Stúdentablaðið - 01.10.1958, Side 4
ÞDRIR EINARSSDN, CAND. DECDN
ingar um það, hverjir mögu-
leikar séu á því að fá hækkun
á framlaginu.
II.
Rök stúdenta fyrir hækkun
eru tviþætt. Annars vegar eru
viss öfl, sem rýra beinlínis
sjóðsmyndunina, eins og hún
var hugsuð í upphafi. Hins veg-
ar eru viss atriði, sem krefj-
ast raunverulegrar aukningar
sjóðsins.
Um fyrra atriðið liafa stú-
dentar hent á eftirfarandi.
Verðbólguþróunin bér á landi
liefur Iiaft tilfinnanleg ábrif á
lánasjóðinn. Greiðsluskilmálar
lánþega eru þeir, að greiðsla af-
borgana og vaxta hefst fyrst
þremur árum eftir að viðkom-
andi lýkur námi. Endurgreiðsla
hefst ekki fyrr en 3—10 árum
eftir veitingu. Þegar féð kemur
aftur inn í sjóðinn, er það því
orðið aðeins hluli af uppruna-
legu verðgildi. Þessara áhrifa
mun gæta sérstaklega mikið
næsta áratug, þegar féð fer að
renna aftur í sjóðinn svo
nokkru nemur.
Eftir því sem verðgildi ís-
lenzku krónunnar rýrnar, þarf
fé það, er sjóðurinn lánar út
til hvers stúdents, að aukast. Sú
hefur ekki orðið þróunin, held-
ur hefur meðaltal lánaflokka
lækkað á undanförnum árum,
eins og nánar verður vikið að
síðar.
Önnur aðalfjáröflunarleið
sjóðsins fyrir utan ríkisframlag
var lántökur. Þessi leið hefur
brugðizt að miklu leyti vegna
diins almenna lánsfjárskorts i
landinu. I lögunum um Lána-
sjóð stúdenta frá 11. jan. 1952
var sjóðnum veitt heimild til að
taka 2,6 millj. kr. lán og var
tíu ára ríkisábyrgð á þeim lán-
um. Þessi lán skyldi taka á
næstu 25 árum, þ. e. rúmar kr.
100.000.00 á ári. Á árunum 1952
-1957 tókst að fá þrisvar sinn-
um lán samtals að uppliæð kr.
425.000.00. Ekki er líklegt, að
betur gangi um öflun lánsfjár
næstu ár. Lán þessi eru með 7%
vöxtum til 10 ára. Fé það, sem
sjóðurinn lánar út, er lánað með
3% vöxtum. Sjóðurinn rýrnar
því allmjög á ári bverju fyrir
vaxtatap. Auk þess kemur að
því fyrr en varir, að greiða verð-
ur lán þessi upp, og er því ekki
ólíklegt, að sjóðurinn komist þá
í greiðsluvandræði.
Auk þessara atriða hafa stú-
dentar bent á vaxandi fjölda
innritaðra stúdenta við Háskóla
íslands og mjög vaxandi fjölda
þeirra stúdenta, er til lánasjóðs-
ins hafa leitað. Ilaustið 1955
bárust lánasjóðnum 88 um-
sóknir. Umsóknafjöldinn befur
síðan farið vaxandi, og nú sið-
ast vorið 1958 bárust lánasjóðn-
um 146 umsóknir. Á sama tíma-
bili hefur framlag lil sjóðsins
ekki liækkað neitt. Þelta hefur
haft það í för með sér, að með-
allán á livern stúdent, sem feng-
ið hefur aðstoð sjóðsins, hefur
lækkað allmjög. Haustið 1956
var meðallán til stúdents kr.
4.380.00, vorið 1958 var meðal-
lán á stúdent komið niður í kr.
3.340.00. Meðallán til stúdenls
er því eitt af því fáa, sem lækk-
að hefur í þjóðfélaginu á und-
anförnum árum.
Ennfremur liafa stúdentar
bent á, að mikið ósamræmi er
á milli aðstoðar til stúdenta, er
stunda nám erlendis, og þeirra,
er stunda nám hér heima.
Skv. fjárlögum þessa árs, eru
875.000.00 krónur veittar í
styrki til námsmanna, sem
stunda nám erlendis — og til
námslána kr. 400.000.00, eða
samtals 1.275.000.00, en það er
tæplega helmingi meira en
framlag til Lánasjóðs stúdenta.
Með tilliti til þess, að lánasjóð-
urinn er eini aðilinn, sem allur
meginþorri stúdenta, er stunda
nám hér heima, getur leitað til
um aðstoð, er hér um mikið
ósamræmi að ræða. Dæmi eru
til þess, að stúdentar, t. d. utan
af landi, sem alveg þurfa að
kosta sig sjálfir, kjósa heldur
að fara utan, t. d. til Þj'zka-
lands, heldur en að stunda nám
hér heima. Stúdentinn veit
nokkurn veginn fyrirfram,
livaða styrki og lán hann fær,
er hann stundar nám erlendis.
Um það gilda nokkuð fastar
reglur. Ef hann hins vegar
stundar nám hér heiina, veit
hann aldrei, er hann leggur inn
umsókn til Lánasjóðs stúdenta,
hvort unnt er að taka liana til
greina eða ekki. Þetta veldur
mikilli fjárhagslegri óvissu hjá
stúdentum.
Hér hefur verið drepið á