Stúdentablaðið - 01.10.1958, Síða 6
^i^óteinn j^oruaiclóóon,
BLAÐAMAÐUR
STÚDENTALÍF
/ AUSTUlt-ÞÝZKANDl
Eysteinn Þorvaldsson braut-
skráðist frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1954. Hann stundaði
nám í blaðamennsku við háskól-
ann í Leipzig 1955—57 og er
nú blaðamaður við Þjóðviljann.
Stúdentalíf og háskólanám í A,-
Þýzkalandi er sérstæður þáttur í
sögu þýzkra stúdenta, ólíkur fyrri
þróunarstigum stúdentalífsins þar í
landi og frábrugðinn þvi ástandi,
sem nú rikir meðal stúdenta i V,-
Þýzkalandi. Þýzkt stúdentalíf er
ríkt af „traditionum", enda þótt
þeirra gæti nú lítt í A.-Þýzkalandi.
Mörg fræg svið úr sögu og bók-
menntum eru einmitt tengd sögu
þýzkra stúdenta. Mætti þar nefna
Faust Goethes, en í því fræga verki
gerist einn þátturinn í fornfrægustu
stúdentaknæpu heims: Auerbachs-
kjallara í Leipzig.
Saga þýzks stúdentalífs öld fram
af öld er þrungin taumlausum
drykkjuskap og gjarnan krydduð
einvígum og skilmingarómantik.
Meðal stúdenta í Þýzkalandi hefur
það jafnan þótt vera aðalsmerki að
hafa ör í andliti eða hálf eyru
vegna skilmingaáverka. Og enn í
dag má sjá marga miðaldra og
eldri akademikera með slík ör, sem
reynt hefur verið að fletja út og
gera sem mest áberandi. Og enda
þótt grunur leiki á, að sumir þess-
ara skrámuðu manna hafa krukkað
í fésið á sér með rakhnif, þá eru
þetta hetjur með ör, sem margur
borgari ber lotningu fyrir.
En þrátt fyrir alla léttúð og gervi-
hetjuskap hafa oft verið sterkar rót-
tækar taugar í þessum böldnu stúd-
entum. Þáttur þeirra í byltingar-
átökunum um miðbik síðustu aldar
og í baráttunni fyrir einingu lands
sins mun seint fyrnast. Þeir eiga
líka heiðurinn af því að hafa fyrst
hafið á loft fánann svart-gullna-
rauða, sem enn í dag er einingar-
tákn þýzku þjóðarinnar.
Þegar rætt er um stúdentalif í er-
lendu landi, er alltaf freistandi að
bera það saman við stúdentalífið í
heimalandinu. Slíkur samanburður
milli Islands og A.-Þýzkalands sýnir
harla mikinn mismun að öllu leyti.
Það, sem einkennir stúdentalíf eða
háskólanám hér hjá okkur og í öðr-
um vestrænum löndum einna mest,
er hið svokallaða akademiska frelsi,
þ. e. frjáls tilhögun námsins varð-
andi lengd námstímans og fyrir-
lestrasókn, og þetta greinir líka há-
skólanámið frá námi í óæðri skól-
um.
Segja má, að einkenni háskóla-
náms og stúdentalífs í A.-Þýzka-
landi sé alger andstæða þessa, þ. e.:
Fullkomið námsstyrkjafyrirkomu-
lag og þarafleiðandi strangur náms-
agi og fyrirlestraskylda í flestum
greinum.
Ekkert sérstakt stúdentasamband
er í Þýzka Alþýðuveldinu. Allsherj-
aræskulýðssamtök sósíalista, „Freie
Deutsche Jugend", eða deild innan
þeirra, annast málefni stúdenta.
FDJ hefur gert tillögur um kjör
stúdenta og háskólafyrirkomulag.
Samtökin hafa þrisvar birt stefnu-
skrá um málefni stúdenta. Nýjasta
stefnuskráin var birt síðastliðið
haust.
Námsstyrkjafyrirkomulagið í A,-
Þýzkalandi mun vera það fullkomn-
asta, sem til er í heiminum. Rúm-
lega 90 prósent háskólastúdenta
hljóta námsstyrki frá ríkinu. Börn
verkamanna og bænda fá undan-
tekningarlaust 180 mörk á mánuði.
Munaðarleysingjar fá einnig þessa
upphæð án tillits til þjóðfélags-
stéttar og enn fremur nokkrir aðrir
undir sérstökum kringumstæðum.
Stúdentar úr öðrum þjóðfélagsstétt-
um fá lægri styrki eða frá 130
mörkum á mánuði og stiglækkandi
niður á við eftir aðstæðum. Ef faðir
stúdents hefur mánaðarlaun, sem
nema meiru en 1200 mörkum, hlýt-
ur sá engan styrk. Auk þessara
styrkja eru veittir viðbótarstyrkir
fyrir námsdugnað. Tíu prósent stúd-
enta fá 80 mörk í námsverðlaun
á mánuði og þrjátíu prósent fá 40
mörk á mán. í sama tilefni. Auk
allra þessara styrkja njóta stúdent-
ar margs konar annarra hlunninda.
Má í þvi sambandi nefna t. d. það,
að 98 prósent stúdenta þurfa engin
skólagjöld að borga, en 2 prósent
borga 450 mörk á ári.
Það er ætlun yfirvaldanna, að
stúdentar þeir, sem fá 180 marka
mánaðarstyrk (en það eru um 80%
stúdenta), geti lifað sómasamlegu
lífi af þessu fé. 1 „Opnu bréfi“ frá
FDJ til 57 stúdentasamtaka, sem
þátt tóku í hinni alþjóðlegu stúd-
entaráðstefnu í Ceylon 1956, er yfir-
lit, eins konar fjárhagsáætlun ó-
gifts stúdents, sem fær 180 marka
mánaðarstyrk. Þar er gert ráð fyrir,
að stúdent verji fénu á eftirfarandi
hátt:
Húsaleiga, gas, rafmagn,
fargjöld............... 30 mörk
Fæði í stúdentamatsölu
(ein heit mált., morg-
unv., og kv.) .......... 70 —
Bækur og ritföng .......... 20 —
Ýmis konar fatnaður,
fataviðgerðir, þvottur 30 —
Leikhús, hljómleikar,
kvikm. o. f 1., vindlingar 30 —
Samtals 180 mörk
Með skírskotun til eigin kynna
get ég staðfest, að þessi 180 mörk
nægja stúdentum til sæmilegs lífs-
viðurværis. Þess ber þó að gæta, að
Þjóðverjar eru miklu nægjusamari
en Islendingar. Islenzkum stúdent-
um myndi t. d. þykja það þröngur