um aðila sé að ræða, sem eiga sér bel- ur skipulögð samtök en stú- dentar. Einnig hafa stúdentar löng- um uotið stvrks fjárveitingar- valdsns, en sá tekjustofn hefur ])ó rýrnað allverulega síðari ár, þar eð skilningur ráðamann- anna á þörfum stúdenta er ekki ávallt sem heztur. Er því ljóst, að þessi leið hefur sinar allveru- legu takmarkanir, enda ólieppi- legt fyrir stúdenta að vera henni um of háðir. Þá hafa stúdentar verið skatt- lagðir, svo sem með sölu stú- dentaskírteina, en þcssi leið hef- ur af augljósum ástæðum all- veruleg takmörk. Áður fyrr efndu stúdentar stundum til ýmiss konar skemmtana og höfðu liagnað af, en í þeim efnum er hið sama að segja og um fyrstu leiðina. Þar hefur samkeppnin farið sí- vaxandi, enda er nú skemmt- analíf fjölbreyttara en áður var, og stórum íburðarmeira. Fjárþörf stúdenta er svo hrýn, að allar þessar leiðir verð- ur að fara og reyna að hagnýta til hins ýtrasta. Að sjálfsögðu er örðugt að segja nákvæmlega til um, livort svo sé í raun og veru gert, en fullvíst má þó telja, að þær séu, í bili að minnsta kosti þrautreyndar, nema 4. leiðin. Það húsnæði, sem anddyrið býður upp á, bæt- ir svo stórlega aðstöðu stúdenta í samkeppninni við aði-a slika slaði, að þar getur engin tvísýna ríkt, eða svo var að minnsta kosti meðan áramótadansleik- irnir tíðkuðust. Þessa fjárupp- sprettu vilja stúdentar fá að hagnýta. IV. I þessu máli er sjónarmið stú- denta tvíþætt. Annars vegar lýt- ur það að gildi mannfunda og mannfagnaða almennt, en hins vegar að þeim miklu peninga- hagsmunum, sem hundnir eru við það, að leyfi verði veitt til dansleikjahaldsins. Gagnstætt þessu koma svo sjónarmið þeirra, sem ráðin hafa: um virð- ingu háskólans, slil á háskóla- hyggingunni og slysahættu i anddyrinu. Ég læt hverjum og einum eftir að dæma um það,

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.