Stúdentablaðið - 01.10.1958, Qupperneq 7
7
3 údentahlaci
kostur að hafa ekki nema 30 mörk
á mánuði í vasapeninga, enda hefur
núverandi kynslóð íslenzkra stúd-
enta alizt upp i miklu góðæri og er
orðin kröfuhörð til lifsþæginda, en
stúdentsbræður okkar þýzkir eru
vaxnir upp í örbirgð eftirstriðsár-
anna og miklum skorti vanir.
Eins og áður er sagt, er náms-
aginn ærið harður og leiðir það
beinlínis af styrkjafyrirkomulaginu.
Þjóðfélagið skortir háskólamennt-
að fólk og ríkið veitir stúdentum
góða námsmöguleika, — en með þvi
skilyrði, að vel sé unnið.
Stúdent, sem slær slöku við nám-
ið og stenzt ekki þau próf, sem kraf-
izt er, getur ekki vænzt þess að
vera launaður af ríkinu og er hann
talinn betur kominn við aðra iðju.
Stúdentar geta náttúrlega slegið
námi sínu á frest vegna ýmissa or-
saka og þar með afsalað sér náms-
styrknum um tíma, en ekki er hægt
að dragast aftur úr og halda ó-
skertum styrk. Vel er fylgzt með
því, hversu hver og einn sækir fyr-
irlestra og „seminör". Sé einhver
oft fjarverandi án viðhlítandi for-
falla, er honum refsað með þung-
um ákúrum, og eí úr hófi keyrir
um vanrækslu náms, er styrkur-
inn minnkaður, a. m. k. um skeið.
Stjórnarvöld Austur-Þýzkalands
styðja styrkjafyrirkomulag sitt
þeirri fullyrðinu, að með því sé ver-
ið að brjóta á bak aftur forrétt-
indi borgarastéttarinnar til æðri
menntunar, og börn verkamanna og
bænda eru hvött til að ganga
menntaveginn með því að losa þau
úr aldagömlum viðjum fátækar-
innar.
Oft hefur verið á það bent í
ræðu og riti af málsvörum vesturs-
ins, að i þessu efni séu aðeins höfð
endaskipti á hlutunum. Mismunun
eigi sér stað eftir sem áður, þar
semfólki af borgarastéttum sé mein-
að að nema að sinni vild. Þetta
eru sannindi, sem ekki verða hrakin,
og að mínu áliti hefur hér verið
gengið of langt í umbreytingunni.
Það er að vísu alkunn staðreynd,
að verkalýðsstéttin hefur ekki not-
ið stuðnings ríkisvaldsins til há-
skólanáms í ríkjum auðvaldsins svo
neinu nemi, og það er vissulega
mikið fagnaðarefni, að alþýðulýð-
veldin skuli hafa opnað háskóla
sína fyrir fólki úr vinnandi stétt-
unum með því að létta af þvi efna-
hagsáhyggjunum. En það má ekki
setja blett á þetta nauðsynjaverk
með þvi að láta hatur til borgara-
stéttar, sem cr að deyja út, koma
niður á börnum þessara borgara.
Þegar öllu er á botninn hvolft, get-
ur enginn að því gert, hverjir for-
eldrar hans eru.
Hið nýja háskólafyrirkomulag í
A.-Þýzkalandi hefur valdið gífur-
legri fjölgun háskólastúdenta og
jafnframt gjörbreytt hlutfallinu
milli skiptingar þeirra eftir þjóðfé-
lagsstéttum. Fjölmennustu háskól-
ar landsins eru: Tækniháskólinn í
Dresden með um 17.000 nemendur,
Karl-Marx-háskólinn í Leipzig með
rúm 14.000 og Humbolt-háskólinn
i Berlín með svipaða tölu.
Eins og áður er sagt, eru um 80
prósent háskólastúdenta úr verka-
lýðsstétt eða bændastétt. Þetta er
mikil umbreytin miðað við fyrri tíð
Framh. á bls. 14.
FULLTRÚI STÚDENTA
i Mtásháiaráði
Þ. 17. júní s.l. var gefin út í
menntamálaráðuneytinu reglu-
gerð fyrir Háskóla Islands. —
Reglugerð þessi liefur m. a. inni
að halda fyllri ákvæði um ýms-
ar þær nýjungar, sem teknar
voru upp i hinum nýju lögum
um Háskóla fslands, er sam-
þykkt voru á Alþingi vorið 1957.
Sem kunnugt er, var það ný-
mæli tekið upp i þau lög, að
stúdentar skyldu eiga fulltrúa
í Háskólaráði. Ivom það fyrst
til framkvæmda s.l. háskólaár,
en þá gegndi Bjarni Beinteins-
son, stud. jur. þeirri stöðu.
I hinni nýju reglugerð, er
gerð grein fyrir skipun þessa
fulltrúa og slarfi hans. Er um
þetta fjallað í 7. gr. og segir þar
á þessa leið:
„Ávallt, er háskólaráð ræðir mál,
sem varða stúdenta háskólans al-
mennt, skulu stúdentar eiga einn
fulltrúa á fundi háskólaráðs. Hefur
fulltrúinn þar málfrelsi og atkvæð-
isrétt.
Stúdentaráð nefnir til einn mann
úr hópi háskólastúdenta og annan
til vara til setu á fundum háskóla-
ráðs samkvæmt 1. málsgrein. Til-
nefning þessi fer fram í maímánuði
ár hvert, en fulltrúinn tekur sæti i
háskólaráði með byrjun háskólaárs.
Fulltrúa stúdenta er skylt að
gera grein fyrir afstöðu stúdenta-
ráðs í málum, sem það hefur fjall-
að um og koma fyrir háskólaráð,
en eigi er honum skylt að fara eftir
samþykkt stúdentaráðs, er hann
neytir atkvæðisréttar sins í háskóla-
ráði.
Háskólaráð sker úr því hverju
sinni, hvort tiltekið mál, sem til um-
ræðu er í háskólaráði, sé þess kon-
ar, að fulltrúi háskólastúdenta eigi
að taka þátt í úrlausn þess. .
Fulltrúi stúdenta er þagnarskyld-
ur um það, sem gerist á fundum há-
skólaráðs, með sama hætti og aðrir
háskólaráðsmenn. Háskólaráð getur
þó leyft honum að skýra stúdenta-
ráði frá einstökum málum og af-
greiðslu þeirra.“
Að áliðnu sumri kaus stúd-
entaráð fulltrúa stúdenta í há-
skólaráð fyrir háskólaár það,
sem nú er að liefjast, og var nú-
verandi formaður stúdentaráðs,
Birgir Isl. Gunnarsson stud. jur.
kjörinn sem aðalfulltrúi og
Leifur Jönsson stud. med til
vara.